Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 34
r
þess að taka sjálfar ákvarðan-
ir,“ sagði Pat. „Og einmitt þess
vegna leita þær kannski oftar
ráða hjá foreldrum sínum en
önnur börn gera yfirleitt. Kvöld
eitt hringdi Tricia í mig og
sagðist vera í miðju rifrildi og
hún þyrfti að fá upplýsingar
um nokkrar staðreyndir hjá
pabba sínum. Dick var úti í
laug að synda. Vesalings mað-
urinn varð að koma upp úr
lauginni og fara í símann til
þess að svara spurningum
hennar. Tricia hringdi svo í
okkur aftur og tilkynnti: „Ég
vann í deilunni. Hjartans þakk-
ir.“ Þessi símhringing hennar
veitti Dick mikía ánægju af
þrem ástæðum: Tricia hafði
munað eftir að þakka fyrir sig.
Hún hafði viljað heyra, hverjar
staðrayndirnar væru, og hún
hafði viljað vinna í deilunni."
Flugferðin var brátt á enda.
Pat virtist vera eins óþreytt,
hress og róleg og hún hafði
verið um morguninn. Ég
minntist þess, sem gestur einn
hafði sagt í teboði í Dublin-
kastala þennan sama morgun:
„Frú Nixon hefur elzt talsvert
á þessum árum, sem hún hefur
verið forsetafrú. Hún leit út
fyrir að vera sextán ára, þegar
ég sá hana fyrir nokkrum ár-
um. En nú lítur hún út fyrir að
vera þrítug.“ Slík ellihrörnun
er reyndar ekki svo hörmuleg
fyrir 59 ára gamla konu.
Andrewsherflugvöllurinn var
upplýstur með ótal Ijósum, þeg-
ar við lentum. Nixonhjónin
stigu niður úr flugvélinni og
gengu saman í áttina til Ijósa-
hafsins, í áttina til fjölskyldu
sinnar. í áttina til fyrirfólksins
og éhorfendanna. Þau eru í
sviðsljósinu, og þau gera sér
góða grein fyrir því. Ef bilið er
helzt til breitt á milli þeirra á
göngu, þá gýs upp kvittur um,
að hiónaband þeirra sé farið að
rykfalla.
Frú Nixon gerir sér grein
fyrir þessum aðstæðum. En hún
gengur eins léttilega og fjaður-
mögnuð inn í skellibirtuna og
þrýstir dætrum sínum að sér af
eins mikilli ástúð og ósköp
venjuleg amerísk fjölskylda
væri að hittast að nýju eftir
haustferð til útlanda, því að
þessi forsetafrú er fyrst og
fremst sönn hefðarfrú í hinni
beztu merkingu þess orðs. -fc
STRANDAÐI ÖRKIN
HANS NÓA HÉR
Framhald. af bls. 19.
jafnsléttu. Þeir sögðust vera
tengdir fjöllunum órjúfandi
böndum. Morguninn eftir reis
sólin bak við Ararat og náði
fljótlega upp á toppinn, þar sem
hún glóði eins og stór punktur.
Fyrir neðan okkur lágu rústir
af tyrkjahöll, þar sem land-
stjórinn Isak Pasha bjó. Hann
flutti þangað árið 1798. Þá voru
tímar hinna miklu salarkynna
og landstjórinn hafði um sig
mikla hirð og skrautleg kvenna-
búr. Þetta var stórkostleg bygg-
ing, en fór í eyði þegar slitnaði
upp úr samkomulagi soldáns-
ins í Konstantinopel og land-
stjórans þarna í austri.
Ibúar Dogubeyazits byggðu
sér hýbýli úr rústum hallarinn-
ar fram með fjallshlíðinni, en
þau eru líka komin í rústir, því
að árið 1930 komu yfirvöldin
sér saman um að Kúrdarnir,
sem þarna bjuggu, væru ósiðað
fólk og yrðu að flytja niður á
sléttuna.
HOLDSVEIKRABÆR
Nú liggur Dogubeyazits eins
og lítil dyramotta við rætur
Ararat. f útjaðri bæjarins er
stór hola í jörðina eftir sprengju
og það kemur oft fyrir að
ferðamenn á leið til Iran koma
þarna við til að skoða hana og
horfa niður í djúpið, utan í
fjallshlíðinni öðrum megin við
bæinn. Við fórum þar fram hjá
á leið okkar upp að hinu af-
skekkta þorpi um miðnætti og
tunglið var eins og geysistór
ljóskastari sem lýsti yfir þetta
svæði, sem fyrir augum okkar
liktist helzt gríðarstóru leik-
sviði. Konur og karlar dönsuðu
einfalda en mjög háttbundna
dansa í tunglskininu og endur-
tóku þá svo fyrir okkur í brenn-
andi sólinni daginn eftir. Þá
kom einn af þorpsbúum þeys-
andi upp fjallið með brúði sína.
Andlit hennar var, eftir venj-
unni, hulið rauðri blæju, sem
tákn þess að líf hennar átti að
verða rósrautt og gleðiríkt.
KVENDJÖFLAR
Það hafði verið meiningin að
við skildum hestana eftir þarna
í þorpinu og héldum áfram upp
fjallið fótgangandi sama dag.
En brúðkaupið og þreytan gerði
það að verkum að við stóðum
þarna við einn dag í viðbót. Það
voru ógleymanlegar stundir að
upplifa þessa hefðbundnu gleði-
vímu kringum þessar ungu
manneskjur, sem voru að hefja
samlíf sitt. Konur þorpsins, sem
í fyrstu stóðu einar sér upp á
þökum húsanna, lögðu svo í
það að koma niður og taka þátt
í dansinum, klæddar eins og
kvendjöflar úr iðrum fjallsins.
Þær bökuðu líka þunnbrauð og
suðu hrísgrjón, en þær báru
það ekki fyrir okkur og tóku
ekki heldur þátt í máltíðinni,
heldur borðuðu þær einar sér í
næsta húsi.
Þegar við yfgirgáfum bæinn,
stóðu þær aftur uppi á þökun-
um og veifuðu til okkar —
héldu svo áfram við að kemba
ull sína.
EINS OG VAGGA ...
Sauðfjárrækt er aðalatvinnu-
vegur hér eins og í Cudi, en
smyglið gefur líka töluvert í
aðra hönd. Nágrannar Nóa
sýndu okkur mikla gestrisni, en
höfðu ekki nokkurn áhuga á
því hvort örkin var þarna eða
ekki, í nábýli við þá.
Svo riðum við og gengum í
fylkingu með hermönnunum,
sem við höfðum fengið til
fylgdar. Þeir voru vopnaðir og
gengu bæði fyrir og eftir hópn-
um. Hestarnir komust nokkuð
áleiðis, en svo urðum við að
teyma þá. Og svo, skyndilega,
sáum við örkina!
Við sáum hana frá efsta tindi
Tendíirúk. Hún lá eins og stór
vagga fyrir neðan okkur. Ara-
rat er eldfjall og allt umhverf-
ið þakið hrauni, svo það er ekki
óhugsandi að örkin liggi þarna
undir grasivaxinni bungu, sem
er í sömu stærð og sagt er í
biblíunni; 150 metrar á lengd
og tuttugu og fimm á breidd.
Við snúum svo hestunum og
höldum niður dalinn, milli Ara-
rat og Tendúrúk.
Það hefur ýmislegt verið sagt
um Nóa, bæði í gamni og al-
vöru. Hve langan tíma tók það
hann að byggja örkina? Hve
stór var hún og hvaða efniviður
var í henni? Hvernig náði Nói
í öll þessi dýr? Hvernig kom
hann þeim og öllum matarforð-
anum fjrrir í örkinni? Hvernig
var fjölskylduháttum hans hag-
að?
Án þess að hugsa um vísinda-
leg svör við þessum spurning-
um, höfum við farið alla þessa
leið og við höfðum hugsað okk-
ur að dvelja nokkuð lengi á
þessum stað þar sem Nói hafði
ef til vill strandað örkinni sinni.
En himinninn yfir Ararat varð
skyndilega mjög dökkur.
Það var táknrænt að þessi
litli og óvísindalegi leiðangur
okkar varð að hrekjast frá
staðnum, vegna steypiregns,
sem var svo ofsalegt að það
var engu líkara en lokað hefði
KLIPPIÐ HÉR
Pöntunarseölll
Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, [ þv( númerj, sem
ég tilgreini. Greiðsla fylgir með f ávísun/póstávlsun/frlmerkjum (strikið yfir
það sem ekki á við).
Nr. 19 (2481) Staerðin á að vera nr...........
Nr. 20 (9519) Stærðin á að vera nr.............
Vikan - Slmpilcity
KLIPPIÐ HÉR
Nafn
Heimili
34 VIKAN 28. TBL