Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 22
ARNGRlMUR SIGURÐSSON OG SKÚLI JÖN SIGURÐARSON SKRIFA UM Flugvélar á íslandi Ljósm. Skúli J. Sigurðarson. Piper Apache Ein sú flugvélargerð, sem liefur reynzt afar vel, er Piper Apache. Á íslandi eru til nokkrar flugvélar af þessari gerð, og varð Tryggvi Helgason á Akur- eyri fyrstur manna hér á landi til þess að starfrækja slíka flugvél, flugvélina TF-JMH. Piper Apache, sem eins og flestar Piper flugvélar, ber nafn indiánaættflokka, eru smíðaðar hjá Piper Aircraft Corp. í Banda- ríkjunum. Apacheflugvélin TF-EGG, sem myndin er af, er eign Flugstöðvarinn- ar hf. í Reykjavík. Þessi flugvél hefur mikið verið notuð til kennslu- og far- þegaflugs. í henni eru sæti handa 5 farþegum og flugmanni og fullhlaðin vegur hún 1725 kg, en þungi alls leyfðs farms er 268 kg. þegar eldsneytis- og olíugeymar eru fullir. Flugvélin er 2 lircyfla, og er hvor hreyfill 160 hö. Búast má við, að fólk víða um land hafi séð þessa flugvél, enda eftirtektar- verð, vegna sjálflýsandi randa á vængjum og stéli. VIKAN kynnir fyrstu- deildarlið í knattspyrnu í þessu biaði kynnum við tvö Reykjavíkurlið, gamla og gróna keppinauta, FRAM og VAL VALUR í ár eru liðin 60 ár síðan í Revkjavík var stofnað knattspyrnufélagið Valur, en nánar tiltekið skeði það 11. maí 1911. 1971 er því af- mælisár og hefur margt verið gert á vegum félagsins til að mi.nn- ast afmaelisins. Hápunktur þeirra hátíðahalda verður afmælisleikur á Laugardalsvellinum þann 29. þessa mánaðar — mögulega við landsliðið. Tæplega verða þó jafn margir þar og á frægasta knatt- spyrnuleik sem háður hefur verið á íslandi, þegar Valur keppti við Benfica — og tókst að Ijúka leik með jafntefli. Þann leik sóttu 18000 manns. Valur hefur 14 sinnum unnið fslandsmeistaratitilinn og árið 1965 urðu þeir Bikarmeistarar. í liðinu eru 6 menn sem hafa leikið með landsliði eða gera það nú og ekki má gleyma að minnast á að frægasti knattspyrnumaður íslands, Albert Guðmundsson, núverandi formaður KSÍ, er Valsari. Formaður Vals er Þórður Þorkelsson, en formaður knattspyrnudeild- ar er Sigurður Marelsson. Aðrir í stjórn eru Björn Carlsson, Gísli Þ. Sigurðsson, Svanur Gestsson og Þorsteinn Friðþjófsson. Lið Vals í fyrstu deild 1971. Fremri röð frá vinstri: Alexander Jó- hannesson, Páll Ragnarsson, Hörður Hilmarsson, Sigurður Dagsson, Magnús Eggertsson, Hermann Gunnarsson, Jóhannes Eðvaldsson og Helgi Björgvinsson. Aftari röð frá vinstri: Þórir Jónsson, Lárus Ög- mundsson, Ragnar Ragnarsson, Ingvar EKsson, Ingi Björn Alberts- son, Róbert Eyjólfsson, Halldór Einarsson, Sigurður Jónsson og Hreiðar Arsælsson, þjálfari. A myndina vantar Bergsvein Alfons- son. FRAM Frá því að Fram var stofnað fyrir 63 árum, þann 1. maí 1908, hef- ur félagið (1. deild) 14 sinnum hlotið íslandsmeistaratitilinn og í fyrra (1970) urðu þeir Bikarmeistarar. Auk þess urðu þeir Reykja- víkurmeistarar bæði í fyrra og í ár. Sem stendur eru þeir efstir í fyrstu deild — ásamt tveimur liðum öðrum og þegar liðið lék við Val um síðustu mánaðamót (og tapaði) hafði Fram ekki tapað undan- farna rúmlega 20 leiki. í liðinu nú eru 5 menn sem hafa leikið í landsliði eða eru þar nú. Þá er og gaman að geta þess, að í liðinu er einn maður, Baldur Scheving, sem nú leikur í fyrstu deild 15. árið í röð og mun það vera einstakt hér á landi — og jafnvel víðar. Núverandi formaður Fram er Jón Þorláksson, en formaður knatt- spyrnudeildar er Hilmar Svavarsson. Aðrir ( stjórn deildarinnar eru Þorgeir Lúðvíksson, Þorkell Þorkelsson, Sigurður Friðriksson og Einar Arnason. Lið Fram f fyrstu delid 1971. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Guð- mundsson, Baldur Scheving, Kjartan Kjartansson, Erlendur Magnús- son, Kristinn Jörundsson, Arnar Guðlaugsson ,Rúnar Gíslason. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Jónsson, þjálfari, Agúst Guðmundsson, Asgeir Elíasson, Jóhannes Atlason, Jón Pétursson, Þorbergur Atla- son, Hörður Helgason, Marteinn Elí Geirsson, Sigurbergur Sigsteins- son, Ómar Arason og Hilmar Svavarsson, formaður knattspyrnu- deildar félagsins. 22 VIKAN 28.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.