Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 15

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 15
Frá hljómleikum DEEP PURPLE í Laugardalshöllinni. Koma Family, Marmalade og Pink Floyd í septem- ber á sömu hljómleikana? Stóra myndin er af Ritchie Blackmore, bezta gítarleik- ara sem hér hefur komið. Hægra megin við hann er Roger Glover, bassaleikari sem var í þrumandi har- móni við My Sweet Lord, Jón litla orgelleikara, einn snjallasta poppara nútímans, þar fyrir neðan. Lengst til hægri er Kristur konungur, lan Gillan og vinstra megin við hann er lan Paice, trommari sem byrjaði á þvl að tæta af sér skyrtuna og spilaði hálfstrlpaður all- an tímann. Myndin þar fyrir neðan er svo af hljóm- sveitinni á sviðinu. - Purple in Rock“. Síðan var far- ið út í „Strange Kind of Wo- man“, sem Ian Gillian, söngvar- inn, sagði vera af næstu LP- plötu sem er væntanleg innan tíðar. Áheyrendur fögnuðu gíf- urlega þegar þessi lög voru kynnt og ekki minnkaði það þegar þriðja lagið var „Into the Fire“, einnig af DP 'in Rock“. Þó vakti það hvað mesta lukku þegar Gillian, með langri ræðu, kynnti fjórða lagið, „Child in Time“ og þar, í langri impróví- seringu, brá Jon Lord. sér yfir á píanóið og lék dágóðan kafla, með klassískum áhrifum. Öll lög þeirra á þessum kon- sert voru unnin þannig að í miðju var komið fyrir löngum og tilþrifamiklum impróvíser- ingum og þá rokkaði Lord gjarnan á milli orgelsins og píanósins. Blackmore, sem var stjarna kvöldsins, tætti gítar- inn í þúsund mola með frábær- bærum leik og á meðan hvarf Gillian á bak við. „Má ég kynna fyrir ykkur ían Paice," sagði Gillian svo. „líann ætlar að láta ljós sitt skina' í. eigin útsetningu af „Paint it Black“. Og hvílík út- setning. Stones gerðu þetta skemmtilega þungt hér í gamla daga, en þarna tókst Paice að auka perskússjónina til mikilla muna án þess að yfirgera hana og áður en nokkur vissi af var hann orðinn einn á sviðinu og tók langt og skemmtilegt trommusóló. En þar komu áheyrendur, allavega stór hluti þeirra, upp um sig: Óskapleg ókyrrrð komst á, allir hlupu í poppkorn og kók og minnihlutinn, sem kom til að hlusta í alvörunni fór í fýlu og heimtaði að þessi „krakkalýður sem ekkert skil- ur“ yrði rekinn út — eða alla- vega bannaður aðgangur að næsta konsert. Svo komu hinir inn á aftur og þá fannst öllum gaman. Þá Framhald á bls. 43. 28.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.