Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 3
28. tölublað - 15. júlí 1971 - 33. árgangur
Vkan
Aldrei þreytt,
aldrei hrædd
aldrei veik
í þessu blaði kynnumst
við forsetafrú Banda-
ríkjanna, Patriciu Nixon.
Hún er um margt
óvenjuleg kona, kjarkmikil
og óttalaus. Hún hertist
vegna mótlætis og
erfiðleika á uppvaxtar-
árunum. Sjá nánar á
blaðsíðu 26.
Viðtal við
Jón Gunn-
arsson
Jón S. Gunnarsson, leikari,
fékk tvö stór hlutverk á
síðasta leikári. Hann
lék „fóstra“ í Zorba hjá
Þjóðleikliúsinu og Fal
Betúelsson í „Kristrúnu í
Hamravík“, sem sjón-
varpið flutti. Vikan hefur
heimsótt Jón og
spjallað við hann um
heima og geima. Viðtalið
birtist á blaðsíðu 24.
Smásaga
eftir
Moravia
Smásagan er að þessu
sinni eftir hinn fræga
ítalska rithöfund, Alberto
Moravia. Hún heitir því
einkennilega nafni
„Ósýnilega konan“ og hana
er að finna á blaðsíðu 12.
KÆRI LESANDI!
Margir spá því, að alvarlegasta
heimsvandamál framtíðarinnar
verði hinar vanþróuðu þjóðir í
Afriku, lndlandi og víðar. 1 þess-
um hlutum jarðarinnar býr fólk
við hin frumstæðustu skilyrði á
allan hátt, bæði hvað húsnæði,
fæði og menntun snertir. Með
auknum samgöngum og öflugum
fjötmiðlunartækjum er heimur-
inn á vissan máta að verða ein
heild. Það fer því ekki hjá því, að
fátæku þjóðirnar viti senn af vel-
sældinni í velferðarríkjunum svo-
kölluðu, og sú vitneskja getur
ógnað heimsfriðnum.
1 þessu blaði er brugðið upp
ofurlítilli mgnd af fólki, sem býr
i fátæku og vegalausu landi. Eina
von þess er læknirinn fljúgandi,
sem kemur annað veifið og vinn-
ur ótrúlegustu læknisafrek við
eins erfið starfsskilyrði og hægt
er að hugsa sér. Þegar þorpsbúar
hegra í flugvélinni, þjóta þeir út.
Allir vilja bjóða lækninn og að-
stoðarfólk hans velkominn. Fólk-
ið hefur sannarlega ástæðu til að
fagna komu læknisins, þar sem
börnin þjást af vatns- og fæðu-
skorti.
Sænskur blaðamaður og Ijós-
mgndari fengu að vera með i
einni slíkri ferð, sem læknir fór
lil þorps, þar sem þurrkurinn var
að gera út af við íbúana. Frásögn
þeirra er dæmigerð svipmynd af
vanþróuðu ríki.
EFNISYFIRLIT
GREINAR »1«.
Húrra! Læknirinn kemur 6
Hjónaband eða munaðarleysingjahæli? úr ævisögu Marilyn Monroe — 2 Brot 16
Strandaði Orkin hans Nóa hér? 18
Aldrei þreytt, aldrei hrædd, aldrei Greín um Patriciu Nixon, forsetafrú veik. 26
VIÐTÖL
,,Mér finnst ég ekki geta kallað mig lista- mann". Rætt við Jón S. Gunnarsson, leikara 24
SÖGUR
Ósýnilega konan, smásaga eftir Alberto Moravia 12
í brúðkaupsferð með dauðanum, framhalds- saga, sögulok 10
Ugla sat á kvisti, framhaldssaga 21
ÝMISLEGT
Vikan kynnir knattspyrnuliðin í fyrstu deild. Litmyndir af liðum Fram og Vals 23
Lestrarhesturinn. Lítið blað fyrir börn sjá Herdisar Egilsdóttur, kennara í um- 93
FASTIR ÞÆTTIR
Pósturinn 4
Heyra má 14
Simplicity-snið 22
Flugvélar á íslandi 22
Krossgáta 48
Myndasögur 35-38-42
Stjörnusjá 32
í næstu viku 50
FORSÍÐAN
Þýzka kvikmyndastjarnan Elke Sommer baðar sig í brennheitri sól hásumarsins.
VIKAN
Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning:
Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður
Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn,
auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33.
Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa-
sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu-
blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð
misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram.
Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst.
28. TBL. VIKAN 3