Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 50
/ nœstu
Fyrsta keppni í hárgreiSslu,
sem haldin er hér á landi
Nýlega fór fram fyrsta keppnin í hárgreiðslu
hér á landi. Keppendur voru tíu ungir svein-
ar og nemendur í hárgreiðslu. Keppnin fór
fram með tilliti til þátttöku íslands í Norður-
landakeppni í hárgreiðslu, sem fer fram í
Finnlandi í október. Þátttakendur íslands
verða þeir þrír keppendur, sem dæmdir voru
hlutskarpastir. VIKAN tók margar myndir af
þessari nýstárlegu keppni og segir frá henni
i máli og myndum í næsta blaði.
Loksins1
Hollywood
í þriðja og siðasta
hluta úrdráttar
Vikunnar úr ævi-
sögu Marilyn
Monroe segir frá
skilnaði hennar
við Jim Dougherty
og fyrstu
tækifærum hennar
í Hollywood.
Woodoo er hatur og
blóðfórnir
Hinn frægi sænski miðill, Astrid Gilmark, seg-
ir í næsta blaði frá ferð sinni til Rio de Jan-
eiro og woodoofundi, sem hún var viðstödd
þar. Slíkar athafnir, sem einkennast af hatri
og blóðfórnir eru bannaðar með lögum.
Ný framhaldssaga
Ný framhaldssaga hefst í næsta blaði, skáld-
sagan „Lifðu lífinu," sem hefur verið kvik-
mynduð. Myndin verður sýnd í Tónabíói sið-
ar. „Lifðu lífinu" er saga þriggja persóna. Líf
þeirra er samtvinnað á örlagarikan hátt —
hinn eilífi þríhyrningur.
• „Vindsængin" — islenzk smásaga í
léttum dúr eftir Orn H. Bjarnason. Sagan ger-
ist meðal annars á Hótel Sögu og víðar í
Reykjavík.
• Pottaréttir að sumarlagi í Eldhúsi Vik-
unnar, hinum vinsæla þætti, sem Dröfn H.
Farestveit, húsmæðrakennari, annast fyrir Vik-
una.
• Fróðleg grein um siðustu og fegurstu
drottningu Skota — Maríu Stuart.
• Spánný snið frá Simplicity, hin spenn-
andi framhaldssaga „Ugia sat á kvisti" og
ótalmargt fleira.
HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU
hló. — Á stóribróðir að lýsa
velþóknun sinni yfir okkur? En
ég skal gera það.
— Gott, Anna ... ég elska þig
svo heitt. Við sjáumst bráðum.
— Já. Ég þarf að fara að
vinna, Yngvi. Ég ætla líka að
skrifa uppsagnarbréf. Hringdu
til mín í kvöld í staðinn, nei,
ég ætla til Péturs í kvöld. En
hringdu þá seint í kvöld.
— Þú þarft nú ekki að biðja
mig um það. Sæl á meðan
— Sjálfur sæll.
Hún fór til Péturs um kvöld-
ið. Hún tók strætisvagninn nið-
ur í bæ, en fór úr honum við
Gústafs Adolfs torgið. Það var
milt og kyrrt í lofti og vorgol-
an lék um kinnar he.nnar. Það
var gott að ganga um. Hún gekk
meðfram veggnum á gamla
kirkjugarðinum, sem hafði ver-
ið kirkjugarður svo lengi, að
hann minnti mest á garð. Svo
kom hún að götunni, sem Pétur
bjó við. Hún tók lyftuna upp.
— Anna! sagði Pétur glaður.
— Hvað hefur komið fyrir þig?
Þú lítur út eins og ný mann-
eskja. Komdu inn! Ertu búin að
borða eða langar þig að fara út?
— Nei, sagði Anna hlæjandi.
— Ég vil það alls ekki. Ég þarf
að segja þér dálítið. Máttu vera
að því að hlusta á mig?
— Hvort ég má.
Hann varð órólegur til augn-
anna, en hann spurði einskis,
hann gaf henni í glas og fékk
sér annað sjálfur.
Og hún sagði honum það.
Ekki allt, því að hún gat eng-
um sagt, hvað hún hefði verið
einmana og örvæntingarfull.
Hún sagði ekki heldur frá því,
að hún hefði borið upp bón-
orðið sjálf. Það skipti að vísu
engu máli, en hún vissi nú ekki
alveg, hvar hún hafði bróður
sinn. Pétur þagði um stund eft-
ir að hún hafði lokið máli sinu.
— Ertu nú alveg viss um, að
þú sért að. gera rétt, Systa?
sagði hann hálfhikandi. — Þú
hefur alltaf verið svo fljótfær.
Heldurðu ekki, að þú þér hafi
leiðst að búa ein?
— Nei, það er ekki orsökin,
sagði hún. — Ég veit það, Pét-
ur og ég er að segja þér satt. Ég
held líka, að þú kunnir vel við
hann.
Pétur Eiríksson leit á systur
sína og enn sást votta fyrir efa
í augum hans. En hún var svo
glaðleg. Glaðlegri en hann hafði
séð hana lengi. Gæti það
kannski farið vel núna? Aðal-
atriðið var að hún losnaði alveg
við þennan Kristján. Svo var
hægt að sjá til seinna.
Framhald í nœsta blaSi.
50 VIKAN 28.TBL