Vikan


Vikan - 01.07.1971, Page 40

Vikan - 01.07.1971, Page 40
— Við skulum hætta að leita að kúlunni, reyna heldur að finna golfvöllinn! gildru og hann gerir tilraun til að snúa við. En það er of seint. Veiði- mennirnir á tömdu fílunum skjóta eins og berserkir í vatn- ið allt í kringum fílana og vatnið spýtist á þá. Sumar kúlurnar skella í vatnið rétt við palísanderinn og maður riðar við og fellur. Hann er úr leik og fólk lætur sér fátt um finnast, enda mannslífið ekki hátt metið í þessum heims- hluta. Tömdu fílarnir ganga til móts við hina villtu bræður sína og systur og berja á þeim með rönunum. Að baki hjörð- inni brenna eldar glatt og og áfram ryðst hún: Inn í girð- inguna. Palísanderinn er þak- inn greinum og dvergtrjám svo þeir halda að þeir séu loks að sleppa inn 1 frumskóg- inn, þar sem þeir eiga heima. En um leið og síðasti fill- inn er kominn inn um hliðið skellur það í lás á eftir hon- um. Þeir eru fangar og fólk- ið fagnar ákaft. Maharadjinn ekur sér í spikinu af ánægju og spenningi. Eftir nokkra tíma hafa dýr- in róazt. Þau eta maísinn og sykurreirinn sem þeim er gef- ið og þau vita ekki ennþá að á næstu vikum verða þau að vera bundin og læra að hlýða „meisturum" sínum: Sitja og standa eins og þeim þóknast. Hjarðareðli þeirra er brotið niður smátt og smátt þar til þau verða hlýðin og dygg manninum. Fyrst og fremst er veiðin til að veita maharadjanum ánægju. Hann tapar um það bil þremur og hálfri milljón króna í hverja veiði — jafn- vel þó hann geti selt fílana og borgi hverjum veiðimanni ekki nema áðurnefndar 35 krónur á dag. Indverskar ferðaskrifstofur hafa sýnt þessari villimennsku mikinn áhuga og telja að með því að auglýsa þetta nóg upp megi fá mikið af ríkum túr- istum til Indlands. En það er ekki víst að túr- istarnir falli fyrir þessu bragði. Veiðimaðurinn á einum fíln- um ranghvolfdi í sér augunum þegar hann sá hvíta keppinn, maharadjann. Hann tók fast um riffilinn og andvarpaði. Það er og verður alltaf miklu erfiðara að temja menn en dýr. ☆ MAMAS & PAPAS BYRJA AFTUR Framhald af bls. 19. Síðan söngflokkurinn hætti hefur Mama Cass gefið út nokkrar plötur, nú síðast með Dave Mason, þeim sem var í Traffic. Hefur því samstarfi verið heldur fálega tekið af gagnrýnendum. John Phillips, aðalmaður og tónskáld (Mon- day Monday, California Dream- in’) hefur sent frá sér eina LP- plötu, og fékk hún mjög góðar móttökur. Þau Michelle Hopp- er og Denny Doherty hafa aft- ur á móti ekkert sungið fyrr en nú og þvi erum við í sjö- unda himni og hlökkum ein- hver ósköp til að heyra útkom- una. ☆ Jafnvel dauðinn ... Framhald af bls. 17. — Marjatta er látin, við gát- um ekkert að gert. Tuula lifði ennþá, en lífs- neistinn var mjög veikur, enda kom tilkynningin um lát henn- ar nokkrum mínútum síðar. Foreldrarnir voru sem lam- aðir af örvæntingu. Hvernig gátu tvær svona heilbrigðar stúlkur, sem aldrei höfðu kennt sér meins, fallið svona óvænt frá? Læknarnir stóðu ráðþrota. Þeir gátu ekki á nokkurn hátt skýrt þessi dauðsföll. Þeir höfðu gert allt sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga lífi þeirra, en án árangurs. Stúlk- unum varð ekki bjargað. EIN SÁL Dr. Josef Burstein, yfirlækn- ir við sjúkrahúsið í Borgá, getur engar skýringar gefið. — Við gátum ekki fundið neina dauðaorsök. Öll líffæri voru heilbrigð, það var ekkert sem átti að geta orsakað dauða. E’g get engar skýringar gefið. Nú eru méinafræðingar að leita að einhverju, sem gæti verið orsök dauðsfallanna. Ég trúi ekki á yfirnáttúrlega hluti. Jaavaara fjölskyldan hefur nú náð sér að mestu leyti eftir þetta áfall. — Ég veit að það var bezt fyrir Marjöttu að fá að fylgja systur sinni. Hún hefði aldrei lifað glaðan dag án hennar, segir frú Jaavaara. Tuula var foringinn. Það var dásamleg miskunn að þær fengu að deyja saman. Ennþá, eftir svo marga mán- uði eru læknar að rannsaka hin óskiljanlegu dauðsföll, en hafa ekki komizt að neinu. Fjórir læknar við sjúkrahúsið í Borgá hafa með rannsókn- irnar að gera. Aðeins einu sinni áður hefur verið tví- burafæðing í fjölskyldunni og voru það tveir drengir, sem dóu rétt eftir fæðinguna. Það hafa komið vísindamenn frá Ameríku til að hjálpa til við rannsóknina, en fram að þessu hefur ekkert komið í ljós, sem skýrt getur þennan viðburð. Frú Jaavaara hefur sínar eigin hugleiðingar. — Ég held.að þær hafi ver- ið ein sál í tveim líkömum. Ég hef oft hugsað um það hvern- ig litli bróðir sá þær, sem Tuula og „hin Tuula“. Það hefur kannske aldrei verið til nein Marjatta, sem sérstakur persónuleiki. Hún var einfald- lega hluti af Tuulu. É'g get ekki fundið aðra skýringu. Við vitum hve sterkum bönd- um þær voru bundnar hvor annarri, þær voru óaðskiljan- legar. Jafnvel dauðinn gat ekki áð- skilið þær. ☆ (TIL)VERULEGAR FRAMKVÆMDIR Framhald af bls. 19. grant Song“. Og nú fyrir hálfum mánuði söng Herbert inn á sína fyrstu plötu, sem verður þriðja platan er kemur frá Tilveru. Fyrsta platan var „Kalli sæti“ og svo átti að koma fyrir að minnsta kosti tveimur mánuðum síðan næsta plata, með lögunum „Hell Road“ og „Lífið“ — eins og greint var frá í þættinum í vetur. Þeir fóru þrír til Kaup- mannahafnar, Axel, Gunnar og Herbert, á sjómannadaginn, og tóku upp þetta eina lag, (sem ég man nú ekki lengur hvað heitir en er eftir Axel) og það á að fara aftan á þriðju plöt- una, eins og áður greinir. Lagið er í „kassagítarastíln- um“, en eftir því sem þeir fé- lagar sögðu okkur rétt áður en þeir stigu um borð í flugvélina, stendur til að bæta inn á það píanói og ef til vill einhverju fleiru þegar í stúdíóið er kom- ið og myndi Axel væntanlega sjá um þá hlið, málsins. Nóg hefur verið hjá þeim fé- lögum að gera undanfarið, þótt eitthvað hafi það að vísu dott- ið niður í „prófmánuðinum“ . . rétt eins og hjá flestum öðrum, f sumar ætla þeir algjörlega að snúa sér að hljóðfæraleiknum og því getum við búist við enn meiri framförum hjá þeim þeg- ar líða fer á sumarið. ☆ HVAÐ VARÐ UM TATARA Framhald af bls. 19. Eitt af því síðasta sem hljóm- sveitin gerði áður en hún leyst- ist upp, var að gera sjónvarps- þátt, sem fólk ætti að muna eftir, því nógu var hann sér- stakur. „Ég var mjög ánægður með þann þátt,“ sagði Þor- steinn. „Jú, ég neita því ekki að ég heyrði ýmsar raddir sem voru lítt hagstæðar okkur, en það var þá yfirleitt frá fólki sem ekkert er inn í þessari músík, svo ég hafði engar áhyggjur af því.“ Það sem fólk hafði mikið út á sjónvarpsþátt Tatara að setja var að þeir veittu of miklum tíma til að impróvíséra hver um sig og gerðu ekki nægilega mikið saman; gæði hljómsveita eru jú greinilegust þegar gerð- ir eru einhverjir hlutir í sam- einingu. „Já, við ræddum þetta geysi- lega mikið áður en við tókum þáttinn upp,“ hélt Þorsteinn áfram. „Til greina kom að við tækjum allir langa impróví- seringu, en svo hættum við við það á síðustu stundu — reikn- uðum ekki með að fólki myndi falla það í geð. En ég var ánægður með músíklegu út- komuna á þættinum og hef engar áhyggjur af þessu.“ Og, eins og Þorsteinn sagði, þá getur allt gerst og við skul- um ekki útiloka þann mögu- leika að einhverntima verði hljómsveitina Tatarar til á ný. * 40 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.