Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 18

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 18
Ómar Valdimarsson heyra &r" má HIIAR STENDUR JflZZ AISLANDI? ViStal við Guðmund „Mimi“ Steingrímsson, trommuleikara með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Hann leitast við að svara þessari spurningu og fleirum. Leonard Feather heitir Breti nokkur, sem þekktur er fyrir jazzleik og að skrifa um jazz. Hann er sérlega virtur í Ame- ríku og eins í heimalandi sínu og á fjrrra ári skrifaði hann grein, í Meody Maker, er bar yfirskriftina: „Jazz berst fyrir tilveru sinni“. í greininni hélt Feather því réttilega fram að jazz væri á hröðu undanhaldi og rakti fyrir því nokkrar ástæður, aðallega þá að jazz væri ekki í tízku. Benti hann á að nokkrir frægustu og beztu jazzleikarar í heimi, s.s Duke Ellington, Louis Armstrong, Miles Davis og fleiri væru ekki einu sinni á hljómplötusamn- ing, en þó væri til dæmis Ell- ington búinn að spila óhemju mikið efni inn á „mastera", sem eingöngu biðu eftir því að verða gefnir út. En fljótt skipast veður í lofti og snemma á þessu ári fór jazz- lífið um allan heim að blómstra. Allar frægustu stjörnurnar fóru aftur á samning, jazzplöt- um rigndi yfir heimsmarkað- inn, jazzhljómsveitir ferðuðust á milli landa, Melody Maker gerði mikið úr heimsóknum Miles Davis, Duke Ellington, Elvin Jones og fleiri jazzleik- ara til Bretlands og allt virtist — og er svo enn — í uppgangi. En á þessu ári hefur ekki mikið skeð í jazzlífinu á fs- landi. Aðeins einu sinni hefur verið leikinn jazz hér á þessu ári — svo ég viti til, og það var á fyrirlestri Thor Heyerdahls í Háskólabíói á dögunum. Þar léku saman þeir Guðmundur Steingrímsson (trommurj. Kristíán Magnússon (píanój og Jón Sigurðsson (bassij. Og í febrúar var haldin tónlistar- k.ynning í Kennaraskólanum á vegum Tónlistarskólans í Reykiavík — og þar var leik- inn iazz. Þeir sem tóku þátt í bví vo^u Gunnar Ormslev. .Tón Páll. Guðmundur Steingríms- son og Árni Sehecing. Og í 7. tbl. VTKUNNAP. sem út kom 18. febrúar, má lesa þessi orð úr þætti þessum: „... viðurkennd staðreynd að jazz á íslandi (er) fyrir neðan allar hellur. Svo hef ég að minnsta kosti eftir einum helzta jazzfræðingi þjóðarinnar og á- sakar hann íslenzka jazzleikara mjög; segir þá áhugalausa og staðnaða hljóðfæraleikara. Um það vil ég ekkert dæma, en því verður ekki neitað að jazzlífið hér er ferlega slappt — það litla sem það er. Þó eru til menn hér sem hafa verið að gera góða hluti, eins og til dæmis Gunnar Reynir Sveins- son, með „Samstæður“ ...“ En fljótlega eftir þetta fór ég að fá ýmsar ábendingar utan úr bæ, þess efnis að þetta væri ekki allskostar rétt hjá mér: að jazzlífið hér væri „ferlega slappt“. Og þegar mér barst til eyrna að þeir jazzleikarar sem í Kennaraskólanum léku hefðu orðið töluvert sárir yfir þess- um ummælum, ákvað ég að ná í einn þeirra og fá fram siónar- mið. Því miður hefur ekki orð- ið af því fyrr en nú, að ég fékk Guðmund Steingrímsson til að líta við hér á ritstjórninni eitt kvöldið áður en hann fór vest- ur á Sögu. ,.Það sem okkur vantar hér,“ sagði Guðmundur, ..er einhver sem getur staðið í að drífa iazz- lífið hér áfram, því ée veit að áhugi er fyrir hendi: næffur áhuei — bæði hiá umrum og gömlum. Þeir menn sem mest stóðu fyrir iazzkvöldum og öðru slíku hafa hætt afskiot- um af þessum málum og við binir. sem höfum verið að myndast við að leika iazz, er- um allir svo tímabundnir. að ekkert verður úr framkvæmd- um.“ ..En aeturSu fallist á að jazz- lífið hér sé „ferleqa slappt“?“ „Alls ekki. Að vísu er það ekki upp á það bezta — fyrir þá ástæðu sem ég var að nefna, en til dæmis í fvrra skeði heil- mikig hérlendis í iazzlífinu. ,.Samstæður“ Gunnars Sveinss.. sem voru frumfluttar á Lista- Guðmundur Steingrímsson: Góður jazztrommari. hátíðinni, voru mikill jazzvið- burður á sinn hátt. Einnig kom hér Bengt' Hallberg, frægur sænskur jazzpíanóleikari; við Jón Sigurðsson lékum með honum og það má segja að koma hans hafi verið viðburð- ur. Allavega var það viðburður fyrir mig, því ég er búinn að vera aðdáandi hans alveg síðan ég var smástrákur og er það enn. Nú, svo kom Árni Egils- son, einn snjallasti jazzleikar- inn okkar, hingað í desember og þá var haldið jazzkvöld í Þióðleikhúskjallaranum, og svo sniluðum við einu sinni á SAM- komu í Glaumbæ. Eftir það var ég sannfærður að unga fólkið, poppararnir, hefur gaman af jazzi. Eftir að það hafði verið niðri allt kvöldið og hlustað á popp, í mörgum tilfellum mjög gott popp, kom það upp og hlustaði á okkur „öldungana“ spila jazz og það raunverulega hlustaði. Með mikilli athygli. Hefðum við ekki spilað með tilheyrandi hljóðum hefði mátt heyra saumnál detta. Annars má það gjarnan koma fram að ég dauðöfunda popp- arana, því þeir geta spilað akkúrat það sem þeim dettur í hug. Við, þessir ,,gömlu“, get- um það ekki í þeim hljóm- sveitum sem við erum í, því það eru fyrst og fremst „com- mercial“-hljómsveitir, sem verða að spila það sem fólk vill heyra. Þess vegna er ég ekkert feiminn við að viðurkenna að við gerum okkur langflestir, grein fyrir því að hjá okkur er ekkert merkilegt að ske, en þar miða ég auðvitað við KK-sex- tettinn, sem ég lék með í 7 eða 8 ár. Sextettinn spilaði bæði jazz og commercialmúsík (ori- ";nal útsetningar) og þá fannst mér eitthvað vera að ske.“ „En ef þið „öldungarnir“, rem eruð i atvinnuhljómsveit- Framhald á bls. 32. Þessi mvnd er úr sjónvarpsþætti frá 1969, er Árni Egilsson kom heim í nokkurra daga frí. Þá lék hann ásamt nokkrum íslenzkum jazzleik- urum. Hér er hann meS GuSmundi. 18 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.