Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 24

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 24
„Mér finnst ég ekki geta kallað mig listamann, VIKAN heimsækir Jón S. Gunnarsson, leikara og spjallar við hann um heima og geima. Jón Símon Gunnarsson heitir einstaklega dagfarsprúður ung- ur maður hér í bæ. Hann er lausráðinn leikari við Þjóð- leikhúsið og hefur leikið nokk- ur hlutverk þar að undanförnu, auk þess að hafa leikið Fal bónda Betúelsson i sjónvarps- leikritinu „Kristrún í Hamra- vík“ og gert sitthvað fleira. „Ég kalla mig ekki leikara, sé leikari listamaður,“ sagði Jón, þegar við heimsóttum hann á heimili hans og foreldra hans í Heimunum ekki alls fyrir löngu. „Mér finnst ég einfald- lega ekki hafa unnið fyrir því ennþá og því skrifa ég mig ein- faldlega Jón S. Gunnarsson. í símaskránni er ég ekki titlaður „leikari" af sömu ástæðu. Ef til vill geri ég það einhvern- tíma, en fyrst þarf ég að sanna fyrir sjálfum mér að ég eigi það skilið.“ Jón segist upphaflega ekki hafa ætlað að leggja fyrir sig leiklist, hún hafi aðeins verið fjarlæg draumsýn, en svo hafi hann ekki staðizt freistinguna. í þessu viðtali okkar var hann mjög hreinskilinn og rakti sögu sína, ef svo má segja, og byrjaði auðvitað á byrjuninni- „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvenær það var sem ég fékk „delluna“,“ sagði hann, „en þegar farið var með mig til að sjá barnaleikritin í Þjóð- leikhúsinu hér áður fyrr fannst mér það alveg óskaplega spenn- andi og stórkostlegt. Og áhug- inn hefur víst verið það mikill, að þegar ég var eitthvað 12—13 ára, þá stofnaði ég brúðuleikhús ásamt góðum vini mínum. Þá bjuggum við í Bústaðahverfinu og seldum inn á krónu eða krónu og fimmtíu og sýningar fóru fram í miðstöðvarherberg- inu í kjallaranum heima hjá honum. Þarna lékum við leikritin og sömdum allt sjálfir. Vinur minn hafði miklu dýpri rödd en ég og lék alla kallana en ég fékk Atriði úr Zorba, þar sem Jón lék sitt stærsta hlutverk til þessa, Nikos, eða „fóstra" eins cn Zorba kallaði hann. A myndinni hér að neðan er Jón í hlutverki Fals Bethúelssonar í „Kristrúnu í Hamravík".

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.