Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 8
Þegar Reynir hafði verið bundinn, var hann látinn inn í klefa og tjald dregið fyrir.
Rúmum fimm mínútum síðar var hann búinn að losa sig.
— Jú, því neita ég ekki.
— Heppnast þær alltaf?
— Já, enn sem komið er
hafa þær alltaf heppnazt.
— Varstu ekki smeykur,
þegar sjónvarpsþátturinn var
tekinn upp, að þér mundi nú
bregðast bogalistin?
— Nei-nei. Reyndar var ég
mjög illa fyrirkallaður, þegar
upptakan hófst. Ég var algjör-
lega ósofinn; hafði verið að
keyra úr Grindavík alla nótt-
ina og fór svo beint inn í sjón-
varp. Flestir bílstjórar, sem
keyra á vertíðinni, fá lítinn
svefn og eru því orðnir slæpt-
ir á vorin.
— Hvert er mesta afrekið,
sem þú telur þig hafa unnið.
Er það kannski, þegar þú dróst
bílinn í sjónvarpsþættinum?
—■ Ja, ég skal ekki segja. Ég
held, að mesta áreynslan, sem
ég hef lagt á mig, hafi verið,
þegar ég lyfti steini suður í
Njarðvík ofan af strák, sem
hrapaði þar í skriðu. Það vildi
þannig til, að hann kom til min
og vildi fá mig með sér í eggja-
leit, og við gengum dálítið
þarna upp fyrir Njarðvíkurn-
ar. Svo vorum við á heimleið
og höfðum nú ekkert fundið.
Þá fór strákurinn, án þess að
Þannig litu handjárnin út, þegar Reynir var búinn að brjóta þau í smáa
parta.
ég vissi af, niður skriðu, þar
sem var ekkert nema stór
björg. Ég vissi ekki fyrri til
en ég heyrði óhljóð, og þegar
mér varð litið við, er hann
uppi í miðri skriðu og hafði
oltið ofan á hann steinn, sem
var sennilega á annan meter
á hvern kant. Fóturinn á hon-
um var klemmdur á milli. Að-
staðan var mjög erfið, þar sem
hætta var á að meira grjót
hryndi niður, ef maður færi
upp skriðuna. Ég tók á stein-
inum og fann, að ég gat ekki
hreyft hann. Þá gerðist dálít-
ið, sem mörgum þykir líklega
ótrúlegt. Allt í einu sá ég fyr-
ir mér hóp af ungum stúlkum,
sem allar voru að drukkna.
Um leið og ég einbeitti hugan-
um að þessari sýn, — þá lyfti
ég steininum. Að lokum bar
ég strákinn heim. Ég held, að
ég hafi aldrei reynt jafn mikið
á mig og í þetta skipti.
— Hvernig komst sjónvarp-
ið í samband við þig?
— Þetta kvisaðist út, sér-
staklega með aðstoð vinnufé-
laga minna á stöðinni. Þeir hjá
sjónvarpinu vildu ekki trúa
þessum sögusögnum, en fóru
samt á stúfana til að kanna
málið. Ég gerði ýmsar smáafl-
- Ég var algiörlega ósofinn, hafSi veriS aS keyra úr Grindavík alla
nóttina, og fór svo beint inn í sjónvarp . . .
8 VIKAN 26. TBL