Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 32

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 32
— Og nú á auðvitað að rjúka að heiman til að gifta sig! HVAR STENDUR JAZZ A ÍSLANDI1 Framhald. af bls. 18. um, hafið ahuga á að spila jazz, hvers vegna gerið þið það þá ekki í ykkar hljómsveitum?“ „Við höfum reynt það þarna út á Sögu og ánægjan er okkar megin, en gestirnir koma ekki á þessa staði til að hlusta á jazz, heldur til að dansa og fólk vill ekki dansa eftir jazz, heldur poppi — og við reynum að gera því til hæfis eins og við getum.“ „Nú hefur hljómsveitin (Ragnars Bjarnasonar) leikið töluvert fyrir íslendinga i Randaríkjunum: vilja þeir jazz?“ „Já, alveg eins of hvað ann- að. En þegar við vorum í Pandaríkjunum í hitteðfyrra, þá spiluðum við Árni Elvar með trompetleikara sem heitir Jimmy McPartland í iazzklúbbi sem heitir „Curtain Call“, en hann er á 52. stræti í New York. Raenar Biarnason söng einnig með okkur. Hliómsveít- arstiórinn í þessum klú>,b beit- ir Tony Parenti, miög þekktur klarinettleikari og hann kynnti okkur sem jazzleikara frá fs- landi. Eftir á bauð hann okkur að koma aftur kvöldið eftir til að spila jazz með þeim, og þess vegna þori ég alveg að segja að þeir hafi „feelað“ okkur fs- lendingana eins og við þá. Svo þegar við vorum í Banda- ríkjunum um síðustu jól, var haldin mikil jazz-hátíð í Wash- ington, D.C., og okkur var boð- in þátttaka, en vegna óviðráð- anlegra orsaka gátum við ekki þegið boðið. Við hefðum senni- lega farið fjórir úr hljómsveit- inni á þessa hátíð og um þessar mundir stend ég í bréfaskrifum við kunningja minn þarna fyr- ir vestan, sem er að reyna að koma því þannig fyrir að ís- lenzk hljómsveit geti spilað á næstu jazzhátíð sem á að fara að halda. Ef það verður, þá gerum við engar aðrar kröfur en að fyrir okkur verði borg- aðar ferðir og uppihald. Þetta gæti verið stórkostlegt tæki- færi fyrir jazz á íslandi.“ „En er ,^tnndardinn“ á jazz hérna jafn hár og erlendis?“ „Ég vildi að einn vinur minn ágætur væri kominn hér til að svara þessu. Jazz er mjög fjöl- breyttur eins og þú veizt, dixie, rag, blues, stomp, swing, bop og margt fleira og þó við hér á íslandi séum ekki mikið í mo- derne-jazz, þá er ég viss um að við gætum spilað hann ef menn hér gæfu sér tíma til að kynna sér þennan stíl — og ef menn vilja fylgjast með. Svo eru líka til menn hér sem geta skrifað mjög góðan jazz, eins og til dæmis Gunnar R. Sveinsson (Samstæður) oé svo veit ég að Jón Sigurðsson getur skrifað mjög skemmti- legan jazz ef hann bara vill.“ „Hver héldur þú að sé ástœð- an fyrir því að jazzinn virðist vera í miklum uppgangi um allan heim um þessar mundir?" „Ég held að skýringin á því sé fremur einföld. Jazzistar hafa farið æ meira út í að taka poppið inn í það sem þeir hafa verið að gera og þar sem popp- ið er vinsælt, leiðir þetta af sjálfu sér. Gott dæmi um þetta er Buddy Rich og sem dæmi um að poppararnir hafa farið meira út í jazz, má nefna Jack Bruce (Cream), Blood Sweat & Tears og Chicago. Miles Davis og Jack Bruce hafa til dæmis verið töluvert saman undanfar- ið með góðum árangri. Það hafa verið gerðar tilraunir til að framkvæma eitthvað svipað hérlendis, en þær hafa strand- að á framkvæmdaleysi. Það þ»rf ekki, eins og ég er búinn að segia. nema einn mann sem nennir að standa í að garfa í íazzkvöldum og öðru slíku. og er ée viss um að iazzlífið hér fæti orðið mjög blómlegt." ó.vald. UGLA SAT A KVISTI Framhald af bls. 15. Nú sneri Kristján sér við og horfði á hana. Háðsbrosið var horfið af vörum hans og það fannst henni gott. — Þú hefur verið mér ótrúr með Kristínu, sagði Anna lágt og greinilega og horfði beint í augu hans. — Og með mörg- um öðrum, en ég tek aðeins Kristínu til greina. En þú hef- ur ekki verið einn um þetta, Kristján, það er skylda mín að vera heiðarleg. Ég tók þetta með Kristínu svo nærri mér, vegna þess að Kristín var vin- kona mín, en reyndar er ég ekki hótinu skárri. Þú manst eftir Yngva Ekander, er það ekki? Kunningja þínum, sem ætlaði að hjálpa þér? Hann fór ekki úr bænum þarna um kvöldið, við fórum út saman og seinna . . . ja, bað er ekki nauðsynlegt að þreyta lögfræð- inginn með þessu. Kristján hafði hrolckið við og var nú sótrauður í framan. Já, þetta skot hafði hæft mark- ið. Hún sá að slagæðin á vinstra gagnauganu blés út; það var ágætt, þannig átti það líka að vera. Já, hún hafði þá tekið út svolítið af hefnd sinni. Hún sneri sér að lögfræð- ingnum, rödd hennar var ró- leg og einbeitt. — Ég er þakklát yður, herra lögfræðingur, ef þér sjáið um framkvæmdahlið þessa máls fyrir mig. En þér þurfið ekki að tala um framfærslukostnað. Hann hneigði sig lítillega yf- ir skrifborðið. Þetta hafði greinilega komið honum á óvart, enda hafði hann sínar upplýsingar frá Pétri. Og hverjar sem þær ' voru, var ábyggilega ekki talað um hjú- skaparbrot af hennar hálfu. Hún fann til æsilegrar sigur- gleði, hún hefði viljað hlæja hátt. Svo stóð hún upp, tók töskuna sína og hanzkana. — Þá þarf ég ekki að tefja yður lengur, sagði hún — Ver- ið þér sælir. Hún flýtti sér burtu. Hún hafði ekki hugmynd um það hvort Kristján fylgdi henni eftir eða hvort hann varð kyrr hjá lögfræðingnum. Það söng fyrir eyrum hennar og hún sá ekki rétt vel, en sigurgleðin sauð í henni. Já, hún hafði staðið sig, hún hafði sannar- lega varið sig. Hún hafði sigr- að að lokum . . . Pétur var heima, þegar hún kom. Það leit út fyrir, að hann hefði beðið eftir henni og hefði enga ró í sínum beinum, fyrr en hann vissi, hvernig henni hefði gengið. Hann virti hana undrandi fyrir sér. Hún skildi ástæðuna, þegar henni varð litið í spegilinn. Hún var með rauða hitaflekki í kinnunum og augu hennar voru myrk og mött. — É'g þarf að fá viskí, sagði hún og reyndi að láta sem henni stæði á sama um þetta allt, þegar hún kom inn. — Ég held, að ég eigi það skilið að fá í staupinu. Pétur gekk þegjandi að skápnum, sem hann geymdi áfengið í og hellti í glas handa henni. Svona agnarlítið, hugs- aði hún. Og svo lá við að hún flissaði: Hann er svo skelfdur að sjá! Við mig! Næstum eins og Kristján. Það veit guð, að ég vissi ekki, að ég gæti gert karlmenn dauðhrædda við mig. Hún tók glasið og settist í sófann. Það munaði minnstu, að viskíið skvettist út úr glas- inu. — Þetta gekk eins og í sögu! sagði hún og rödd henn- ar var há og framandi. — Allt saman. Ég sagðist vilja fá íbúð- ina. Má vera, að ég sé ekki alltaf sá veiki reyr, sem þú hefur talið mig vera, þegar öllu er á botninn hvolft. — Það var gott, sagði Pétur rólega. — Já, að allt skyldi ganga vel. En ég vona, að þú hafir ekki ofkælzt í kuldanum, Anna? Það lítur út fyrir, að þú sért með hita. Anna leit æst undan. Sigur- inn var einskis virði; hún fann, hvernig æðin hamraði fyrir innan gagnaugun og hana sveið í augun. — Talaðu ekki svona mik- ið! Láttu mig í friði! Hún vein- aði þessi orð; hún gat ekki haft stjórn á sér lengur og vildi það ekki heldur. Henni stóð ná- kvæmlega á sama um það, hvað Pétur hugsaði eða hélt; henni fannst ekkert meira til hans koma en annarra. Það var eng- inn í öllum heiminum, sem gott var að halda í hendina á, þeg- ar allt hrundi í rúst umhverfis mann. — Láttu mig í friði! Láttu mig vera! veinaði hún aftur og aftur og svo féll hún saman og hágrét. — Anna! Anna mín . . . Pétur hljóp til hennar og lagði höndina á öxl hennar. Hann reyndi að hugga hana, en hún sleit sig lausa, hnipraði sig saman í sófahorninu og grét ákaft. Andlit hennar var nak- ið og opið, þegar hún veinaði af örvæntingu. Var það hún, sem aldrei grét, þegar eitthvað alvarlegt henti? Nú, hafði það komið fyrir og hún vissi, að hún grét líka. veinaði og brotn- aði undan því, sem hún skildi ekki. Hún þoldi ekki einu sinni, að Pétur væri nálægt henni. Hún gat ekki hlustað á það, sem hann hafði að segja. Hún vildi bara fá að vera í friði — í friði — í friði . . . Næsta morgun vaknaði hún við það, að Pétur kom inn með 32 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.