Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 27
hún líktist Marlene Dietrich, hinni frægu þýzku fegurðardís, án þess að ég vissi það þá, að hún er að nokkru leyti af þýzk- um ættum. Hún hefur sömu rafgulu, skásettu augun, næst- um slafnesk, neðan undir ljósu hári, sem eitt sinn var rautt, og sama sterklega nefið og meitlaða hökusvipinn. Þetta er leyndardómsfullt andlit, sem lýtur fullkomnum aga. Það er líkt og það sé höggvið í marm- ara. Það er áhrifamikið fyrir leikkonu og söngkonu. Og það er einr.ig áhrifamikið fyrir for- setafrú. En það er einnig þrung- ið dulúð. Andlit Pat Nixon er „einka- andlit“, andlit konu, sem vill eiga sitt einkalíf sjálf, sem er fremur innhverf, en ekki opin- ská. Beinabyggingin bendir til slíks. Það gerir einnig skapgerð hennar. Og hin erfiða reynsla hennar sem ungrar stúlku hefur einnig stuðlað að því sama, einnig hálfur þriðji áratugur í miskunnarlausu sviðsljósaflóði stj ornmalalifsins. I augum fjöldans er líf hennar sýning, líkt og líf Marlene Dietrich. En munurinn er sá, að íorsetafrúin er ekki stjarna sýningarinnar, heldur aukaleikari. Það virðist erfitt að gera sér í hugarlund, að það væri hægt að leika það hlutverk betur. En er þar um Pat sjálfa að ræða? Eða er þar bara um að ræða leik í hlut- verki? HERT STÁL „Pat er í rauninni mjög feim- in persóna." Richard Nixon hef- ur viðhaft þessi orð um konu sína. „Hún herðir sig upp, þegar hún þarf að koma fram opin- berlega og gegna opinberum skyldustörfum. Og því er eins farið með hana og aðra þá, sem eru að gera eitthvað sem þeim er ekki eðlilegt að gera, heldur þurfa að hafa talsvert fyrir því. Hún lætur lita svo út sem þetta sé henni allt of auðvelt. Hún kann að virðast agaðri, jafnvel kaldlyndari en þær persónur, sem eiga óskaplega auðvelt með að koma fram opinberlega og virðast ekki hafíi neinar áhyggjur af því eða láta sig það nokkru máli skipta. Ein af uppáhaldsbókum Pats er bókin „Gjöf frá hafinu“ eftir Anne Morrow Lindbergh. í bók þess- ari skrifar frú Lindbergh úm þörfina fyrir einveru. Pat álít- ur það yndislegan dag, þegar hún hefur frelsi til þess að ganga rólega í kyrrð og næði eftir einhverri auðri sjávar- strönd.“ Vegna skapgerðar sinnar og tilfinningar fyrir því, hvað er viðeigandi, finnst Pat Nixon spurningar og forvitni um einkalíf hennar mjög ógeðfellt. „Ég held, að fólk geti dæmt aðra eítir því, hvað þeir gera og hvernig þeir breyta," sagði hún. „Það er það, sem máli skiptir, en ekki skapgerðar- krufning og persónuleikamat.“ í október síðastliðnum sat ég gegnt henni í risavöxnu for- setaflugvélinni „Air Force One“ á heimleið frá heimsókn for- setahjónanna til írlands. Flug- vélin þaut þögul um loftið, stöð- ug eins og risavaxin ugla. For- setafrúin bjóst til að hefja blaðaviðtal við mig, að vísu ekki af neinum áhuga en kurt- eislega og á þann hátt, að hún virtist veita spurningum mín- um fulla athygli. Hún hafði dvalið í þrem löndum síðustu þrjá dagana. Hún hafði hitt kónga og drottningar, forsætis- ráðherra og elzta manninn í Timahoe, frændfólk í fjórða legg í Balinrobe og börn, sem veifuðu fánum. Það hafði þurft að flýta klukkunni og seinka vegna tímabeltisskiptingar, og 28. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.