Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 19
Barbro Karabuda reynir að gera sig skiljanlega við konur í kúrdiska bænum, sem liggur hátt uppi í fjöllunum. Þær geta ekki hugsað sér að flytja niður á sléttuna. Þannig lítur hin glæsilega höll Tyrkjanna út í dag. Þarna bjó landstjórinn og þá var þetta miðdepill héraðsins. Við eruin ekki þau fyrstu sem reyna að finna örkina hans Nóa. Óteljandi vísindaleiðangrar hafa, með leyfi tyrknesku yfir- valdanna komizt upp á fjallið Ararat, þar sem örkin hans Nóa á að hafa strandað, eftir því sem segir í Biblíunni. Ararat stendur eins og sykur- toppur á norð-austur fleygnum af Tyrklandi, milli frönsku og sovézku landamæranna. Fjallið hefur löngum verið tákn Ar- meníu innan Sovétríkjanna. Þarna býr fjölmennur kyn- flokkur af ættum Kúrda, sem hafa aðsetur sitt í austurhluta Tyrklands. Þetta svæði er, hern- aðarlega séð, mjög mikilvægt og liggur rúmum 5 þúsund metrum fyrir norðan flutninga- leiðina milli Tyrklands og Iran. Við hliðina á fjallinu stendur Litla Ararat, eins og barn við hlið móður sinnar. Það var þá hingað sem synda- flóðið fleytti örkinni hans Nóa, eftir því sem biblían segir. En í kóraninum er sagt að örkin hafi strandað á fjallgarðinum Cudi, sem liggur í Tyrklandi suð-austanverðu, milli sýr- lenzku og írönsku landamær- anna. Þegar við hófum kvikmynda- ieiðangurinn „í leit að örkinni hans Nóa“, fórum við eftir frá- sögnum tveggja helgra bóka um syndaflóðið, en þar að auki höfðum við líka góða loftmynd af Ararat til að fara eftir. Á oinni loftmynd af Ararat- svæðinu, sem tekin var af tyrkneska herforingjaráðinu, höfðum við tekið eftir lægð, sem að stærð og lögun líktist örkinni. HÁTÍÐIR TIL MINNINGAR UM NÓA Eftir hinni heilögu bók Is- lams strandaði örkin á fjall- garðinum Cudi fyrir ævalöngu þegar Tigrisfljót flaut yfir bakka sína og flæddi yfir land- ið með svo ofsafengnum krafti að það sópaði í burtu öllu lif- andi og auðvitað öllum mann- virkjum líka. Á Tigrisbökkum efast enginn um að örkin hafi strandað á Cudi. Fólkið fer í þúsunda tali í pílagrímsgöngu upp á fjallið, til að minnast með eldfórnum spámannsins Nóa og hinna miklu náttúruhamfara, sem eyddu land þeirra. Á nokkrum heimilum eru til spýtur og við- arbútar, sem eiga að vera leyf- ar af örkinni. Þarna búa Arabar, Kúrdar og Tyrkir Margir lifa eingöngu á smygli Tungan er mjög blönd- uð, útflutningsvörur þeirra eru aðallega sauðfé og ungar stúlk- ur. Sauðfé selja þeir með hundrað prósent ágóða yfir landamærin til Sýrlands og fyrir tólf ára stúlkur fá þeir um það bil 170.000 krónur. Cizre liggur 45 kílómetrum frá Cudi fjallgarðinum, milli sýrlenzku og írönsku landa- mæranna. íbúarnir þar eru um fimm þúsund. Þar er hræðilega heitt. Fólkið sefur á þökum húsanna, enda er mikið af eit- urkvikindum þarna og mikið um sjúkdóma. Hitinn er venju- lega 50 gráður í skugganum. Rétt fyrir innan sýrlenzku landamærin, þar sem fljótið tekur beygju, er hægt að eygja Jafetsbrú. Spölkorn frá ár- bakkanum, Tyrklands megin, er gröf Nóa. Islamsmenn kalla hann spámann og Cizrebúar eru vissir um að þarna sé hann grafinn. Feður hafa sagt sonum sínum söguna um gamla mann- inn og fljótið mikla, mann fram af manni. Minningin um hann er mikils virt og menn þyrpast að grafhýsi hans, til að sjá hin- ar helgu minjar; kistuna, kór- aninn og steininn frá árinu 817, þar sem rúnirnar á steininum segja að Nói sé grafinn í Cizre. Gröf Nóa er á svæði sem sagt er að vitrir menn hafi búið og leyfar af fornminjum, sem hafa fundizt þar, bera með sér að þarna hafi áður búið menn- ingarþjóð. í bæjunum í kringum Cizre er trúin á samband Nóa við Cudi og Cizre mjög sterk. Þar hefir enginn heyrt talað um fjallið Ararat í sambandi við spámanninn Nóa. En dagleið þaðan í vestur, að Mardin, komum við í lítinn bæ — Kilit. Þar búa kristnir Sýr- lendingar og kirkjan og prest- urinn eru miðdepill alls sem þar lifir. Þarna hafa orð biblí- unnar um Nóa og syndaflóðið aldrei verið dregin í efa og Ararat er heilagt fjall í þeirra augum. „ÖRKIN“ HERNAÐARLEYNDARMÁL Síðar tók það okkur marga daga að þræða austasta hlutann af Tyrklandi múhameðstrúar- manna, til að komast til Ararat, þar sem von var til að við fyndum örkina. í Dogubeyazit vorum við svo heppin að fá flugvél og aðstoð hernaðaryfirvaldanna — og fundum, eftir ótal flugferðir yf- ir fjallið, hina arkarformuðu lægð milli Ararat og Tendúruk- fjallsins. Svo fórum við að út- búa leiðangurinn. Þar sem „örkin“ var á hernaðarsvæði var allt umhverfið hernaðar- leyndarmál og við þurftum alls- konar leyfi og öryggisútbúnað frá hernum, svo við dvöldum í vikutíma við rætur Ararat, áð- ur en við lögðum í hina löngu ferð á jeppum til Tendiirúk. Við vorum fyrsti leiðangurinn, sem sneri baki við Ararat. Eftir nokkurra klukkutíma akstur var okkur ljóst að við komumst ekki lengra akandi og þá urðum við að halda ferðinni áfram á hestum og ösnum, upp að þorpinu sem lá hæst, þar sem við náttuðum. Aðeins einn maður í þessum bæ Kúrdanna talaði tyrknesku. Okkur var boðið te úr tyrk- nezkum samovar, sem hann hafði keypt upp á krít í Jran. Um hver mánaðarmát laumað- ist hann ólöglega yfir landa- mærin til að borga af skuld- inni. Við sátum svo þarna á gólfinu og hlustuðum á mann- inn raula þunglyndislega söngva, þangað til næturkuld- inn lagðist yfir okkin-. Ekkert af íbúum þessa bæjar gat hugsað sér að búa niðri á Framhald á bls. 34. 28. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.