Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 16
Jafnvel dauöinn gat ekki aöskiliö . þær Fyrir nokkru var sagt frá tvíburum hér í blaðinu. Meðal þeirra voru finnsku tvíburarnir Mariatta og Tuula Jaavaara og hér segir móðir þeirra frá stuttum lífsferli þeirra. Læknar rannsökuðu í margar vikur banamein þeirra, en hafa ekki ennþá komizt að niðurstöðu. Móðir þeirra segir: - Ég held að þær hafi verið ein sál. klukkutíma myndi hörmungin dynja yfir þessa fjölskyldu, sorgaratburður, sem breytti öllu og beindi athygli og hlut- tekningu allra landsbúa að þessari litlu fjölskyldu og vis- indamenn alls staðar að úr heiminum komu til litla sjúkra- hússins í Borga. til að rann- saka þessi leyndardómsfullu dauðsföll. Móðir þeirra segir: — Okk- ur grunaði ekki að þessi mál- tíð, sem ég útbjó í skyndi, yrði síðasta máltíð systranna. Þær voru ekki veikar, það var eng- inn fyrirvari og þó var ekki langt liðið á kvöldið, þegar þær voru báðar látnar, horfn- ar. Þetta er algerlega óútskýr- anlegt. 30. nóvember 1970 var ósköp venjulegur dagur hjá Jáavaara fjölskyldunni í Borgá í Finn- landi. Tvíburarnir Marjatta og Tuula, sem voru tuttugu og þriggja ára, fóru eins og venju- lega til vinnu sinnar við sæl- gætisverksmiðjuna. Faðir þeirra var veikur og var því heima. Ritva, móðir þeirra ók inn í bæinn til að verzla. Tuttugu minútum yfir fimm komu tvíburarnir heim. Þær voru svangar, því að móður þeirra hafði seinkað og matur- inn var ekki tilbúinn. Stúlk- urnar fóru upp á herbergi sitt, eftir að hafa beðið móður- ina að flýta sér með matinn. Á því augnabliki datt eng- um í hug að eftir nokkra

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.