Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 8

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 8
Læknarnir gera skurðaögerð við birtu frá Ijóskastara af gömlum bil — Þarna er bærinn, sagði ílugmaðurinn, sem heitir David Allen. — Þetta er Kilima Mbogo. Fyrir neðan okkur sáum við þurra og skrælnaða jörðina. Átta regnlausir mánuðir höfðu sett sinn svip á landið. Á brún- gulri grassléttunni voru nokkur sebradýr á hlaupum og lengra í burtu sáum við antilopur og gasellur. Fyrir tuttugu mínútum höfð- um við lagt upp frá flugvellin- um í Nairobi í gljáandi og splunkunýrri Cessnavél. Fyrir utan okkur tvo og flugmanninn, Karl Rutscher læknir, skurð- stofuhjúkrunarkona hans og tveir bandarískir læknar, sem voru að kynna sér heilbrigðis- þjónustu á þessum slóðum. „East African Flying Doctors Service“ eru heilsuverndarsam- tök í Austur-Afríku. Þau hafa til umráða sjö flugvélar til að senda með lækna og hjúkrunar- fólk til afskekktra staða í Ken- ya og Tanzaníu. Flying Doctors Service hefir aðalbækistöðvar sínar í Nairobi og þaðan er haft beint talsamband við 70 sjúkra- skýli og sjúkrahús. Flugmaðurinn lækkar flugið og flýgur rétt yfir kofaþökin. Lendingarbrautin er eins og rautt strik í útjaðri bæjarins. Reyndar er þessi lendingar- braut aðeins ruðningur í gegn- um lággróðurinn, sem þorpsbú- ar reyna að halda sléttum og hindra að lággróður og maura- þúfur eyðileggi lendingarskil- yrði. David Allen lendir ekki fyrr en hann er búinn að fljúga yfir brautina í nokkurra metra hæð. — Það skeður oft af börn- in hlaupa út á brautina þegar við erum að lenda, segir Davi.d — Stundum eru líka sebradýr og gíraffar að spóka sig þar. Þá er um að gera að vera snar í snúningum! Brautin er mjög stutt, um það bil 1.000 metrar. En þetta svæði er um 2.000 metrum yfir sjáv- armáli svo loftið er mjög þunnt. En David nær því að hemla í tæka tíð og lendir alveg út á brautarenda. Áður en hann er búinn að stöðva hreyflána er fólkið kom- ið úr öllum áttum til að bjóða okkur velkomin. Börnin eru í stuttum buxum og skyrtugörm- um. Nokkrar konurnar eru með börnin bundin á bakið. Handan við kofana má sjá rautt rykský. Það er Jonathan Beacon læknir, sem er kominn til að sækja okkur á gömlum handmáluðum bílgarmi. Það er hann sem rekur sjúkraskýli í þorpinu í samráði við nokkrar írskar nunnur. Sjúkraskýlið er ákaflega frumstætt. Jonathan læknir hafði beðið læknaþjónustuna í Nairobi um aðstoð til að gera þrjá uppskurði, sem hann réði ekki við einn. Þurrkurinn er hræðilegur. Ef einhver hreyfing er, þá er allt sveipað rauðum rykmekki. — Uppsprettan er þornuð. Það hefur ekki verið nein upp- skera, segir Jonathan. — Hér er allt skrœlnað og visið. Þessa viku hafa fimmtán manneskjur dáið úr sulti eða næringar- skorti. Ef regnið lœtur standa á sér mikið lengur, þá er hér álgert neyðarástand. Skurðáhöldin, tvær stórar ferðatöskur, voru sett inn í bíl- inn og Jonathan ekur af stað með starfsbræður sína. Við bíð- um á lendingarbrautinni. Þorpsbúar þyrpast að til að skoða flugvélina og síðast kem- ur sjálfur höfðinginn. Hann er feitur maður með stórt prik í hendinni. Hann romsar einhver ósköp á swahili- máli og sveiflar prikinu. Fólk- ið dreyfir sér. Flugmaðurinn ætlar að fljúga nokkra hringi yfir borpinu svo ljósmyndarinn geti tekið mynd- ir. Við spyrjum höfðingjann hvort hann vilji vera með og hvort hann hafi flogið áður. Jú, hann segist hafa flogið og við látum í ljós hrifningu okkar. Hann klifrar upp stigann og hverfur inn í vélina, sem tek- ur af stað með miklum dyn og flýgur nokkra hringi í tíu mín- útur. Höfðinginn fær stórkostlegar móttökur, þegar hann stígur aftur út úr vélinni. Móðir hans kemur og faðmar hann að sér og þorpsbúar hrópa af gleði. David segir okkur að hann hafi viðurkennt, þegar hann kom upp í flugvélina, að hann hafi aldrei komið upp í flugvél áður. En hann stóð sig eins og hetja, greip ekki einu sinni í handföngin. Nú var bíll læknisins lrominn aftur til að sækja okkur og við heyrum höfðingjann segja frá flugferð sinni meðan við stígum upp í bílinn. Jonathan hafði undirbúið allt undir uppskurðinn á sjúkra- skýlinu. Fyrsti sjúklingurinn var átján ára stúlka, sem var með æxli við þindina. — Þetta getur verið krabba- mein, segir Rutcher læknir. — Við verðum að opna hana. Áhöldin eru tekin fram og Rutscher vill fá ljós í loftið. — Það er ekki til, segir Jona- than, — en við verðum ein- hvernveginn að bjarga því. Hann gengur út að gömlum bíl 'af mjög. óljósri árgerð, sem stendur fyrir utan sjúkraskýlið Hann skrúfar af honum kast- ljós, sem hann tengir við raf- geymi bílsins með tíu metra snúru. Svo er lampinn dreginn gegnum opinn gluggann. Öðr- um ameríska lækninum er fengið það hlutverk að halda á ljósinu. — Þetta tekur líkiega hálf- tíma, segir Rutscher. honum til huggunar. En rafgeymirinn er lélegur svo að hinn Ameríkaninn, augnlæknirinn fær það hlut- verk að stíga á bensínið. David flugmaður er látinn stíga sogdælu, til að halda loft- inu í skurðstofunni þurru og hreinu. Það er hljótt í stofunni með- an á skurðaðgerðinni stendur. Rutscher gefur snöggar fyrir- skipanir við og við. — Það er ekki til, svarar Jonathan, eða þá: — Það er bú- ið. Eftir rúman hálftíma var að- gerðinni lokið. Æxlið var á stærð við appelsínu og stúlk- unni leið vel. Síðan voru tvær aðrar aðgerðr og svo gátum við snúið til Nairobi aftur. Jonathan sýndi starfsbræðr- um sínum lítið barna, sem kom- ið hafði verið með á sjiikraskýl- ið fyrir nokkrum dögum. Þetta var þriggja mánaða drengur. — Móðvr hans kom með hann. Hún hafði fyrst farið með hann til töfralœknisins. Það er siður hér að fólkið leitar fyrst til töfralæknanna og fœr eitt- hvert sull og jurtasmyrsl. Þegar það hjálpar ekki, leitar það til okkar. Drengurinn kom of seint. Þegar við komum inn á sjúkra- stofuna var drengurinn dáinn. Töfralyfin hafa oft þau áhrif að blóðprósentan lækkar, jafn- vel niður í 20—30 prósent. Þessi lyf hafa oftast slæm óhrif og vaida oft dauða. Rutscher læknir er líka að- stoðarflugmaður. Hann er ný- búinn að fá flugmannsréttindi og notar öll tækifæri til að æfa sig. Margir læknarnir hjá Fly- ing Doctors Servce eru líka flugmenn og sumir fljúga einir, án þess að hafa flugmenn með. Það eru þrjúhundruð lend- ingarbrautir fyrir læknaþjón- ustuna í Kenya og Tanzaníu. Á þessu svæði eru siúklingar í þúsundatali, sem aldrei kæm- ust undir læknishendur, ef þessi þiónusta væri ekki fyrir hendi. Heilzugæzla, læknishjálp og bólusetningar eru ókeypis. Þessi starfsemi er öll kostuð af hjálp- arstofnunum í Evrópu og Ame- ríku. Vélin, sem við flugum með er önnur af tveim flugvél- um sem sænska Lutherstofnun- in hefur í förum þarna. Við erum nœstum komin til Ntíirobi þegar kallað er frá radioþjónustunni að vélin eigi að táka eldsneyti og hraða sér svo til Garba Tula til að sœkja veiðimann, sem hafði orðið fyr- ir voðaskoti og koma með hann til sjúkrahússins í Nairobi. Lœknaskorturinn í Austur- Afríku er hrœðilegur. í Kenya er einn læknir á hverja 10.000 íbúa, en í Tanzaníu aðeins einn lœknir á hverja 25.000 ibúa, svo það er augljóst hvernig ástandið er. Hinir fljúgandi læknar í Austur-Afríku hafa mörgum og ólíkum störfum að gegna. Sama daginn geta þeir þurft að sinna fjölda manns, sem er að svelta í hel og að bjarga lífi lúksus- túrista, sem hafa orðið fyrir voðaskoti eða öðrum slysum. En þetta er spennandi starf. Hættan er liðin hjá. Læknunum hefur tekizt að bjarga lífi ungu stúlkunnar á síðustu stundu. En iitli drengurinn sem hafði fengið töfralyfið dó. Vélin tók af stað, þegar skurðaðgerðinni var lokið, en á leiðinni kom neyðarkall, veiði- maður hafði orðið fyrir voðaskoti. Aðstæður til skurðaðgerða voru frumstæðar, Eina birtan var frá Ijóskastara af gömlum bil, sem haldið var yfir sjúklingnum. Augnlæknir frá New York passar bensíngjöfina í bílgarminum. Það er nóg að gera, stúlkurnar á útvarps- stöðinni sjá um það, senda flugvélarnar í allar áttir. 8 VIKAN 28. TBL 28. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.