Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 41
„Við vorum fátæk, svo að auðvitað varð ég að gæta ítr- ustu sparsemi. Ég hafði þvegið diska og skrúbbað gólf þar sem ég hafði verið áður, en ég hafði aldrei lært að elda mat. Ég varð því að byrja á að læra það — og gerði það. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, lagt mig eins fram við nokkurn hlut og matargerðina í þá daga. Ég hlustaði á sérfræðinga í útvarp- inu, ég klippti uppskriftir út úr blöðum, ég fékk hjálp hjá ná- grönnunum, og einn þeirra kenndi mér að baka brauð. Síð- an bakaði ég brauð annan hvorn dag.“ Og þegar Jim Dougherty var að borða bitann sinn í vinn- unni, átti nann til að finna, á milli áleggs og brauðsneiðar, litla miða sem á stóð eitthvað á þessa leið: „Þegar þú borðar þetta, ást- in mín, hugsaðu þá um mig þar sem ég sem ég sef heima og læt mig dreyma um þig. Ástar- kveðjur og kossar, þín Norma Jeane.“ Eftir að Marilyn skildi við annan eiginmann sinn; Joe Di Maggio, var mikið rætt um matreiðsluhæfileika hennar, og þá náði blaðamaður nokkur í Jim Dougherty og sagði honum, að Marilyn, eða Norma Jeane eins og hann þekkti hana, hefði eldað alls kyns steikur handa Joe; hvort hún hefði gert það sama fyrir Jim? ,Steik?“ hrópaði Jim. „Nei, það eina sem ég man að hún hafi eldað eru gulrætur og grænar baunir. Það var aldrei neitt annað. Hvorugt okkar var hrifið af þeim, en við átum þær nær daglega, því að henni fannst litirnir fara svo vel sam- an á borðinu." Marilyn var sagt frá þessu. Hún er sögð hafa hugsað sig lengi um og sagt svo: „Ég reyndi að matreiða einfaldar máltíðir, ekkert stórkostlegt, ég veit það. En ég steikti kjöt og bar það fram með grænmeti. Mér fannst maturinn góður og Jim kvartaði aldrei við mig.“ En matur, góður eða slæmur, var ekki það sem Norma Jeane hafði ætlað sér. Hún gerði sér skyndilega grein fjrrir því, að hjónaband gat verið hundleið- inlegt. Nú var hún orðin fallega vaxin, mjaðmasveiflandi og sannkölluð Afródita, og henni leiddist að vera húsmóðir. Það hlutverk hafði þær afleiðingar að hún gat ekki nálgast tak- mark sitt. Þetta var ekki það sem hún hafði látið sig dreyma um allar næturnar á munaðar- leysingj ahælinu. En ömurleiki var ekkert nýtt fyrirbæri í lífi hennar, og hún lét allt ganga sinn gang á þann hátt sem áralöng reynsla hafði kennt henni að væri bezta leið- in: með þögn. Andúðin á þessu lífi magnaðist innra með henni en á ytra borði bar ekki á neinu. Hún gerði allt sem hún gat til að virðast hamingjusöm húsmóðir. En svo kom að því, að henni féllust hendur og þá gerði hún tilraun — þó „ekki mjög alvarlega" — til að fremja sjálfsmorð. Það var eitt síðasta áfallið sem hún varð fyrir. Líf hennar var að taka miklum breytingum og þær bar fljótt að. Niðurlag í nœsta blaði. OSYNILEG KONA Framhald af bls. 13. Svo ökum við af stað, þau tvö í framsætinu, ég í aftursætinu. Þegar við komum að búgarðinum ökum við áfram inn í skóginn, nemum svo stað- ar við rjóður og stígum út úr bilnum. Maðurinn minn og Gil- berta ganga hlið við hlið, mjög nálægt hvort öðru; ég er einum tuttugu metrum á eftir þeim. Við erum öll útbúin til veiða; með byssur, í skinnjökkum og stígvélum. Skógurinn er gisinn þarna; það er haust og jörðin er þakin visnuðu laufi. Trén eru gömul, stofnarnir gráir alveg upp í topp, ein og ein blaðlaus grein teygir sig eymdarlega út í loftið. Svartir smáfuglar hoppa til og frá, stinga goggun- um niður í blaðdyngjurnar og koma upp með spriklandi maðka, sem snúa upp á sig í nefum þeirra. Sólin er eldrauð eri mistrið er grátt eins og reyk- ur frá eldsvoða í fjarska. Mað- urinn minn gengur hægt, lítur einstaka sinnum við og snertir við Gilbertu, sem gengur ekki lengur við hlið hans, heldur að- eins fyrir aftan hann. Það er eins og Gilberta sé undrandi yfir því að hann skuli snúa sér svo snögglega við; hún hörfar ekki, heldur rekst hún á hann í hvert sinn sem hann snýr sér við, þrýstir sér upp að honum, snertir hann með brjóstum sín- um og maga. Ég sé þetta allt greinilega, og þá fer heili minn að vinna, al- veg upp á eigin spýtur. án þess að ég geti haft nokkurn hemil á. Ég er sem sagt ósýnileg fyrir manninum mínum; hann hagar sér eins og hann sjái mig ekki, heimurinn segirjá við hinum logagyiltu BENSONand HEDGES 28. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.