Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 33
kaffið. Hún lá enn alklædd í sófanum, en Pétur hlaut að hafa breitt yfir hana fyrir löngu, því að henni var óþol- andi heitt og hún var sveitt. Og hana verkjaði í höfuðið eins og hún væri með timburmenn. Kaffi! Kaffi núna! Hún gerði sér líklega til að hrinda frá sér bakkanum, en Pétur kom í veg fyrir það. — Nú drekkurðu kaffið þitt, Anna. Og svo ferðu í steypi- bað og hlý föt, því að við ætl- um í gönguferð um skóginn. Ég hringdi í vinnuna og sagði, að þú gætir ekki komið — nei, ég sagði ekki ’ orsökina fyrir fjarvist þinni, en sú, sem svar- aði —■ hún heitir víst Lotta — virtist halda, að þú værir kvef- uð. Hún sagði, að þú hefðir verið lasleg lengi. Og ég á fleiri frídaga inni. Hún leit á hann og augu hennar voru svo undarlega þurr og þó sveið hana í þau. —Pétur, sagði hún. — Sagði ég ekki ýmislegt heimskulegt við þig í gær? Eg held, að ég hafi gert það . . . en þú skilur víst. hvernig þetta er, þegar við Kristján . . . É'g skil þig, greip hann fram í fyrir henni. — Meira en bú veizt. Og ég veit líka, að ég fæ ekki hrós fyrir það. sem ég ætla að gera núna, en ég er stóri bróðir þinn og þú verður að sætta þig við að gera það, sem ég segi þér. Eg hef hug- laítt málið í nótt. Það er bezt, að þú verðir hiá mér, unz því ■'•ersta er aflokið, svo að ég geti fvlgzt með þér. Svo þú tókst aftur töflur í gær? Já. ég sá bað á bér og seinna fann ég nokkrar í töskunni þinni. Þú færð ekki að gera það aftur, Anna. Heyrirðu það? Nú hlýð- ir þú mér og ferð í vinnuna á morgun, en í dag hvílum við okkur. Pétur hlaut að ráða. Hann fór með hana í fjögurra klukku- stunda gönguferð og hún var svo þreytt, þegar hann kom heim með hana um kvöldið, að hún háttaði sig og steinsvaf í þrettán klukkustundir sam- fleytt. Hún fór í vinnuna og sagði Lottu frá skilnaðinum, en Lotta tók því eins og hún hefði sagt. henni, að bað hefði komið lykkjufall á síðustu sokkabux- urnar hennar. Undarleet. Það var líka und- arlegt, að Kristián skvldi ekkt hringja. En það var ekki und- arlegt að finna þrjár mímósu- greinar á skrifborðinu ásamt korti frá Leif, sem á stóð: Þetta Sannkallaður veizlufagnaður skýjum ofar, á leið til Oslóar, Gautaborgar eða Kaupmannahafnar. Ljúffengasti veizlukostur og drykkjarföng innifalið í fargjaldinu, og þjónustuna um borð róma allir, sem reynt hafa. LOFTLEIDIR 26. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.