Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 31

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 31
ALDREI ÞREYTT, ALDREI HRÆDD Framhald af hls. 29. samstundis. „Jú, það kom nokkrum sinnum fyrir á ferða- lagi roínu í Perú, að ég varð hrædd, þegar þyrlan flaug hættulega hátt. En það var ekk- ert, sem ég gat gert í málinu, og því slakaði ég bara á.“ Pat Nixon trúir kannski á það, sem hún nefndi „forlög“ í samtalinu við mig. Líklega trú- ir hún á, að það sé um að ræða einhverja áætlun eða skipan eða einhvern skipuleggjanda, einhver æðri máttarvöld, sem ráði lífi okkar á vissan hátt og vegna vissra ástæðna, sem við þekkjum alls ekki. Hún mælti til dæmis þessi orð við mig: „Ég hefði getað fengið störf á öðr- um stöðum. En ég fór til Whitt- ier, og þar starfaði ég við kennslustörf. Og þar hitti ég Dick. Það voru forlögin." Ég var enn að hugsa um öku- ferð þessarar 18 ára stúlku yfir þver Bandaríkin og spurði: „Hvað hefðu gömlu hjónin gert, ef þér hefðuð orðið veik?“ „Ég verð aldrei veik. Og þér skuluð ekki verða svona undr- andi á svipinn yfir þessari yf- irlýsingu. Ég verð bara ekki veik. Ég hef að minnsta kosti ekki enn orðið það. Dæturnar segja, að það þýði ekkert að skýra mér frá því, ef þeim líð- ur ekki sem bezt. Þær segja, að það þýði ekki að leita samúðar hjá mér.“ Þessi orð hennar grundvöll- uðust ekki á kenningum þeirra, sem aðhyllast „Kristileg trúar- vísindi“ (að minnsta kosti ekki hinar formlegu kenningar þeirra trúarbragða), heldur miklu fremtu á seiglu og þraut- seigju af svipuðum toga og landnemarnir höfðu til að bera. „Gefstu aldrei upp fyrir erfið- leikunum.“ HJÁLPARHÖND Þegar Thelma Patricia Ryan hafði lokið hinni löngu ökuferð til Austurstrandarinnar, útveg- aði þessi unga og framtakssama stúlka sér starf á rannsóknar- stofu berklahælis norðan til í New Yorkfylki. Hún vann þar í sex rnánuði. „Flestir sjúklinganna voru svo ungir og haldnir miklu lífs- hungri. Og flestra þeirra biðu þau örlög að deyja ungir. Kannski hefur þetta hálfa ár mitt þarna verið... verið...“ Hún leitaði að orði, er gæti lýst tilfinningum hennar. & carmen með aðstoð carmen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verður frísklegra og lagningin helzt betur með Carmen.__________ Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Afborgunarskilmálar, útborgun kr. 1.000,00. Carmen 7 með tösku....... — 18 — — ...... Carmen 20 í tösku ....... kr. 2.071,00 — 2.317,00 — 2.966,00 — 2.966,00 — 3.264.00 Taska sér kostar kr. 367,00. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. — Jú við vorum vön a fara bæði í samkvœmi og leikhús, en það var meðan eitthvert lífs- mark var með honum Alfreð —• Til að byrja með get ég sagt yður að þér eruð taugaveikl- aðurl 28. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.