Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 45
— Einn einasti dómari er ekki mikið brot af þjóðinni, og svo er þetta kallað réttlœti! voðalegu atburða, sem hefðu gerzt um borð í Zong. Hann varaði ráðuneytið við því, að slíkir atburðir gætu aðeins leitt til „ófarnaðar mannlegrar sál- ar“, ef ráðamenn ættu í hlut. Hann skrifaði einnig bréf til áðurnefnds biskups af Peter- borough og dr. Porteous, sem þá var biskup af Chester og síðar í London. Það er ekki hægt að dæma um það, hve mjög mannúðar- leysi skipverja á Zong og með- ferð fanganna um borð hafði áhrif á afnám þrælahalds. Því er hins vegar ekki unnt að neita, að það hafði mikil áhrif á áhrifamikla andstæðinga þrælahaldsins. James Ramsey var nítján ár í Vestur-Indíum til að kynna sér þrælameðferð og árið 1784 — þegar hann var orðinn kennari við Teston- skóla í Kent — skrifaði hann: An Essay on the Treatment and Conversion of Afrlcan Slaves in the BritiSh Sugar Colonies. Þar minnist hann á Zong-málaferlin með efasemd- um og lýsir John Collingwood sem „sjúku skrímsli". John Newton, sem var skólastjóri St. Mary Woolnoth og fyrrver- andi þræll gaf út bókina „Thoughts Upon the African Slave Trade“ 1788. Þetta var aðeins smárit, en þar lýsir hann lífi þrælabarns um eins árs aldur. sem grét of hátt nótt nokkra oe ónáðaði drukkinn ^áseta með væli sínu, svo að hásetinn reif barnið frá móð- nr sinni og henti því í hafið. F.n Newton snurði: ..Hví er ég að ræða um eitt barn, begar við höfum öll hlustað á eða fosið snralegri sögur. sem eklri er unnt að afneita. Söeur um ri'imlega hundrað þúsund full- vaxta bræla. sem var varpað í síóinn?" Þeear Ottobah Cugoano, af Panti-ættbálknum. sem R''ldnr var sem þræll til Vestur-Indía og þar af leiðandi seldur áfram sem þjónn til Englands, gaf út hugleiðingar sínar um þræla- sölu 1787, minnist hann sér- staklega á Zong. Það skip og þá atburði kallaði hann dæmi um „gífurlegt manndráp . . . sem brezkir frumkvöðlar þrælahalds styðja." Það má vel vera, að Cugoano hafi ver- ið forystumaður svertingja í London, þrátt fyrir það, að eigendur skipsins „ómannúð- legir menn, sem græddu á þjófnaði, þrældómi, morði og svikum" ætti að vera „refsað lögum samkvæmt". Cugoano lagði il, að alþjóða- samþykkt yrði gerð um afnám þrælahalds með því að brezk skip væru notuð sem varðskip við Vestur-Afríku strendur. Það varð hálfrar aldar þræta innan og utan þingsins sem útkljáði þetta mál. Þegar mál- ið Gregson gegn Gilbert var höfðað árin 1780—1785 töpuðu bæði tryggingarfélögin og þeir, sem vildu afnám þrælahalds- ins. En grimmdin, sem kom fram í Zong-málinu varð til þess, að þrælahaldarar gátu ekki staðið fyrir máli sínu. Það er ekki erfitt að telja, að sumir lögfræðilegir sigrar eigi rætur sínar að rekja til Zong- málsins. Árið 1790 voru sett lög um það, að bannað væri að tryggja þræla, nema gegn vissum tryggðum ákvæðum og lagasamþykkt 1794 setti það fram, að aldrei yrði hægt að fá neina tryggingu greidda fyrir þræla, sem hent væri fvrir borð. Það er víst sjald- gæft í mannkynssögunni, að sett hafi verið lög til að koma í veg fyrir þjáningu manna í slíkum mæli. ☆ Fór niSur í fjöru ... Framhald af bls. 9. — Já, ég sá hann sýna norð- ur á Akureyri í gamla daga. Eg fékk strax geysimikinn áhuga á honum og fór fjórum sinnum að sjá sömu sýninguna hjá honum. 'Ég lifði mig alveg inn í það sem hann gerði. Hins vegar tók ég eftir því, að það tæki, sem hann notaði við að lyfta bílum, var ekki alveg eins og hann sagði. Það var ekki um að ræða beint átak á hlut- inn, heldur auðveldaði tækið honum mjög að lyfta bílnum. Ég komst að raun um, að þetta afrek hans var einna sízt af því sem hann sýndi, þótt það ætti að vera stórkostlegast. — Þú ekur stórum vörubíl. — Hann kallast víst ekki stór nú á tímum. Hann er sjö tonn. — Var það kannski þinn bíll, sem þú dróst? —- Já, það var minn bíll. Við tókum þetta atriði suður á Strönd. Og það er eitt í sam- bandi við þennan bíldrátt, sem mætti kannski koma fram: Það sem sýnt var í sjónvarpinu gaf ekki alveg rétta mynd af því sem ég gerði. Það var þrisv- ar sinnum stanzað, svo að ég dró bílinn þrisvar sinnum og í þriðja skiptið dró ég hann í þó nokkurri brekku. Einnig var mjög hvasst, þegar þetta var gert, sjö vindstig, ef ég man rétt. Það kom ekkert fram í sjónvarpinu um þetta, en bíl- drátturinn varð mér miklu erf- iðari en þar var sýnt. Talið berst að íslendinga- sögum og þeim köppum, sem greint er frá í fornsögunum. — Bg hef alltaf haft mest dálæti á Gretti Ásmundarsvni, segir Reynir. —r Eins og kunn- ugt er hefur því verið hald- ið fram, að Grettissaga sé tóm- ur skáldskapur og þau afreks- verk, sem þar er sagt frá. séu óhugsandi. En ég er í hópi þeirra sérvitringa, sem trúa hverju orði, sem í fornsögun- um stendur. Eg hef aldrei ef- azt um, að Grettir sterki hafi unnið þau afrek, sem sagt er frá í sögu hans, enda hafa menn leikið eftir honum t.d. sundafrek hans, eins og allir vita. — Einu sinni útbjó Vikan kraftamæli og lét sterka menn spreyta sig á honum. — Já, ég fylgdist einmitt vel með því og vonaði að þið kæm- uð í Njarðvíkurnar, svo að ég og fleiri þar fengju að reyna kraftana. En þið slepptuð al- veg Reykjanesinu. Mörgum ár- um síðar hringdi ég til ykkar i>g ætlaði að fá að athuga grip- inn, þegar ég kæmi í bæinn, en þá var víst búið að eyðileggja hann. — Hverju þakkarðu mest þann árangur, sem þú hefur náð í aflraunum þínum? — Þessu er erfitt að svara. En vitanlega fara saman lík- amlegir kraftar, viljastyrkur og einbeiting. Sg æfði mig mikið, þegar ég var ungur, eins og ég sagði áðan. Þeear ég var sautján eða átján ára bjó ég til dæmis hér í Reykja- vík. Þá fór ég á hverri einustu nóttu með belti, sem ég hafði útbúið mér, gekk niður í fjöru í Fossvoginum og lyfti þar steinum fram undir morgun. — Það vakti ekki sízt at- hygli í sjónvarpsþættinum, að þú skyldir geta slitið af þér handjárn og meira að segja brotið þau í smáa parta. — Já, ég hef æft mig mikið á því. Mér telst til, að ég hafi um ævina brotið 36 pör af handjárnum. Sum hef ég brot- ið í sjö parta, en mest í 32 parta. Og nú er ég einmitt staddur hér í bænum til að sækja um leyfi til að flytja inn fullan kassa af handjárn- um, um 100 pör. Ég hef hing- að til notið mjög góðrar fyrir- greiðslu hjá lögreglunni í sam- bandi við handjárnin. En ég get ekki lengur níðzt á greiða- semi þeirra, sérstaklega ekki, ef ég fer að gera meira af þessu, sem ég vona að verði. ☆ I BRÚÐKAUPSFERÐ MEÐ DAUÐANUM Framhald af bls. 22. — Já, það er rétt. Einhver kom út úr lyftunni og Jim heyrði umgang frammi við. Hann hætti á það að ganga beint til verks. — Hafið þér verið á herbergi yðar allan morguninn? Pusey varð undrandi á svip- inn. — Já, hversvegna spyrjið þér? — Og þér hafið ekki orðið var við neitt óvenjulegt? — Hvað eiga þessar spurn- ingar að þýða? — Herra Pusey, getið þér í- myndað yður nokkra ástæðu til að herra Blake hafi verið ... Jim kyngdi... — Til að herra Blake hafi verið hvað ...? Fótatakið færðist nær og Jim sagði: — Til að hann væri myrtur. Hér kemur lögreglan. Ernest Pusey starði á hann. Þá heyrðu þeir að lögreglan gekk inn í næsta herbergi oe, þá sagði hann með hásri rödd: — Myrtur! ýtti Jim til hliðar og flvtti sér út úr herberginu til að hafa tal af lögreglunni. Jim fylgdi honum eftir. Klukkan sjö fór heldur að færast kyrrð yfir hótelið. Jim var undrandi yfir því hvað gestirnir og starfsfólkið tóku þessu rólega. Þótt hann hefði nú reyndar ekki gert ráð fyrir eð gestirnir legðu á flótta, þá hafði hann samt reiknað með allskonar kvörtunum. En allir voru rólegir og samvinnuþýðir. 26. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.