Vikan


Vikan - 01.07.1971, Síða 49

Vikan - 01.07.1971, Síða 49
MIG ÖRBYM0I — Gráttu ekki... þú ert laus .. farðu og segðu mömmu þinni að stóri maður sé fastur! hafa haft neina ástæðu til að myrða eiginmann sinn. — Skjólstæðingur minn? Ó, þér eruð að hugsa um Lönu. Til allrar óhamingju hélt hún að Peter hefði verið búinn að breyta erfðaskránni og það sagði hún lögreglunni. Það kom henni mjög á óvart að heyra um bréfið til Sandy. Ég segi yður þetta vegna þess að mér finnst þér vera skilningsríkur maður, herra Smith ... — Sagði hún yður þetta með hnífinn? — Hún ... Pusey leit í kring- um sig til að vita hvort nokkur væri nálægur. — Já, það var fallega gert af yður að gera þetta fyrir hana, herra Smith. — En það lítur ekki út fyrir að það verði henni til bjargar, herra Pusey. Ég vona að þér gerið það sem þér getið. — Auðvitað. En ... Hann tók af sér gleraugun og þurrkaði þau vandlega. — Ég vil ekki leyna því að hún er illa sett. Jim stóð upp og gekk með lögfræðingnum inn í húsið. Eins og venjulega logaði á kertum á borðunum og hljóm- sveitin lék æsandi rúmbu. Kon- urnar voru jafn glæsilega klæddar og karlmennirnir í sínum hvítu jökkum. Samt var eitthvað öðru vísi en vant var. Morðið virtist eitthvað svo fiarlægt í dagsbirtunni, en það var líka öðru vísi þegar kvölda tók. Þar sem morð hefir verið framið, hlýtur líka að vera morðingi, það var ekki notaleg tilhugsun. Flestir gengu snemma til náða og margir gestanna báðu um lykla að herbergjum sínum. Jim hafði lokið við skyldu- '•erk sín og var á leið til lyft- unnar, þegar einhver lagði hönd á öxl hans. Það var John ^nvery. — Mér er ekkert um þetta, .Tim. Er þér lióst að lögreglan grunar mig, aðeins vegna þess að herbergið mitt snýr út að þessum fjandans svölum? Ég fæ ekki leyfi til að fara héðan og ég sem á að mæta á æfingu á mánudaginn kemur. — Ég hélt að þú ætlaðir að vera hér í tvær vikur ennþá. — Það var líka meiningin. En ég var að tala við leikstjór- ann og hann vill að ég komi á aukaæfingar áður en leikhúsið verður opnað aftur. Ég get ekki verið hér til eilífðarnóns. Viltu ekki leggja inn gott orð fyrir mig, Jim? — Von Holzen mótmælir því að öllum líkindum. Þú getur vottað hvar hann hélt sig. John Tovery renndi fingrun- um gegnum hárið. — Ef ég hefði vitað að ég ætti að votta fjarvist hans, þá hefði ég hald- ið kjafti! — Ég get ekkert gert í þessu máli, en þeir halda þér varla lengur en í nokkra daga. Hann kom auga á yfirmat- reiðslumanninn, sem stóð í dyr- unum, sem voru á milli for- salarins og eldhússins. Hann stóð grafkyrr, en hafði ekki augun af Jim sem sá að hann vildi tala við hann. — Ég skal sjá hvað ég get gert, sagði hann við John. — Góðá nótt! — En ... Tovery þagnaði skyndilega. — Hvað er þetta? Einhversstaðar í fjarska heyrðist trumbuhljóð. Það drundi einhljóma og háttbund- ið gegnum næturkyrrðina og þegar það kom nær, heyrðist líka hófadynur og hjólaskrölt. — Hvað er þetta? — Þetta eru gombíarnir. Það er þurrkur núna og allir eyja- skeggjar biðja um regn. — Er þetta hættulegt? —• Nei, þeir eru aðeins að halda til einhverrar samkomu. Lögreglan hefur auga með þeim. — Gombiar? — Það er nafnið á samtök- unum. Ég held að það sé eitt- hvað í ætt við zombiana — hina lifandi dauðu frá Afríku. Ef þú ferð út á svalirnar .getr urðu séð fylkinguna. Leikarinn hikaði andartak, en svo flýtti hann sér út. Mat- reiðslumaðurinn beið og Jim gekk t.il hans. — Hvað er það, Jean? Ér eitthvað að? Hann sá að feitar kinnar mannsins voru náfölar. — Hnífurinn. herra, hvíslaði .Tpan. — Það er annar hnífur horfinn úr eldhúsinu. Og ég sá hana í eldhúsganginum ... Framliald í nœsta blaði. Hann kyssti mig bless Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi. Strákurinn í draumn- um er með mér í dansskóla og ég er mjög hrifin af honum. Mér fannst ég vera uppi í skóla og var þar í bíl með þessum strák. Við vorum búin að vera að keyra enda var kvöld. Svo þegar hann er að fara að kveðja mig þá kyssir hann mig bless og fór svo. Fyrirfram þakkir, svaraðu mér fljótt. E.H. Við skulum einfaldlega vona að þú hafir notið kossins, því draumurinn er merkingarlaus með öllu. Barn(?) Kæri draumráðandi! Ég bið afsökunar á þessu bréfi (skrift og stafsetningu) en ég er orðin óvön að skrifa bréf. Bezt er þá að snúa sér að efninu. Það er víst hálf grautarlegt, en ég vona að þú skiljir það því mér stendur alls ekki á sama. Ég ætla að byrja á að segja þér að ég er 30 ára, gift og á þrjú börn, 11, 9 og 6 ára. Mig dreymdi að ég ætti lítið barn, á að gizka tveggja vikna gamalt, ég man ekki hvort það var drengur eða stúlka. Barnið var með allar framtennur og mér fannst það alltaf vera hlæjandi. Þá fannst mér ég ekk- ert kunna að fara með það né geta ráðið við það. Þegar ég setti barnið út ( vagn til að sofa gerði það ekki annað en að snúa sér við og hlæja. Allt í einu finnst mér að barnið sé komið í hjónarúm og 17 ára systir mín liggur hjá því og þá fyrst lagast allt. (Ég tek fram að systir mín er ólofuð). Mér fannst ég ekkert vera óánægð að eiga þetta barn, en ég réði bara ekkert við það og eins man ég ekkert eftir mlnum eigin börn- um. Svo fannst mér ég vera ófrísk aftur og vera mjög leið yfir þvl. Var ég alltaf að hugsa hvernig ég ætti að fara að því að hugsa um fjögur börn. Mér reiknast til að ég muni eiga barnið 10. apríl og man ég mjög vel eftir dagsetningunni. En ég var svo hrædd við að börnin ættu að vera fimm en ekki fjögur, boðar það ógæfu? í sama draumi finnst mér móð- ir mín vera að sauma fyrir mig (eða handa mér) rýjapúða, svartan, og t púðanum voru stafirnir V-00 sem er bílnúm- erið okkar. Mér fannst eiga að lýsa stafina upp með rafmagni og við verkið vann rafvirki að nafni Hilmar. Ég þekki þennan mann ekkert, veit bara hvað hann heitir. Samt fannst mér púðinn ekki eiga að vera ( bílnum okkar, heldur eiga að notast sem eins konar skilti á húsinu mínu, sem mér fannst vera á allt öðrum stað en það er í raun og veru. Svo fannst mér ég Itka geta keypt svona púða en vera ánægð með að fá hann svona ódýran; ( búð kost- ar hann 500 krónur en ég átti að fá hann á 200 krónur. Þetta hefur kannski enga sér- staka þýðingu, en ég get ekki um annað hugsað og líður hálf illa. Mig dreymir sjaldan og þá sjaldan að það kemur fyrir man ég ekkert heillegt úr því. En þessi draumur er mér mjög skýr. Ég er vel gift og alls ekki óánægð. Gæti þetta stafað af því að ég myndi ekkert hafa á móti því að eignast eitt barn ( viðbót? Vænzt þætti mér um að fá svar bréflega, en ef það er ekki hægt, þá heiti ég Pálína Jóns. Þessi draumur er mjög óglögg- ur, ekki einungis framsetningin á honum, heldur og merking- aratriðin. Þó teljum við ekki ólíklegt að hann sé einmitt fyr- ir fjórða barninu og við það verður þú ákaflega hamingju- söm. En ýmislegt verður til að skyggja á gleði þina og munt þú verða að heyja harða bar- áttu við máttarvöldin. Ef til vill væri bezt að þú eignaðist ekki Framhald á bls. 50. 26.TBL.VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.