Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 29

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 29
Hér eru dýrin komin inn í girðinguna. Þau voru hrædd og óróleg og lúðrarnir öskra á þau. Bráðum kemur maðurinn með reipið til að binda þau. Þau berjast — en tapa alltaf þeirri baráttu. Fjögur þúsund menn hætta lífi sínu fyrir hans hágöfgi Maharadjan Shri Jayachamaraja Bahadu, af Mysore í Indlandi. Fyrir það fá þeir 35 krónur á dag. Og Maharadjan gerir þetta eingöngu sjálfum sér til ánægju. Hann tapar 3,5 milljónir á hverri veiði. En það gerir reyndar lítið til því hann hefur ekki minna en 40 milljónir í árstekjur. Skógarvörðurinn Chandrasa, félagi hans Rao og fílaskyttur þeirra voru mjög þreyttar. Þeir voru á leið aftur til bæki- stöðva sinna í frumskóginum eftir að hafa setið á baki tamdra fíla allan liðlangan daginn í steikjandi hita, ryki og sólskini. Þeir höfðu leitað fílahjarðar sem þeir höfðu tal- ið auðvelda bráð fyrir khadd- an-fílaveiðina. Kheddan er siðvenja, tradi- sjón, í Mysore á Suður-Ind- landi. Það er sérstök aðferð við fílaveiðar og hefur verið notuð í meira en hundrað ár, það er að segja allan þann tíma sem maharadjar hafa verið við völd í Mysore. (,,ma- haradji" er titill greifans í við- komandi héraði). Undanfarin ár hefur veiðin tekið töluverðum breytingum, Merkið hefur verið gefið. Fílarnir flýja í skelfingu þegar ráðizt er að þeim frá öllum hliðum. En þau eru blekkt og blekkt aftur þar til raun- veruleikinn rennur upp fyrir þeim og þau gera sér Ijósa vonzku mann- anna. 20. öldin hefur komið þar við sögu (auðvitað) og nú eru dýr- in oft elt á jeppum. Þau eru veidd til skemmtunar mahara- djanum; til trúarlegra athafna og til að veiða fleiri fíla. Skyndilega spratt Rao upp: — Hlustið! sagði hann. Chandrasa hlustaði. Niður- inn gat ekki verið frá öðru en nálægri fílahjörð. Hann gaf fílaskyttunni merki um að stöðva dýrið sem hann var á. Þeir Rao og Chandrasa hlustuðu spenntir um stund. En hjörðin hélt áfram að seðja hungur sitt, á því var enginn vafi. Ekkert benti til að dýrin vissu um mannaferðir í ná- grenninu. Chandrasa benti Rao að fara niður af dýrinu og fylgdi sjálfur á eftir. Þeir læddust hægt í gegnum frum- skóginn og nálguðust hjörð- ina óðum. Þegar þeir voru í svo sem hundrað metra fjar- lægð benti Chandrasa á tré og Rao skildist að hann átti að klifra upp í það til að fylgjast með dýrunum. Chandrasa beið niðri með riffilinn tilbúinn. Allt í einu heyrðist mikið brak og brestir. Tveir fílar komu á ægihraða í gegnum skóginn. Chandrasa skellti byssunni upp að öxl. Þetta voru tvö karldýr sem höfðu slitið sig laus frá aðal- hjörðinni en fundið skyndi- lega mannaþef: nú ætluðu þeir að reyna að komast und- an. Chandrasa skaut tveimur skotum, að sitthvoru dýrinu. En tími gafst ekki til að miða almennilega, svo hvor- ugt skotið hæfði mark. Chan- drasa féll aftur fyrir sig á jörðina og fyrri fíllinn rudd- ist yfir hann. Chandrasa fékk þungt spark í hnéð og högg í öxlina frá rananum. Riffillinn sveif í boga í gegnum loftið og lenti í töluverðri fjarlægð. Fíllinn þaut framhjá og Chandrasa fékk eitt augnablik til að hugsa sig um. Fílar sjá illa en hafa heyrn- ar- og lyktarskyn í toppstandi. Dýrið hlaut að hafa orðið vart við manninn þegar hann kom við það. Chandrasa sá að fíllinn sneri við og kom aftur í áttina til sín. Hann var grafkyrr þar til dýrið stóð beint yfir honum og bjó sig undir að sparka. Fóturinn var krepptur í á að Framháld á bls. 37. 26. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.