Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 45
NYTT FRA RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 segja, en svo er maður kannski tættur sundur frammi fyrir al- þjóð. Það getur verið sárt, en þó get ég ekki sagt, að það hafi mjög slæm áhrif á mig.“ „Við vorum áðan að tala um íslenzka leikara á leið til út- landa til að leika þar. Telur þú íslenzka leiklist standa erlendri á sporði?“ „Mér hefur skilizt á þeim út- lendingum sem hingað hafa komið til að vinna í leikhúsinu hér, að þeir séu hrifnir af okk- ar leikhúsi. Til dæmis þau Dan- ia Krupska og Roger Sullivan sem settu upp „Zorba“, þau áttu ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. Já, ég held að okkar leikhús- standard standist alveg saman- burð miðað við aðstæður, enda sýna þessi glæsilegu tilboð, sem okkar ágætu leikurum hafa boðizt að undanförnu, að svo er.“ „Og ef við vendum okkar kvœði í kross einu sinni enn: Þú hefur unnið töluvert fyrir Æskulýðsráð?' „Já, ég hef gert það í mörg ár. Það hefur nú oftast verið þannig með byrjendur, að leik- listin hefur ekki gefið nóg í aðra hönd, og ég hef alltaf þurft að vinna með. Vinna mín hjá Æskulýðsráði hefur verið mjög lífrænt starf og í rauninni finnst mér alveg nauðsynlegt að vera í snertingu við æskuna. í sumar verð ég í Saltvík með börn sem þangað koma og eru á daginn við ýmiss konar leiki og störf. Það hefur verið mjög vel sótt og mér finnst starfið jákvætt, enda hefur það gefið góða raun. Svo hef ég lítilshátt- ar kennt leiklist og framsögn við Vogaskóla síðastliðin 3 ár.“ Þegar þarna var komið sögu gerðum við hlé og skoðuðum útsýnið frá efstu hæðinni í Gnoðavoginum, þar sem Jón býr ásamt foreldrum sínum og bróður. Þess mætti geta hér til gamans, að Jón er kominn bæði af frændum vorum Færeying- um og vinum okkar Dönum. Þó er hann harður á því, að hann sé algjör íslendingur sjálfur. Og rétt áður en við kvöddum Jón Símon Gunnarsson og þökkuðum fyrir okkur mundum við eftir kvenþjóðinni í landinu: „Þú ert ekki giftur, er það?“ Hann glotti við og blikkaði litmynd af fallegri stúlku í einu horninu. „Nei, ekki segi ég það nú ... allavega ekki enn, en það kemur vonandi að því.“ ☆ I BRÚÐKAUPSFERÐ MEÐ DAUÐANUM Framhald af bls. 11. — Lana... Hún var á lífi og hún var ó- meidd. Hann fjarlægði dúkinn og handklæðið og reisti hana upp. Rerbergið fylltist af fólki. — Ertu meidd? — Nei, sagði hún þreytulega og virti fyrir sér allt þetta fóljt. — Sandy! stundi hún, — Sandy Blake! Herra og frú von Holzen, Pusey lögfræðingur og Sandy Blake stóðu í gættinni. — Veslingurinn litli! hróp- aði Pusey. — Hvar funduð þér hana? Hva ... — Sandy Blake, endurtók hún hljómlausri rödd. — Hvað er hann að gera hér? Hvað hafið þér gert. Leikarinn John Tovery batt beltið á glæsilegum silkisloppn- um og leit inn um gættina. — Drottinn minn! sagði hann. — Hvað er hér um að vera. Er þetta nýtt morð, eða er þetta ástaratriði? Enginn hlustaði á hann. Jim leit á klukkuna. Hana vantaði tíu minútur í hálf tvö. Ef haun gæti haldið þessu gangandi í tuttugu mínútur í viðbót, þá væri honum borgið, lögreglan væri þá komin á vettvang. Einhver, sem þarna var við- staddur hafði myrt Peter Blake og einhver hafði gert morðtil- raun á konunni, sem hann hélt í örmum sér. Hann mátti ekki sleppa þeim úr augsýn, en hann varð líka að taia við Lönu í einrúmi. Hún hlaut að vita hver hafði bundið hana og fleygt henni þarna inn í skápinn. — Ég skal bera yður inn á herbergið yðar, frú Blake, sagði hann. — Þið hin verðið kyrr hérna inni. .. Þið getið farið inn í dagstofuna. Þar eru nógir stólar, þar sem þið getið setið meðan þið bíðið. — Bíðum? hrópaði Tovery. — Eftir hverju? Hvað á þetta allt að þýða? — Eitthvert ykkar hefir myrt Peter Blake, sagði Jim alvarlega. —- Einhver reyndi að myrða frú Blake. Lögreglan er á leiðinni. Þið verðið að bíða hérna, þangað til hún kemur. Sennilega eru fjórir saklausir, ég bið ykkur að vera mér hjálp- leg... — Vertu ekki svona heimsk- ur, Jim, sagði Tovery. — Ég er orðinn leiður á þessu. Lögregl- an yfirheyrði okkur í morgun og ef hún hefir eitthvert okkar grunað, þá hefði hún handtekið viðkomandi. Þú hefur ekki leyfi til að ásaka okkur um morð. Það er hegningarvert... —■ Ég skal sjá til þess að hann haldi sig á mottunni, sagði Pusey. — Komið henni í rúmið. Vertu ekki hrædd, Lana! — Komið henni í rúmið. Vertu ekki hrædd, Lana, endur- tók Blake háðslega. — Annist þennati litla vesaling. Hún hef- ir ekkj gert neitt annað af sér en að myrða manninn sinn ... — Raldið yður saman, sagði Jim og fór inn í svefnherbergi Lönu. — Fljótt, hvíslaði hann. — Hver réðist á þig? — Ég veit það ekki, ég... Er það satt að eitthvert þeirra hafi myrt Peter? — Hvað skeði eftir að þú yf- irgafst. mig á svölunum? Hún starði á hann og kyngdi. Svo tautaði hún eitthvað óljóst um að það hefði verið dimmt í her- berginu, þegar hún kom inn og Louisc lá á gólfinu. Þegar henni varð ljóst hvað skeð hafði reif hún upp dyrnar að dagstofunni, því liún hélt að lögreglumenn- irnir væru þar, en þeir voru horfnir og hún hljóp inn í hitt svefnherbergið til að leita þeirra. Einhver kom þá aftan að henni, fleygði einhverju yfir höfuð hennar og skipaði henni að þcgja. — Hann sagði... Pet- er hafði hrópað á hjálp .. Hann sagði að ... — Hver sagði hvað? En það vissi hún ekki. - Ég var svo hrædd... — Kvernig var rödd hans? — Ég man það ekki... jú, hún var lág og dimm ... En ég þekkti hana ekki... það var eins og hann væri að gera rödd- ina éþekkjanlega. Hún strauk þreytulega um ennið. — Ég var víst að missa meðvitundina, ég vissi ekki hvað var að ske... vissi bara að ég mátti ekki hljóða. Og þegar hann var far- inn, var eins og röddin yrði eftir, ég heyrði sömu orðin, aft- ur og aftur. En ég vissi að hann var farinn, það var ekki hann sem talaði, því að her- bergið suðaði ekki... Jim hrökk við. — Hvað ertu að segja? 28. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.