Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 4
MIOA PREIMTUIM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 PQSTURINN Svar til einnar söngelskrar Hér í bænum eru nokkrir söng- kennarar, og þá finnur þú í símaskránni (einnig kennir Tón- listarskólinn söng), en þú ert þegar úr leik ef þú þolir ekki óperur. Þú færS engan söng- kennara til að kenna þér aS æpa poppmúsík, því fæstir þeirra viSurkenna tilverurétt slíkrar tónlistar. Sígilt vandamál Kæri Póstur! Eg hef einu sinni áður skrifað þér og fékk þá mjög gott svar. Ég vona þess vegna að þú svarir mér aftur jafn vel — ef þú lætur bréfið ekki lenda í ruslakörf- unni. Svo er mál með vexti að fyrir tveimur mánuðum var ég með strák sem ég ætla að kalla F. Ég var búin að vera hrifin af hon- um í allan vetur og hann af mér, en við létum ekki tilfinningarnar ráða fyrr en fyrir tveimur mán- uðum. Ég var aðeins með hon- um eina kvöldstund. Svo hitti ég hann aftur eitthvað mánuði síðar og þá ætlaði hann varla að heilsa. Ég setti mér þá að ef hann ekki talaði við mig fyrir 17. júní myndi ég fá mér annan, því þá gæti ekki verið annað en að áhuginn hjá honum væri horfinn. A 17. júní fór ég niður í mið- bæ og um miðnætti hitti ég strák sem ég ætla að kalla S; hann er utan af landi. Hann var þá far- inn að finna þó nokkuð á sér, og ég talaði við hann og fleiri krakka heillengi. Svo gengum við af stað og hann bað mig að leiða sig. Ég hafði ekkert á móti því og svo leiddumst við það sem eftir var kvöldsins. Mér fannst þetta ósköp sakleys- islegt, því það gerðist ekkert meira. Daginn eftir hringdi hann þó on bauð mér í bíó. Það þáði ég, en enn gerðist ekkert. Þriðja daginn hringdi hann og sagðist vera að fara heim; spurði hann hvort ég hefði eitthvað á móti því að hann talaði við mig þeg- ar hann kæmi í bæinn aftur. Ég sagði að hann gæti reynt það. Nú vil ég spyrja þig, Póstur góð- ur, hverniq þú myndir snúa þér í þessu? Ég hef engan áhuga á þessum S en aftur á móti er ég hrifin af F. Ég veit að hann er búinn að frétta þetta og þá kær- ir hann sig ekkert meira um mig. A ég að skrifa S og segja honum allt af létta eða hvað? Ég er í stökustu vandræðum? Hvernig getur F fyrirgefið mér þetta? Ég tók þetta ekki alvar- lega í fyrstu, en nú veit ég að um alvöru er að ræða. Kæri Póstur: Ég treysti á þig, því þú ert mín einasta von. Hvað heldurðu að ég sé gömul eftir skriftinni að dæma? Virðingarfyllst, XX __________A_______________ Því er ekki að neita að þetta er töluvert vandamál og það held- ur flókið. En áður en þú ferð að svekkja S, væri reynandi fyrir þig að komast að þvi hvað F segir um þetta allt saman. Ef F hefur engan áhuga á þér leng- ur, eins og allt virðist benda til, þá er minni ástæða til að skrifa S og segja honum allt af létta, þó það sé heldur ekki ástæða til að halda honum volgum yfir engu. Bezt held ég að sé fyrir þig að ná sambandi við F, ganga beint framan að honum og fá út úr honum meiningar. Ef í Ijós kem- ur að hann hefur áhuga á þér ennþá, skaltu segja honum allt af létta með S og leita sátta við hann. Þá skaltu skrifa S og segja honum allt af létta — og ef í Ijós kemur að F vill ekkert með þig hafa, skaltu allavega gera S það fyllilega Ijóst að þú meinir ekk- ert alvarlegt með þessu — nema þú skiptir um skoðun. Þú ert svona sextán ára. Svar til Þ.M., Þingeyri Ég held að þú hafir alls ekki gert rangt með því að neita að kyssa strákinn. Þetta var jú í fyrsta skipti sem þú sást hann og það er ekkert rangt við það að biða aðeins. En við verðum bara að vona að betur gangi næst og þú getur verið alveg viss um að þú ert ekkert öðru- vísi en aðrar stelpur. Auðvitað varð hann fyrir vonbrigðum, en strákar eru nú svona, vilja fá 4 VIKAN 28.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.