Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 36
SUMARBÚSTAÐUft!
Leggöu spiliná hilluna og taktu þig til.
t>ú slæri upp grindinni, síhan er au&velt
og édýrt aé klæéa grindina meé GEEZK
plastklæéningu. Falleg, vi&haldsfrí, góft
einangrun, 100 ’/. vatnsheld, 5 litir.
Kanna&u möguleikannasem(™Xbýéur
upp á. Allar nánari upplýsingar hjá
Andra hf.
Öldugöfu 70. Simi 23955.
verið fyrir allt útsýni með
tjaldi. Getur það verið að í því
felist eitthvað af leyndardómn-
um um syndaflóðið?
HJONABAND EÐA...
Framhald. af bls. 17.
uðu hana Normu Jeane, „the
Human Bean“. Og í skólaleik-
ritunum lék hún stráka og það
fannst henni síður en svo gam-
an. En einn góðan veðurdag,
þegar hún var 12 ára, fór hún
að þroskast — líkamlega. Hún
fór að nota varalit (þegar Anna
frænka sá ekki til) og skemmti
sér dátt þegar strákar úr öðrum
borgarhverfum héldu hana
minnst 17 ára.
En allt gott tekur enda. Það
hefur verið margsagt hér. að
framan og hér kemur það enn.
Árið 1941 varð Norma Jeane að
fara frá frú Lower. Elli og slæm
heilsa komu í veg fyrir að hún
gæti séð um stúlkuna, sem
henni þótti svo vænt um og
tregablandin afsalaði hún sér
umráðarétti yfir barninu.
Og Norma Jeane, sem ekki
var lengur kölluð „baunagras-
ið“, var ekki lengur horuð
stelpa, heldur nær fullþroskuð
kona, þótt hún væri ekki nema
15 ára. Hún kvaddi Önnu
frænku og hélt af stað á sitt
nýja heimili. En það var ekki
til að hefja á ný það sem áður
hafði svo oft gerzt, því að í þetta
skipti var heimilið hjá „gömlu
foreldrunum“ hennar og vinum:
Grace frænku og manni henn-
ar, „Doc“ Goddard. Nú bjuggu
þau í lífsþægindum í Van Nuys,
úthverfi Los Angeles og tók á
móti Normu Jeane með opnum
örmum.
Norma Jeane var orðin 15
ára, eins og áður segir, .og þar
af leiðandi komin á mennta-
skólaaldur. Um miðjan septem-
ber árið 1941 byrjaði hún nám
við Van Nuys High School.
Sá dagur var afar ólíkur
fyrsta degi hennar í barnaskól-
anum forðum. Nú var hún eins
og allar hinar stúlkurnar,
sjálfsörugg og lífsglöð. Og hún
hafði eitt fram yfir þær flestar:
Fallegan og þroskaðan líkama
— og göngulag sem vakti þegar
mikla athygli á göngunum í
Van Nuys High School. Áhrifin
voru, eftir því sem Marilyn
sagði sjálf, mismunandi.
„Hinar stúlkurnar spurðu
mig oft hvers vegna ég gengi
svona,“ sagði hún. „Sennilega
hafa strákarnir verið að horfa
á eftir mér og það hefur gert
þær afbrýðissamar. Ég sagði
þeim, að ég hefði lært að ganga
þegar ég var 10 mánaða gömul
og hefði gengið „svona“ síðan.
Ég hef aldrei gengið „svpna“
viljandi. Fólk segir, að ég dingli
öll og dangli í allar áttir, en ég
skil það ekki. Ég bara geng. Ég
hef aldrei dillað mér af ásettu
ráði en allt mitt líf hef ég átt
í vandræðum með fólk, sem
heldur fram að svo sé.“
En það var þetta göngulag,
sem gerði henni skyndilega
ljóst, að hún hafði sitthvað sem
hinar stúlkurnar öfunduðu
hana af. Og sem staðfesting
þessarar vissu hennar varð sá
áhugi, sem piltarnir fóru að
sýna henni.
Stefnumót fylgdu. Með pilt-
um á hennar aldri og eilítið
eldri í einstaka tilfellum, en
allt voru það góðir drengir frá
nágrenninu og skólanum. Þau
fóru í bíó, á ströndina og í
partý.
Um sama leyti og Norma Je-
ane var að festa rætur í þessu
nýja umhverfi; um leið og hún
var farin að, njóta þessara
skyndilegu vinsælda, ákváðu
Grace frænka og „Doc“ að
flytja til Vestur-Virginíu. Þar
var aðeins einn hængur á —
Norma Jeane gat ekki komið
með. Goddard-hjónin gáfu
enga skýringu á því.
Hvað átti nú að verða um
Normu Jeane?
Hún var aðeins 15 ára og varð
annaðhvort að fara aftur á
munaðarleysingjahælið eða, í
bezta falli, að fara á nýtt fóst-
urheimili.
Grace frænka var niðurbrot-
in af þeirri tilhugsun, að nú
þyrfti Norma Jeane að snúa
aftur til þess lífs sem hún hat-
aði. En hún fékk hugmynd:
Hjónaband!
En hverjum átti hún að gift-
ast? Allir piltarnir sem Norma
Jeane hafði farið út með voru
bókstaflega börn. Enginn þejrra
hafði lokið við skyldunám
hvað þá meira og því síður gat
einhver þeirra séð fyrri konu.
En áætlun Grace frænku tók
smám saman á sig mynd. í
næsta húsi bjó ungur maður, 22
ára og gjörvilegur í alla staði.
Hann var sú týpa sem þótti ekta
amerísk, þár og sterkur og karl-
mannlegur, með djúpstæð, blá
augu, brúnt hár og vel snyrt
yfirskegg. Hann var þekktur
fyrir að vera heiðarlegur,
áreiðanlegur og í fullkomnu
jafnvægi.
Og hann var í fastri vinnu.
„Það var aðallega það sem
fólk sá í þessu,“ sagði Marilyn.
„Þau vildu, að ég giftist, svo að
36 VIKAN 28. TBL