Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 47

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 47
Góðir bílar tryggja skemmtilegt ferðalag. Bílaleigan 9 SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) hann sagði að þetta væri al- gengt og hljómburðurinn væri alltaf vandamál í leikhúsbygg- ingum. Sérstaklega í óperum og hljómleikasölum væri nauðsyn- legt að einangra veggina vel, annars væri bergmálið til vand- ræða, það væri sérstaklega í sambandi við bassann. Þetta kæmi aðallega fyrir þegar um djúpar raddir væri að ræða, og rödd Puseys lækkaði, þegar hann varð reiður, en raddir Toverys og von Holzens hækk- uðu. Jim geispaði. — Þetta er eiginlega allt sem hægt er að segja. — En sólhlífin og von Hol- zen? — Það var nú eitt, sem ég hefði átt að skilja strax. Þetta var eins og þegar maður sér ekki skóginn fyrir trjám. Von Holzen sagðist ekki hafa séð neinn nema vikadrenginn. Pilt- urinn sagðist hafa farið inn í dagstofuna til að setja upp sól- hlífina, en þá heyrði .hann Blake hrópa á hjálp, svo hann hljóp fram til að kalla á mig. Það benti til þess að hann hefði aldrei íarið með sólhlífina út á svalirnar, hún hefði átt að vera eftir inni, en það var hún ekki. Og svo mundi ég eftir að Pusey hafði verið í ljósbrúnum fötum, eiginlega af sama lit og föt- starfsmannanna. — Pusey gekk einfaldlega út á svaiirnar með sólhlífina, en gætti þess að von Holzen kæmi ekki ouga á sig að ofan. Von Holzen leit upp, sá að einhver var p.ð setja upp sólhlífina og tók það sem að þar væri ein- hver af starfsmönnunum að verki. Hann hélt áfram við lest- urinn og Pusey fór inn um gluggann á sínu eigin herbergi. Jim geispaði aftur. — Lögregl- an hefur talað við Luzo og hann segist hafa misst sólhlífina á gólfið, þegar hann hljóp til að kalla í mig. — Er Sandy... — Athugasemdir Sandys voru svolítið ruglingslegar, en ég held að hann hafi sagt satt, þegar hann greindi frá ástæð- unni til þess að hann. kom hingað með leynd. — Sandy var mjög hrifinn af Peter, sagði Lana, — alveg eins og ég. Hann vissi allt um nýju uppfinninguna, en hvorugt okk- ar vissi að Pusey var búinn að komast að því í hverju hún var fólgin. Hún fékk í sig hroll. — En hversvegna ætlaði hann að drepa mig? Nú heyrðust þung skref á svölunum ogWillaker lögreglu- foringi hafði heyrt það sem Lana sagði. — Pusey varð ann- aðhvort að myrða yður eða gefa allar ráðagerðir sínar á bátinn, frú Blake. Hann hallaði sér upp að svalariðinu. — Það var mik- ið áfall fyrir Pusey, þegar hann komst að því að þér vissuð allt um uppfinninguna, og hann varð líka vonsvikinn þegar hann fann ekki skjölin í her- bergi Blakes. Þá varð honum Ijóst að þau voru í yðar vörzlu, svo hann varð fyrst að fjarlægja yður, áður en hann gæti notað sér af þeim. Svo náði hann sér í annan hníf í eldhúsinu og faldi hann í auða herberginu. Eftir það hringdi hann til lögreglu- mannanna, sem voru á verði í dagstofunni og sagði þeim að allt væri í uppnámi meðal gombíanna og skipaði þeim að fara þangað. Hann lét sem þetta væru skilaboð frá mér. En á meðan fór Sandy inn í herbergi frú Blake og sló niður herberg- isþernuna, fann skjalatöskuna og tók hana með sér. Þegar Pusey kom til að sækja hana, var hún horfin. Þá kom frú Blake inn í herbergið. Hann vildi fkki myrða hana fyrr en hann hafði náð haldi á tösk- unni, en hann varð að koma henni fyrir, þar sem enginn rækist á hana. Ykkur er svo ljóst hvernig þetta endaði, sagði Willaker. — Þegar þú komst inn á herbergi frú Biake varð Pusey að fela sig og svo notaði hann tækifær- ið til að loka þig inni í skápn- um, til að hann gæti leitað bet- ur að töskunni. Hann fann hana ekki cg fór. Louise kom til sjálfrar sín og opnaði fyrir þér. Þá hittir þú Pusey á ganginum og talaðir við hann. Að öllum líkindum sá hann að þú hafðir fundið hnífinn og að þú lézt dyravörðinn taka við honum og töskunni. Hann hringdi á lyft- una og dyravörðurinn, sem hélt að það værir þú, kom upp. Pus- ey sló dyravörðinn niður og náði töskunni og flýtti sér með hana inn á herbergi sitt; fór síðan inn í svefnherbergi Peters Blake til að ganga frá frú Blake. Willaker yppti öxlum: — Þannig liggur í þessu öllu. Lana lagði hönd sína á hand- legg Jims. — Það er allt þér að þakka, hvíslaði hún. Það er nú svo, að þótt morð og konur eigi eiginlega ekki heima í daglegu lífi hótelpig- anda, þá ... SÖGULOK. UGLA SAT Á KVISTI Framhald af bls. 21. sagði hann. — Heldurðu, að það skipti einhverju, elsku Anna? Við eigum alla ævina fyrir okk- ur. Ég... ég vil alls ekki, að þú haldir, að ég hafi verið að neyða þig til einhvers. En hvað hann er góður, hugs- aði Anna niðurlút. Góður, elskulegur, örlátur og góðvilj- aður. Ef hann gæti nú líka ... En hún hugsaði hugsunina ekki til enda. — Ég er að fara, sagði Yngvi. — Ég hringi á morgun og þá getum við skroppið til Kaup- mannahafnar og borðað há- degisverð á ferjunni. Viltu það? Og svo getum við farið heim eða verið í Kaupmannahöfn, ef okkur lystir. Hún kyngdi og þrýsti höfðinu að öxl hans. Það var góð lykt af honum. Rakvatn og ilmsápa og hún kunni vel við efnið í jakkanum hans. Það var svo gott að vera hrifin og láta hugsa um sig. Það tók bara svo- lítinn tíma að venja sig við að vera eftirlætisbarn. Að venja sig við eitthvað. Við karlmann. Hún hafði nú átt Kristján svo lengi. Hann hafði víst frekar átt hana. Átti nú annar maður að eiga hana. Yngvi...? Ekki enn, hugsaði Anna. Nei, ekki ennþá. Ég kann vel við hann, mér líður vel hjá honum og ég held, að mér þyki vænt um hann. En ég veit ekki enn, hvort ég elska hann ... eða réttara sagt, ég veit, að ég elska hann ekki. En ég vil ekki held- ur vera án hans. Ég er konan, sem vil bæði éta kökuna sína og eiffa hana og svo finnst mér ég leiðinleg í þokkabót. En Yngvi vissi ekkert um ó- vissu og efasemdir Önnu. Hann leyfði henni að hafa tíma til að átta sig og vissi kannski, að ekkert gat hann betra gert. Hann fékk leikhúsmiða, hann lét taka frá borð á veitinga- húsum og sendi henni blóm. Hann hugsaði um hana. Og Önnu fannst meira tii hans með hverjum deginum sem leið. Samt fannst henni sverð nísta sig í hjartarætur, þegar þau fóru í leikhúsið. Þau gengu um í hléinu til þess að Anna gæti sýnt Yngva alla salina. Yngvi stóð og hló hrifinn, en Anna þagði. Kristján sá hana ekki. Kristín sá hana ekki. Þau stóðu nálægt hvort öðru á tröppunum. Krist- ján hélt um axlirnar á Kristínu. Hann var fölur og þreytulegur — en hann var Kristján! Anna gat ekki afborið að horfa leng- ur á hann. Hún gat ekki hugsað sér það að hann skyldi standa þarna og að þau væru ekki lengur eitt og þó tvö. Hún hafði viljað skilja við hann og gert það. En hún þarfnaðist manns og varð að fá sér mann; mann, sem tilheyrði henni eins og Kristján tilheyrði Kristínu. — Viitu kvænast mér, Yngvi? spurði hún og leit á hann. Anna leit í augun á Yngva og sá, hvernig roðinn færðist í kinnar hans. — Viltu kvænast mér? Hún sagði það sjálf. Hún bað hans. Hún sá enn fyrir sér Kristján og Kristínu, þegar þau stóðu í leikhúsfordyrinu og hún gat ekki afborið að vita af þeim þar. Hún vildi ekki, að Yngvi sæi þau. Það var ekki þess vegna sem hún bað hans, og hún vildi ekki heldur, að hann héidi það. — Anna, sagði og roðnaði ennþá meira. Undrunarsvipur kom á andlit hans, en svo urðu blá augu hans myrk. Hann — hann leit út fyrir að vera ham- 28. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.