Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 26
Aldrei þreytt,
aldrei veik,
aldrei hrædd
Júlía, frú Nixon
og Tricia í Washington árið
1952.
I þessari grein, sem er eftir bandarísku
blaðakonuna Jessamy West og
birtist upphaflega í Good Housekeeping,
kynnumst við húsmóðurinni í
Hvíta húsinu - frú Patriciu Nixon.
Á þessari öld lyfjanna, þeg-
ar það þykir sjálfsagt að taka
pillur, töflur og alls konar önn-
ur lyf til þess að hressa sig, til
þess að róa sig og í öllum hugs-
anlegum tilgangi þar á milli, er
Pat Nixon undantekning. Hún
notar engin slík lyf. Á þeim
tímum, þegar við notum alls
konar lyf og tæki til fegrunar,
megrunar og róandi áhrifa, þarf
Pat Nixon engrar slíkrar hjálp-
ar við. Hún stendur á eigin fót-
um. Á þeim tímum, þegar lækn-
ar lýsa yfir því, að fjölmargir
sjúklingar, sem leita til þeirra
með allar hugsanlegar kvart-
anir, séu ekki haldnir neiniim
greinanlegum sjúkdómum eða
kvillum, verður Pat Nixon al-
drei þreytt eða veik. Og á þeim
tímum, þegar allir virðast hel-
teknir ótta, ótta við mengun,
aukið samneyti kynþáttanna,
kommúnisma, lögregluríki, of-
fjölgun, offitu og ótal margt
anna, segir Pat Nixon bara: „Ég
er ekki hrædd.“
Kona ein, sem hafði séð Nix-
onhjcnin heilsa Englands-
drottningu í ferð þeirra til Ev-
rópu ? fyrrahaust, sagði: „Það
var ekki síður hefðarfas á frú
Nixon en drottningunni.1
Drottningarleg. Óþreytandi.
Óhrædd. Hvers fleira er hægt
að krefjast af forsetafrúnni? Og
samt veldur Pat Nixon undrun
okkar. „Hvað er það, sem gerir
hana svoiia?" j^essi spurning
brennur á vörum okkar. Og því
spyrjum við hennar. Og ef við
fáum ekki svar við henni, þá
veltum við mögulegum svörum
fyrir okkur.
Mér hafði lengi fundizt, að
Nýleg mynd af Patrieiu Nixon ásamt daetrunum, Júlíu, sem er 22 ára (til vinstri) og Patriciu, sem er 24 ára.
26 VIKAN 28. TBL