Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 20
Yfirmatsveinninn var náfölur. ’i - Hnífurinn, herra, hvíslaSi hann. - Það er ennþá einn hnífur horfinn og ég sá hana í eldhús- ganginum. .. 2. Lögreglan var á leiðinni, en það yrði þó nokkur stund þang- að til þeir kæmu, svo hann hugsaði að bezt væri að rann- saka sjálfur aðstæður á meðan hann beið. Svalirnar lágu meðfram allri suðurálmunni. Herbergin voru í sömu hæð og í hinum álrnrrn- um, en vegna halla á lóðinni voru engin herbergi undir svölunum, sem voru byggðar af úthöggnum steini og á tvær hliðar náðu múrveggir beint niður að lóninu. Annar gaflinn var tengdur aðalbyggingunni og það var ekki hægt að kom- ast út á svalirnar á annan hátt en að fara gegnum eitthvert herbergjanna á suðurálmunni, eða þá að klifra upp brattan múrinn. Og hann var sléttur og án fótfestu, en með því að hafa reipi með krók og bát á lóninu var þetta vinnandi verk, sem alls ekki færi fram hjá gestun- um á ströndinni, sem alltaf voru mjög margir. fbúð númer 21 var eina íbúðin sem hafði dyr út að svölunum. Hin her- bergin voru öll með frönskum gluggum og á þeim þurfti að- eins að krækja flugnanetin frá körmunum, til að komast út á svalirnar. Jim hrukkaði ennið og hugs- aði um atburði síðustu stundar. Vikadrengurinn sem sagði frá morðinu hafði verið inni í dag- stofunni þegar morðið var framið. Þá þaut hann fram á ganginn og í sama mund kom Jim út úr lyftunni og bæði hann og Louise, herbergisþern- an, höfðu séð að gangurinn var mannlaus. Það benti til þess að sá sem hafði myrt Peter Blake hafði horfið út gegnum svala- dyrnar, þá líka að Lana Blake hefði myrt manninn sihn ... Það var því eðlilegast að beina athyglinni að hinum gest- unum, sem bjuggu í þessari álmu. f herbergi númer 18 bjó ungi maðurinn sem hét sama nafni og Jim, James Smith. En hann var búinn að drekka jafnt og þétt, síðan hann kom og hlaut að vera í dvala. Á númer 19 bjuggu von Hol- zen hiónin. Það voru notaleg miðaldra hjón, sem voru mest út af fvrir sig. Jim hafði það á tilfinningunni að þau væru ekki fædd í New York, það var eitthvað við málhreiminn, sem benti til þess. Næstu þrjú her- bergi tilheyrðu íbúð númer 21. Fyrst kom svefnherbergið, þar sem morðið hafði verið fram- ið, svo dagstofan og annað svefnherbergi, heldur minna. Þar lá nú ung kona með dökkt hár og starði út í loftið og augu hennar voru tómleg og skilningsvana. Númer 20? Hver var þar? Jú, það var auðvitað leikarinn John Tovery, laglegur maður um fertugt. Hann hafði leikið aðalhlutverk í mjög vinsælu leikriti á Broadway og hvíldi sig þarna meðan leikhúsið var lokað yfir sumartímann. Jim líkaði vel við hann og þeir höfðu farið saman í ferð á segl- báti. Jim hafði ekki hitt á gestinn á númer 22, en hann mundi að hann hét Ernest Pusey. Hvað hafði dyravörðurinn sagt um hann? Jim gretti sig. Ernest Pusey var lögfræðingur Peters Blake og var kominn til hótels- ins til að hitta Blake og konu hans. Það varð að láta hann vita um morðið strax, svo hann gæti aðstoðað ungu kon- una, þegar lögreglan kæmi. Það var því engin þörf á að hann skipti sér af þessu. Hann hefði líklega átt að spara sér þetta ómak með hnífinn. Gat Pusey verið morðinginn? Varla. Lögfræðingur drepur ekki ríkan viðskiptavin, það væri líkast því að snúa úr háls- liðnum hænuna sem verpir gulleggjunum. En þar sem Pusey hafði herbergi með að- gangi að svölunum, varð hann að sætta sig við að verða bendl- aður við málið og þessutan, það var reyndar mikilvægast, þekkti hann Peter Blake. Það var, sem betur fór, mjög sjald- gæft að fólk hnuplaði eldhús- hnífum til að stinga þeim í bakið á bláókunnugu fólki. Pusey var þá, að frú Blake meðtaldri, sá sem líklegastur var í fljótu bragði. Staðreynd var það samt, það hafði hann séð sjálfur, að eng- inn manneskja var á ganginum eftir að vikadrengurinn hafði komið æpandi fram og síðan hafði verið þar vörður. Það benti til að sá eða sú, sem hafði myrt Peter Blake, væri ennþá í einhverju herbergjanna, sem hafði aðgang að suðurálmunni. Jim sneri sér ósjálfrátt að gluggaröðinni. Hann kom þá auga á mann sem sat i einum hvíldarstólnum. Það var Fritz von Holzen og hann var með dagblað í höndunum. — Yndis- legt veður í dag, sagði hann hjög alúðlega. Hann var í kringum fimm- tugt, dálítið feitlaginn og þunn- hærður. Bláu augun bak við gleraugun voru mjög greindar- leg og hann sneri þannig að hann hafði yfirsýn yfir sval- irnar endilangar. Það er skrítið að ég skuli ekki hafa tekið eftir honum, þegar ég kom út, hugsaði Jim. Og þó... Hann hafði verið svo djúpt sokkinn í eigin hugsanir að hann hafði aðeins tekið eftir því að stólar og borð voru á sínum stað. Hann gekk til Fritz von Holzen. —■ Góðan dag. Ég sá yður ekki þegar ég kom út, sagði Jim. — Hvað segið þér? Von Hol- zen setti höndina bak við eyrað. Það sýndi að hann var heyrn- arsljór og Jim endurtók orð sín. — Nei, svaraði von Holzen. — Það leit út fyrir að þér vær- uð djúpt sokkinn í hugsanir yðar, herra Smith. — Ó, sáuð þér mig? — Auðvitað. Ég er heyrnar- daufur, en ég er ekki sjónlaus. Ég hefi setið hér síðan... ja, klukkan hálftíu, að ég held. Hálftíu. Þarna var kannski vitni. — Hafið þér verið hér allan tímann? sagði Jim og lét sem það væri aðeins forvitni, sem kæmi honum til að spyrja. — Eftir því sem ég frekast man. Að minnsta kosti síðasta klukkutímann. En ég held að ég hafi séð einhvern vikadreng- inn setja upp sólhlífina þarna. — Er það svo? Hefir enginn annar komið út um dyrnar þarna? — Enginn annar en þér, herra Smith, sagði von Holzen glaðlega. — Ég hef haft sval- irnar alveg út af fyrir mig. — Og þér hafið ... þér hafið þá ekki heyrt nokkurt hljóð. 0 [13[^[!í]®[1^Z5íLÐ[f:i©[p’[M[k5® ffifflom’) DAUÐANUM Framhaldssaga eftir Mignon G. Eberhart 2. hluti 20 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.