Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 17
Marjatta og Tuula voru tuttugu og þriggia ára. Tuula fæddist á undan
og hún var alltaf í forustu.
ÞAB VAR ÓMÖGULEGT
AÐ SKILJA ÞÆR AB
Ritva Jáávaara er frá einu
þeirra héraða í Finnlándi þar
sem aðeins er töluð finnska.
Mánuði fyrir fæðingu tvíbur-
anna fluttu hjónin til Borgá.
— Hér töluðu næstum allir
sænsku og okkur fannst við
vera svolítið utan við, segir
frú Jáávaara. — Þetta var eft-
ir stríðið og erfitt að ná í ýms-
ar nauðsynjar. Þarna var eng-
in mæðraskoðun og læknarnir
vissu ekki að ég gekk með tví-
bura. Þeir fæddust mánuði
fyrir tímann, 17. júní 1947.
Tuula fæddist á undan og hún
var 700 grömmum þyngri en
Marjatta, sem fæddist tuttugu
og fimm mínútum síðar.
Eineggja "tvíburar eru venju-
lega mjög líkir og foreldrun-
um fannst ekkert undarlegt
þótt litlu dæturnar þeirra væru
eins og spegilmynd hvor af
annarri. Þær voru svo líkar að
bræður þeirra, sem voru miklu
yngri, þekktu þær ekki í sund-
ur. Yngri bróðirinn kallaði
þær Tuula og „hin Tuula“.
Foreldrarnir þekktu þær í
sundur af smávægilegum mis-
mun á vaxtarlagi.
— Ef við hefðum vitað það
sem nú er ljóst, segir frú Jáá-
vaara, — þá hefðum við ör-
ugglega gætí þeirra betur.
Okkur fannst auðvitað stund-
um að það væri undarlegt að
þær skyldu alltaf vera sem
einn maður. Tuula var alltaf
einu skrefi á undan systur
sinni. Hún fór að ganga á und-
an, tók tennur fyrr og fór
fyrr að tala. Eftir að þær
stækkuðu var það alltaf Tuula,
sem hafði forustuna. Þegar
þær voru hálfs annars árs voru
þær aðskildar í fyrsta sinn.
Tuula var heima en Marjatta
var hjá ömmu sinni, þrjátíu
mílum héðan. Tuula fékk ljótt
kýli á kinnina og við fórum
með hana til læknis. Tveim
dögum síðar fengum við bréf
frá ömmu þeirra, sem sagði að
Marjatta hefði fengið sams
konar kýli á sömu kinn og að
læknir hefði skorið í því.
ALLT VARÐ AÐ VERA EINS
— Einkunnir þeirra í skól-
anum voru alltaf eins. Þær
skrifuðu eins. Þær gátu aldrei
verið aðskildar og urðu alltaf
að fylgjast að. Það gekk ekki
vel ef þær léku sér við ein-
hvern einn félaga, þá fór allt
í hönk, en ef þær voru með
fleiri félögum í hóp, var allt
í lagi. Þá héldu þær saman,
án þess að þriðji maður væri
að trufla bær.
Hvorug þeirra kærði sig um
að eignast pilta að vinum.
Þegar þær fóru á dansleiki og
einhver piltanna vildi fylgja
annarri heim, varð hann að
fylgja báðum og þá aðeins að
dyrunum. Sg man eftir einu
kvöldi, þá var Tuula úti, en
Marjatta stóð við gluggann og
beið hennar allt kvöldið.
Þær fengu sér sams konar
föt. Ég reyndi að fá þær til að
klæðast sitt hvorum litnum,
en það þýddi ekki, þær vildu
vera nákvæmlega eins klædd-
ar.
Það var líka eitt sem var
stöðugt undrunarefni fyrir
fjölskylduna, það var að þær
fengu alltaf sömu hugmynd-
irnar. Tuula gat tekið sig til
að þurrka af einhverju af hús-
gögnunum og rétt á eftir kom
Marjatta og þurrkaði af ná-
kvæmlega sömu hlutunum í
sömu röð, án þess að vita að
Tuula var nýbúin að því. Að
lokum var öllum ljóst að það
sem önnur gerði eða sagði kom
eins og bergmál frá hinni
stuttu síðar.
Þessa síðustu máltíð borðuðu
þær í friði og ró. Þær stríddu
föður sínum á því hve góða
matarlyst hann hefði, hann
væri líklega ekki eins veikur
og hann vildi vera láta. Móð-
ir þeirra tók fram af borðinu
og fjölskyldan dreifði sér um
húsið.
Marjatta og litli bróðir henn-
ar fóru upp á loft. Einn af
piltunum í nágrenninu kom og
ætlaði að fá Tuulu út með sér,
en hana langaði ekki til þess.
— Það var bókstaflega ekki
neitt sem gat boðað hina geig-
vænlegu atburði, sem dundu
yfir okkur, segir frú Jáávaara.
— Þetta var mjög venjulegt
kvöld. Samt minnist ég þess að
síminn hringdi óvenju . oft.
Þetta kvöld voru óvenjumarg-
ar vinkonur systranna, sem
vildu tala við þær.
Tuula stóð í anddyrinu, þeg-
ar móðir hennar kom fram og
sá að hún hallaði sér upp að
veggnum.
— Mér fannst eitthvað skrít-
ið við það hvernig hún stóð og
sá strax að eitthvað var að
henni. Sg hljóp til hennar en
kom ekki nógu fljótt, hún féll
á gólfið og meiddi sig svo það
blæddi úr nefinu á henni. Það
leið yfir hana. Eg kallaði á
manninn minn og við bárum
Tuulu inn í stofu. Hún var
óhuenanlega föl. Faðir henn-
ar flýtti sér út og bakkaði
bílnum upp að dyrunum. „Við
verðum að fara með hana á
siúkrahúsið," sagði hann og
svo hjálpuðumst við að við að
bera meðvitundarlausa stúlk-
una út í bílinn.
„HVÁÐ kom fyrir
TUULU?“
Á efri hæðinni var Marjatta
að lesa í blaði. Skyndilega
fleygði hún því frá sér og þaut
niður stigann.
— Hvað hefur komið fyrir
Tuulu?
Bróðir hennar kom líka nið-
ur stigann. Áður en móðirin
gat svarað, leið Marjatta út af
í fangið á bróður sínum.
Tuula var komin út í bílinn
og faðir þeirra var óþolinmóð-
ur eftir að komast af stað.
Bróðirinn og nágrannastúlka
tóku að sér að hugsa um Mar-
jöttu.
— Farið þið, hún nær sér
fljótlega, sögðu þau. — Við
skulum passa hana.
Móðirin hélt að liðið hefði
yfir hana vegna þess að hún
sá að Tuula varð að fara til
sjúkrahússins, en datt ekki í
hug að þetta gæti verið hættu-
legt.
Þau óku á miklum hraða til
sjúkrahússins. Tuula var strax
tekin til rannsóknar og for-
eldrunum datt ekki í hug að
þetta gæti verið alvarlegt. Frú
Jáávaara gerði jafnvel að
gamni sínu við lækninn og
sagði að hann gæti átt von á
annarri innan skamms, því
systurnar væru vanar að fylgj-
ast að.
Meðan þau biðu eftir úr-
skurði læknisins heyrðu þau í
sjúkrabíl. Frú Jáávaara flýtti
sér að innganginum og var
nokkurn veginn viss um hver
þetta var.
— É'g varð ekkert undrandi
yfir því að þetta var Marjatta.
Hún var jafn föl og lífvana og
Tuula. Hún komst líka strax
undir læknishendur.
Klukkan var aðeins sjö, það
var ekki nema klukkutími frá
því þau höfðu borðað í næði
og ró. Allt hafði verið eins og
venjulega, ekkert sem boðaði
hin válegu tíðindi, sem dundu
yfir.
— Læknarnir héldu að þær
hefðu fengið matareitrun, en
við hin höfðum borðað sama
matinn og ekki fundið til neins.
Hinir órólegu foreldrar biðu
á sjúkrahúsinu. Klukkutími
leið og þá kom læknirinn og
sagði að hjartað í Tuulu væri
að gefast upp og þeir gætu
ekkert gert, þeir hefðu reynt
öll tiltæk ráð, en það var ár-
angurslaust.
Þegar klukkuna vantaði
kortér í níu kom læknirinn
fram aftur.
Framhald á bls. 40.
26. TBL. VIKAN 17