Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 13

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 13
Þegar sannleikurinn rann upp fyrir henni varðhún skelfingu lostin - hann sá hana ekki lengur. Það var eins og hún væri alls ekki til, þótt hún væri búin að vera gift honum í mörg ár.... til að svara þannig. Ég þegi, stend kyrr með hend- ur á mjöðmum og mér finnst ég vera eins og tóm flaska .Hann notar sér af því, tekur jakkann sinn, fer í hann og gengur út. — Nú verð ég að þjóta, ég er orðinn of seinn. Bless! Þegar ég er orðin ein fer ég að hugsa um leið og ég tíni hægt á mig spjarirnar. Það er greinilegt að fyrir honum er ég ósýnileg. Er ég kannski ósýnileg öllum öðrum? Ég kalla á stúlk- una, tek mér stöðu fyrir framan hana, begár hún kemur og segi við hana: —• Giovanna, það er blettur þarna, hvaða blett- ur er þetta eiginlega? — Hvaða blettur, sign- ora? — Þessi blettur hérna, við miðstöðvarofninn. — En signora, hvernig á ég að sjá hann, þegar þér standið fyrir. Ég flutti mig til hliðar. — Svei, svei, segir hún, — þetta er nú meiri blett- urinn. Hamingjan veit hvað þetta er. Sama daginn sitjum við til borðs. Maðurinn minn sitiu- andspænis mér; bak við hann hangir spegill á veggnum, spegill með tré- ramma, sem allur er út- skorinn með blómkrónum og stilkum. Ég sé mig vel í speglinum, ef ég lyfti mér aðeins upp í sætinu; ég er lagleg, mjög falleg, og í dag er ég þannig klædd að það ætti að hafa áhrif á manninn minn; í engum brjósthaldara, aðeins í mjúkri, víðri og fleginni peysu. Ég veit að hérna áð- ur hefði þessi klæðnaður gert mig ómótstæðilega í augum hans. Nú kemur Gilberta, bróðurdóttir mannsins míns, inn í stof- una. Hún er búin að vera gástur okkar í hálfan mán- uð. Hún er sautján ára. Gilberta gengur ekki strax að borðinu, hún stendur við skenkiborðið fyrir aft- an mig og lætur lyfjadropa drjúpa í glas. Maðurinn minn horfir beint á mig, en mér finnst augnaráð hans smjúga í gegnum brjóst mitt, eins og hárbeitt sverð og hitta í eitthvað sem er fyrir aftan mig. Loksins segir hann, — reyndar mjög hægt: — Gilberta, finnsta þér ekki þessi pínukjóll þinn nokkuð yfirdrifinn? Gilberta svarar ekki strax. Ég heyri hana telja lyfjadropana fyrir aftan mig. — Átta, níu, tíu, ellefu, tólf. Hversvegna finnst þér hann yfirdrifinn, frændi? andmælir hún. Maðurinn minn heldur áfram að. horfa í gegnum mig. Gilberta hreyfir sig ekki; hún er líklega að kyngja lyfinu. Samtalið heldur áfram og maðurinn minn gerir ýmsar athuga- semdir um pínukjóla og reimuðu stígvélin, sem konur nota við þessa kjóla, og ýmislegt sem hann get- ur sagt í þá veru. Ég finn það betur en nokkru sinni að ég er ósýnileg, gegnsæ; og ég hugsa með mér hvort ég ætti ekki að standa upp og fara. En ég veit að það er einmitt það sem maður- inn minn myndi óska; hann lét mig skilja það á sér fyr- ir nokkrum dögum, þegar ég kvartaði undan skrít- inni framkomu hans við bróðurdótturina. Ég sit því kyrr, þögul og hreyfinga- laus, án þess að líta í speg- ilinn, ég er næstum hrædd um að ég hverfi sjálfri mér líka, ef ég horfi á mig í speglinum. Næsti dagur er súnnu- dagur og við ákveðum að fara á veiðar, við hjónin og Gilberta, til búgarðs, sem vinafólk okkar á og þar er nóg af akurhænum og lynghænum .Nú erum við öll komin út í garðinn við húsið okkar; Gilberta og maðurinn minn stíga upp í bílinn; ég fer til að opna hliðið. Það geri ég alltaf þegar við ökum að heiman; maðurinn minn situr við stýrið, ég opna hliðið. En í dag situr Gil- berta við hlið hans og það kemur óþægilega við mig; þau sitja þar og horfa á mig gegnum framrúðuna; ég verð taugaóstyrk og klaufaleg við að opna hlið- ið, hliðgrindurnar eru úr járni og mjög þungar. Ég opna þær samt, án þess að horfa á þau; eða réttara sagt, ég læt sem ég horfi ekki á þau, en í rauninni er ég að njósna um þau. Ef til vill halda þau að ég sjái þau ekki gegnum spegil- gljáandi rúðuna, en ég sé að þau halla sér hvort að öðru, varir þeirra mætast í snöggum kossi. Svo fer bíUinn í gang með miklum rykk og það er rétt svo að ég get komið mér undan. Maðurinn minn er hugs- andi, svo segir hann rólega: — Það er eitthvað að þessum bíl. Það er eins og hann taki sjálfkrafa af stað. Ég stíg inn í bílinn og segi með æstri rödd: — Þú varst nærri búinn að aka yfir mig. — En þú stóðst við hlið- stólpann, hvernig hefði ég átt að aka yfir þig? Framhald á bls. 41. 28. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.