Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 43
Hnsoagnavepzlin 1 levkiavíknr I . ’lllaregÍteM :;fÍp^§§§% .... . Létt og stílhreint sófasett teiknað af Gunnari Magnússyni húsgagnaarkitekt. Eins — tveggja og þriggja sæta. Viðartegundir: Ljós fura og lituð. Hnsoaonaverzlun liokiavíkur Brautarholti 2 -— sími 11940 eins og ég sé alls ekki til. En ósýnileg' persóna getur aftur á móti gert ýmislegt, sem sýni- legu fólki leyfist ekki. Það er til dæmis hægt að nota sér af því að vera ósýnilegur, lyfta byssunni, miða á einhvern og skjóta. Enginn tekur eftir því, þegar maður er ósýnilegur. Það getur á vissan hátt verið óþægi- legt að vera ósýnilegur, en það hefur líka sínar góðu hliðar.. Nú heyrist skothvellur og honum fylgir undarlega þungt bergmál. Ég elti hundinn með augunum, þar sem hann stekk- ur á milli laufhrúganna og rétt á eftir kemur maðurinn minn í ljós, með arminn utan um Gil- bertu. Hundurinn snýr aftur til þeirra, með blóðuga akur- hænu í kjaftinum. Fyrir ofan hausinn á hundinum sé ég að þau kyssast. Og maðurinn minn hrópar: — Fyrsta akurhænan! Ég þegi og við höldum áfram að ráfa um skóginn. Allt í einu komum við að ferhyrndu engi, sem er mjög reglulega skorið, vaxið þéttu dökku grasi og ná- kvæmlega afmarkað af rauð- brúnu skógarkjarri. Þá tek ég ákvörðun: ég er ósýnileg, þetta er rétti staðurinn og nú er stundin komin. Ég kalla til mannsins míns, segi honum að líta niður, — til hægri, þar sé feit og stór akurhæna. Hann og Gilberta snúa sér í þá áttina; á meðan lyfti ég byssunni, til handa honum og svo annað vinstri og miða; fyrra skotið handa Gilbertu. Ég er góð skytta, ég get ekki misst af þeim. En skyndilega flýgur akur- hænan upp, rétt fyrir framan mig, frá hægri til vinstri. Mað- urinn minn snýr sér eldsnöggt við og skýtur án þess að miða. Ég fell til jarðar, á hliðina, með andlitið niður í kalt grósku- mikið grasið. Ég sé að maðurinn minn gengur framhjá mér til að taka akurhænuna, sem hann hitti, þegar hann skaut í gegn- um mig. Ég sé ljós, grófgerð leðurstígvélin, sem eru vot með grasstráum í skóreimunum. Hann sér mig ekki, ég er ósýni- legri en nokkru sinni fyrr, mér blæðir út hér á enginu og þau snúa aftur til borgarinnar. FRABÆRT Framhald af bls. 15. kynnti Gillian síðasta lagið, „Mandrake Root“, sem er af „Book of Thaliesyn“, með þeim orðum að þetta væri dónalegt lag um gamla vændiskonu. Þeir byrjuðu ósköp þokkalega en svo fór að færast fjör í leik- inn. Lord þeytti lokinu af org- elinu sínu (sem reyndar er eld- gamalt og ljótt eins og sjá má af myndinni) og Blackmore töfraði fram einskonar selló- sánd úr gítarnum. Hann er með alveg rosalegt sánd svo og hljómsveitin í heild, en það sem helzt mátti að þeim finna var að bassaleikarinn, Roger Clover, varð of mattur, svo hann týnd- ist eiginlega alveg. Við höfðum heyrt í honum fyrr um daginn, þegar hann var að „testa sánd- ið“, eins og það heitir á fagmáli, og þá var hann þrumandi góð- ur en hans feill lá í því að hann dæmdi um það af sviðinu — í tómum salnum. Eftir langa impróvíséringu fór skyndilega allt í botn og ljósin, stróbóskóbið, fór í full- gang. Mikið fjör færðist í leik- inn og áheyrendur fundu á sér að eitthvað gott — afsakið stór- kostlegt — var framundan. Blackmore æddi um sviðið og benti rótaranum í sífellu að gefa sér meiri styrk og skyndi- lega negldi hann gítarnum í gólfið, eins og áður segir, og braut hann. Síðan henti hann brotunum í vegginn. Áður hafði hann skellt sjálfum sér flötum á gólfið og þá stóðu allir upp. Svo varð allt í einu allt hljótt — fyrir utan veikt hljóð úr trommum Ians Paice. Rafmagn- ið var farið af. Skipt var um öryggi (?) og liðið fagnaði ákaft. Og það veit trúa mín, að hefðu þeir fengið að klára „Black Night“, sem þeir voru að byrja á þegar allt fór aftur, hefði þetta orðið konsert í ver- aldarsöguna. En ... því miður. Eftir nokkrar árangurslausar tih-aunir til að fá þá fram aftur lölluðu áheyrendur sig út, held- ur ófullnægðir. Ian Gillan mátti þó sennilega vera ánægð- ur; líklega hefur hann fengið útrás þegar hann braut gat á gólfið með míkrafónstatífinu. Það var Ingibergur Þorkels- son sem stóð fyrir heimsókn þeirra félaga hingað og sagði hann mér eftir hljómleikana að þeir í hljómsveitinni hefðu verið mjög ánægðir með ferð- ina hingað, fólkið og landið — en konsertinn hefðu þeir viljað hafa lengri. Ingibergur fór svo til London að hljómleikunum loknum og var þar í viku við að reyna að semja við fleiri hljómsveitir irm að koma hingað. Segist hann nú vera að undirbúa nýja hljóm- leika í september, þar sem komi fram FAMILY, MARMALADE og ein hljómsveit enn, ef til vill PINK FLOYD. „Og,“ sagði Ingibergur „svo ætla ég að fá Rolling Stones hingað. Ég náði í umboðsmann þeirra og þetta verður ef til vill möguleiki þeg- ar þeir fara í hljómleikaferð til Ameríku. Gallinn er bara að hún hefur ekki verið ákveðin enn.“ MER FINNST EG EKKI ■ ■ ■ Framhald af bls. 25. „Nei, ekki í Þjóðleikhúsinu sjálfu, en fyrsta veturinn eftir að við útskrifuðumst, lékum við 28. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.