Vikan


Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 24

Vikan - 01.07.1971, Blaðsíða 24
ÞRÆIA- SKIPIO 20NG Ferð þrælaskipsins Zong yfir Aflantshafið árið 1783 og það sem 1 gerðist um borð í því er talinn einhver ómannúðlegasti og svívirðilegasti atburður, sem manninum hefur til hugar komið. Uppreisn á þrælaskipi. Koparstunga frá átiándu öld. Dr. Hinchcliff biskup af Peterborough nefndi þetta „ómannúðlegasta atburð, sem ég hef nokkru sinni lesið um“. George Gregory, skólastjóri í West Ham, kallaði það „eitt hið svívirðilegasta, sem mann- inum hefur til hugar komið“. Og Thomas Clarkson lýsti því sem „atburði, sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni, hvorki fyrr né síðar og svo svívirðilegum . . . að enginn af komandi kynslóðum myndi trúa þessu, ef þeir heyrðu frá- söguna og hún byggðist aðeins á framburði eins manns“. Við verðum ennfremur að minnast þess, að þessi orð féllu í Eng- landi á átjándu öldinni, sem kallaði ekki allt ömmu sína. Hvítir menn og líf þeirra voru lítils virði og líf Afríkumanna einskis virði. Samt fannst þeim, sem þá voru uppi, eins og öll- um þeim, sem eftir lifa og voru forfeður okkar, að atburðirnir, sem gerðust á þrælaskipinu Zong væru ótrúlega viðbjóðs- legir. Málavextir eru eins og hér fer á eftir: 1780 var Liverpool mjög flækt í hina gróðavæn- legu verzlun með mannlegar verur. Það er ekki svo að skilja, að helztu heildsalar borgar- innar hafi viljað láta ræna sig hagnaðinum, enda byggðist velferð mikils hluta íbúa Liv- erpool á þrælasölunni. Arið 1783 voru ekki færri en 85 þrælaskip, sem lögðu úr höfn frá Merseyside-höfn. 1781 keyptu herrarnir William, John og James Gregson, Edward Wilson og James Aspinall, sem allir voru áhrifamenn í við- skiptalífi Liverpool, skip, sem þeir sendu til vesturstrandar Afríku. Þrælaskipið var skírt Zong og skipstjórinn var Luke nokkur Collingwood, sem hafði áður verið læknir á öðru skipi skipafélagsins. Collingwood átti að fá hundrað skildinga í laun á mánuði og auk þess vana- legan hundraðshlut af þeim Afríkubúum, sem hann flytti til Vestur-Indía auk „tveggja einkaþræla". Málaferlin árið 1783 urðu til vegna þeirra voveiflegu atburða, sem urðu í einni ferð skipsins yfir At- lantshafið. Zong lagði upp frá strönd Guineu 6. september 1781 og var ferðinni heitið til Jamaica. Um borð voru sautján hvítir menn og á að gizka fjögur hundruð og fjörutíu svertingj- ar. 27. nóvember nálgaðist skipið ákvörðunarstað sinn, en skipstjórinn skipaði svo fyrir, að skipinu yrði lagt á hléborða — eftir því, sem fram kom í sjórétti síðar — af óskiljan- legum ástæðum, illvilja og ónákvæmni í siglingarfræði. Collingwood hélt því sjálfur fram, að hann hefði álitið að sér hefði skjátlazt svo mjög, að hann hefði haldið, að strönd Jamaicu væri strönd Hispin- ola. Menn höfðu verið mjög veikir í ferðinni og margir látizt. Þannig var yfirleitt um þessi alræmdu þrælaskip, enda ætti engum að bregða í brún, 24 VIKAN 26. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.