Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 44

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 44
— Hálfu kílói léttari í dag, elskan mínl á „Litla sviðinu" í Lindarbæ. Fyrst tvo einþáttunga undir stjórn Kevins Palmer, „Dauði Bessie Smith“ og „Yfu-borð“. í því fyrrnefnda lék ég ágætt hlutverk, kynblending, en það var ádeila á kynþáttamisrétti. Fyrst áttu þessir einþáttung- ar bara að vera skólasýning um vorið þegar við útskrifuðumst, og var litlu til þeirra kostað: fáir búningar saumaðir og eng- in leiktjöld smíðuð, bara svart- ar drappéringar. Við máttum bjóða foreldrum okkar og að- standendum og eins buðum við nemendum frá Ævari Kvaran og leikskóla Leikfélags Reykja- víkur. Sýningin þótti þó takast svo vel, að okkur var gefið leyfi til að taka hana aftur upp um haustið, og þá fyrir almenning. Þá var farinn að myndast þessi kjarni sem við kölluðum síðan „Leikflokk Litla sviðsins". Við sýndum þessa tvo einþáttunga þarna um haustið 1968 10 sinn- um og gekk ágætlega. Eftir það sýndum við svo „Billy lygara“, gamanleik, og sló sú sýning öll met í Lindarbæ, bæði fyrr og síðar, held ég að mér sé óhætt að segja. Það var uppselt á all- ar sýningar í lengri tíma. Þar lék ég sextugan karl- skurf, geðillan og taugabrengl- aðan og þurfti að leika 40 ár uppfyrir mig. Samt hafði ég ákaflega gaman af því hlut- verki og sumarið eftir fórum við með leikritið í leikför um landið. Síðasta viðfangsefnið var svo „Tíu tilbrigði" eftir Odd Björnsson, en þá var hópurinn farinn að tvístrast. Sumir voru farnir að fá hlutverk í leikhús- unum, nokkrar lögðust í barn- eignir og þar fram eftir götim- um, þannig að við sáum okkur ekki fært að halda starfseminni áfram — þó svo að við hefðum ætlað okkur það. Þetta var náttúrlega fyrst og fremst áhugi, við vildum umfram allt fá að leika, en vinnan var mikil fyrir lítið sem ekkert kaup, þannig að þessi skemmtilega tilraun okkar var brátt á enda.“ „Þú hefur þó leikið eitthvað með þessu í Þjóðleikhúsinu? „Já, ég var með í barnaleik- ritinum og eins fékk ég smá hlutverk við og við. En stærsta hlutverkið, sem krafðist ein- hvers, var svo hlutverk bylt- ingarsinnans Perchiks í „Fiðl- aranum á þakinu“. Veturinn eftir lék ég svo sem „guest star“ hjá Leikfélagi Kópavogs, enda hafði ég ekki svo mikið sem eina setningu hjá Þjóðleikhús- inu þann vetur. Hefði ég ekki verið svo heppinn að fá þessi hlutverk í Kópavognum hefði ég hreinlega orðið vitlaus. Svo í vetur hef ég, eins og fram hefur komið, haft nóg að gera í Þjóðleikhúsinu og lék núna síðast mína lang stærstu rullu til þessa, Nikos í Zorba.“ „Hvernig líkar þér Nikos?“ „Mjög vel, en miðað við bók- ina er hlutverk hans í leikrit- inu ákaflega fátæklegt.“ „Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst verkið sjálf vera það í heild.“ „Það er ekki óeðlilegt að ekki verði mikið úr 300 blaðsíðna bók í tveggja og hálfs tíma löngu leikriti með söngvum. Það gefur auga leið að þar verður að þjappa saman æði miklu efni og stikla á stóru. Mér hef- ur líka fundizt fólki hætta við að bera leikritið of mikið saman við myndina, sem er náttúrlega ekki hægt, því kvikmyndaleik- ur og sviðsleikur eru tvennt ó- líkt. Eitt augnatillit í kvikmynd getur til dæmis sagt miklu meira en heil ræða 4 leiksviði." ,.En Falur, sá ágœti bóndi Bet.úélsson?“ „Það var ákaflega skemmti- legt að fást við Fal. Við fórum öll þarna vestur á firði til að taka upp útisenurnar, sem voru að mestu leyti teknar upp á eyðibýlinu Arnarnesi í mynni Dýrafjarðar; ákaflega skemmti- legt ferðalag og lærdómsríkt, ekki sízt fjrrir það að Guð- mundur Hagalín var sjálfur með okkur í ferðinni, og hann lét ekki sitt eftir liggja til að gera ferðina sem ánægiuleg- asta og eftirminnilegasta." „Nú voru dómar hér, í hlut- verki Fáls, ekki ákaflega hlið- hollir." „Tia, það sem mér hefur nú aðallega skilizt — allavega þar sem komið hefur verið framan að manni; maður veit ekki svo glöggt um það, sem sagt er að baki manns —’ er að fólk fann að fatnaðinum. En þar finnst mér fólk flaska á því, að þetta er alls ekki svo gamalt. Sagan gerist 1915—20 og það er ekki svo langt síðan það var. En það sem veldur þessu er náttúrlega forneskjan í Kristrúnu gömlu. í bókinni kemur það til dæmis fram, að hún vildi ekki sjá em- aleruð ílát og þessháttar, sem komið var á markaðinn, heldur hélt hún fast við sín gömlu tré- ílát og trékyrnur. Og í sögunni er kafli um fatnaðinn, sem var ákaflega vel gerður og ekki slorlegur — all- ur útsaumaður af mektarkvinnu einni þar í sveit. Mér hefur virzt, að fólk vilji helzt hafa haft Fal í einhverjum ógurleg- um görmum og helzt eins lura- legan og hægt var.“ „Falur virkaði nú svona og svona á mig, en hann vann mjög á þegar á reyndi...“ „Já, mikil ósköp, þetta var mikill öðlingsmaður. Það nátt- úrlega hefur sitt að segja, að hann bjó þarna aleinn með móður sinni lengst norður á dratthala veraldar og þar af leiðandi var hann orðinn ein- rænn og forn í skapi. En það var lángt í frá, að þau Hamra- víkurmæðgin væru fátæk. Allt í kringum þau voru mikil auð- ævi: Rekaviðurinn, dúntekjan, eggjatekjan og silungurinn í því vatni Hamravíkurvatni.“ Þegar við komum fyrst til Jóns barst í tal, að það væri gaman fyrir íslenzka leiklist, að nú væru tveir íslenzkir leikar- ar að fara utan til að starfa í erlendum leikhúsum. Við spurð- um Jón hvort hann langaði ekki að gera slíkt hið sama: „Mig langar til að fara og sjá mig um og jafnvel að læra eitt- hvað, en ég myndi ekki treysta mér til að setjast á skólabekk þar ytra í tvö eða þrjú ár. Vissulega myndi ég vilja fara á einhverskonar námskeið ef ég færi og þá myndi ég nota tæki- færið og fara í leikhús eins og ég hef raunar gert í þau skipti sem ég hef siglt síðan ég út- skrifaðist. Allavega langar mig að læra eitthvað meira.“ „Mig langar til að koma að öðru: Þú hefur verið töluvert í sjónvarpsauglýsingum. hvernig likar þér það?“ „Ef þú meinar hvernig mér líkar að vinna fyrir sjónvarp, þá hefur mér líkað það mjög vel. Fyrst til að byrja með þótti mér alveg voðalegt að heyra í sjálfum mér, til dæmis þegar ég var fyrst að leika í útvarpsleik- ritum og þess háttar, en það kemst upp í vana. Ég hafði til dæmis furðu gaman af að horfa á „Kristrúnu í Hamravík', þótt ég væri sjálfur í myndinni. Varðandi auglýsingarnar sjálfar, þá er mér lítið um þær gefið og tel jafnvel, að þær geti verið manni skaðlegar. Fólk fær víst nógu fljótt leið á manni, þótt maður sé ekki að hella sér yfir það í sjónvarps- auglýsingum kvöld eftir kvöld og viku eftir viku. Hitt er ann- að mál, að ég hef ekki lesið inn á sjónvarpsauglýsingu í lengri tíma og margar þeirra auglýs- inga sem nú er verið að sýna með mér í sjónvarpinu eru allt að þriggja ára gamlar — enda fæ ég oft gæsahúð, þegar ég sé þær og heyri. Nú orðið tel ég mig geta dæmt nokkurn veginn hlutlaust um mína eigin rödd, til dæmis ef ég les sögu í útvarp eða eitt- hvað þessháttar." „En hvað geturðu dœmt mik- ið um það sem þú gerir á svið- inu?“ „Ég er vitaskuld ekki eins viss með þetta þar en smátt og smátt fær maður þó einhverja hugmynd um það sem maður er að gera á sviði. Maður hefur þar jú í flestum tilfellum leikstjóra sem maður getur treyst og eins kemur það fyrir að vinir manns og kollegar koma til manns og segja í hreinskilni hvað þeim finnst og það getur oft verið ágætt — ef maður ber traust til viðkomandi. Betur sjá jú augu en auga, en auðvitað getur mað- ur ekki hlaupið eftir hverjum og hverju sem er, en maður tekur tillit til þeirra, sem mað- ur heldur að viti hvað þeir eru að segja.“ „Tekurðu til dæmis mark á gagnrýnendum?“ „Ég les yfirleitt ekki gagn- rýni nema sé verið að fjalla inn eitthvað, sem ég hef verið í sjálfur og þá tek ég ekki ýkja mikið mark á því, ýmissa hluta vegna. Yfirleitt finnst mér ég ekki græða mikið á gagnrýni. Ég sé allar sýningar hér sjálfur og vil því fá að draga mínar eigin ályktanir og mér finnst fólk ekki gera sér það nægilega ljóst að gagnrýni er ekkert annað en skoðun eins manns — en þessi skoðun á að vísu að vera fagleg. Nú hugsar kannski einhver með sér, að ég segi þetta bara vegna þess, að ég sé gramur út í gagnrýnendur, en ég tel að ég megi fullt eins vel hlusta á þann sem segir, að ég hafi staðið mig vel og þann sem segir, að ég hafi staðið mig illa. Staðreyndin er sú, að maður rembist við að gera eins og maður getur, leggur bókstaf- lega sál sína á fat, ef svo má 44 VIKAN 28. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.