Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 37

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 37
Mallorca þér fáió yöarferö hjáokkur hringió í síma 25544 Hcitur sandur- svalur sær Brottfarardagar: 3.8. 17.8. L9. 15.9. 29.9. Verð frá 12.800 til 28.600 FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTR/ETl 5 ég gæti eignast mann og heim- ili. Það var eina leið Normu Je- ane Baker út af munaðarleys- ingjaheimilinu. Marilyn var aldrei feimin við að viðurkenna þær ástæður sem lágu til hennar fyrsta hjóna- bands. „Þegar ég var 15 ára,“ sagði hún, „hafði ég búið með 12 fjöl- skyldum — auk þess tíma sem ég var á sjálfu hælinu. Ég var búin að fá nóg af slíku. Hjóna- band virtist vera eina leiðin, svo að því var ráðstafað þannig, að ég giftist Jim Dougherty. Það var aldrei hamingjusamt hjónaband og átti aldrei að vera það.“ Grace frænka setti hjóna- bandsvélina í gang með því að fá móður James í lið með sér. Frú Dougherty átti að næla miða á koddann hjá syni sínum þar sem frú Goddard stakk upp á því, að Jim færi á dansleik með Normu Jeane það kvöld og að hann fyndi annan pilt til að. fara með Bebe. Bebe var stjúpdóttir Grace eða dóttir herra Goddard. Hún var á svipuðum aldri og Norma Jeane og mjög aðlaðandi. Þegar þetta var, vann Jim á næturvakt í Lockheed flug- vélasmiðjunum í nágranna- borginni Burbank. Hann svaf þegar móðir hans læddist inn í herbergi hans þennan eftirmið- dag og nældi miðanum í kodd- ann hans. Þegar hann vaknaði, vissi James ekki vel, hvað hann ætti að halaa. Hann hafði vitað, að Norma Jeane var stelpan sem bjó í næsta húsi og séð hana nægilega oft til að bjóða góðan daginn, en hann hafði aldrei látið sér detta í hug að bjóða henni út. Hún var of ung, fannst honum, og að auki átti hann vinkonu. En þessi hugmynd þeirra vin- kvennanna sótti á hann, og hann kastaði henni ekki frá sér. Og til að gera þeim tveim, frú Goddard og móður sinni, greiða, féllst hann á að fara með henni út einu sinni. Þegar þau fóru út það kvöld var James einn myndarlegasti pilturinn í öllu nágrenninu, en honum komu mjög á óvart elskulegheit Nórmu Jeane og þroski hennar, bæði andlegur og líkamlegur. Félagsskapur hennar var töluvert meiri og þægilegri en hvaða 15 ára stúlku sem var. Allt í einu fannst Jim sem Norma Jeane væri fullorðin. Hún töfraði hann með persónuleika sínum, fullorðinslegu tali og aðdáun sem skein út úr hverjum and- litsdrætti. Þau fóru út saman í annað sinn og eftir því sem mánuð- irnir liðu, mörg fleri skipti. Hvert stefnumót breikkaði brosið á andliti frú Goddard, því að hún sá að áætlun hennar var vel á veg komin. Fljótlega kom að því, að hún minntist á það við Jim sjálfan, að hann giftist Normu Jeane. „Hvað!“ hópaði hann upp yf- ir sig. „Giftast Normu Jeane? Hún er krakki ennþá.“ „Ef þú giftist henni ekki,“ sagði frú Goddard mæðulega, „þá verður hún að fara aftur á munaðarleysingjahælið þegar við förum.“ Jim var hjartagóður og því lét hann loks telja sig á að gift- ast Normu Jeane, og þann 19. 1 júní 1942, aðeins 18 dögum eft- ir að hún varð 16 ára, rann stundin upp. Goddard-hjónin voru búin að pakka saman öll- um eigum sinum, og þá var kominn tími til að hringja brúðkaupsklukkum. Norma Jeane Baker og James Dougherty urðu hjón við ein- falda athöfn, sem haldin var á heimili vinafjölskyldu, Howell- hjónanna. Norma var í hvítum, bróderuðum brúðarkjól, sem Anna frænka hafði saumað sjálf. Það kom einnig í hlut Önnu að „afhenda" eins og það heitiir í Amerík'u. Það var eitt af því síðasta sem Anna frænka gerði, því skömmu síðar dó hún, Normu Jeane til mikillar hryggðar. Hjónabandið var glatað frá upphafi. Marilyn lagði alltaf mikla áherzlu á það þegar hún sagði frá því. „Það var rangt sagði hún. „Ég hafði hugsað mér — og mig langaði — að ljúka við skólann í versta falli, en um leið og ég var gift vsr það ekki hægt. Ég komst að því, að hjónaband og skóli er ekki góð blanda, svo að ég hætti í skólanum." Norma Jeane og Jim bjuggu fyrst í stað með fjölskyldu hans, en fluttu svo í litla íbúð sem Marilyn sagði ekki vera mikið meira en lokrekkju. Framhald á bls. 41. 28. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.