Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 17
in um það að Grace frænka væri ekkert betri en allir hinir fósturforeldrarnir. Ekkert sem frú Goddard sagði gat breytt þeirri skoðun; hún hafði sannað það sjálf í verki. Þessi dvöl Normu Jeane á munaðarleysingjahælinu stóð þar til þann 26. júní 1937. Þann dag kom frú Goddard, eins og hún hafði lofað, og fór með barnið með sér. Þegar hún fór var ekkert nema jákvætt sagt um hana á hælinu: „Hegðun eðlileg... skýr og brosmild ... skólaskýrslur góðar ... hljóð- lát... sefur vel og eðlilega og það sama er að segja um mat- aræði ... virðist vel upp alin... stendur sig vel í námi... tekur þátt í öllum leikjum og verk- efnum ... samvinnuþýð...“ Aðeins eitt atriði allan þenn- an tíma var talið alvarlegt. Eitt óveðurskvöld strauk Norma Je- ane. Þá ráfaði hún stefnulaust um í rigningunni um stund og gekk í arma lögregluþjóns sem fór beint pieð hana aftur á hælið. Þar með voru upptalin þau vandamál sem hún bakaði munaðarleysingj ahæli nu. Sú manneskja sem Marilyn Monroe bar hvað mesta virð- ingu fyrir allt sitt líf var elsku- leg og nærgætin kona að nafni frú Anna Lower. Norma Jeane var kynnt fyr- ir henni um það bil 40 mínútum eftir að frú Goddard fór með hana af munaðarleysingjahæl- inu í annað sinn. Frú Lower var frænka frú Goddard og hafði lofað að taka stúlkuna til sín. Frú Lower var á sextugsaldri og mjög trúuð kona, tilheyrði „Christian Scientist“-söfnuðin- um í Sawtelle rétt vestan við Los Angeles, þar sem hún bjó í fallegu húsi ekki langt frá járn- brautarstöðinni í St. Monica. Hún var langt í frá vel stæð fjárhagslega, en fékk sína mán- aðarlegu 20 dollara frá hreppn- um og var þannig fær um að sjá Normu Jeane fyrir fæði og húsnæði og svo var frú Lowell yfirfull af kærleika sem Norma litla var í ríkri þörf fyrir... enn einu sinni. Þegar Grace frænka kom með hana að dyrum frú Lower, var Norma Jeane full af réttlætan- legum ótta og vantrausti. Hún var orðin vön því, að enginn vildi hafa hana og hún hafði enga ástæðu til að ætla að þetta heimili yrði öðruvísi. En henni var komið á óvart. „Frú Lower gjörbreytti öllu lífi mínu,“ sagði hún síðar. „Hún var blíð og góð og hún veitti mér þá ást og umhyggju sem mig hafði hungrað eftir. Ég gleypti við því sem hún hafði að gefa og áður en nokkur vissi af var hún orðin mín heittelsk- aða „Anna frænka1'. En því miður var Anna frænka ekkert ríkari af verald- legum gæðum en ég. Ég átti tvo klæðnaði, báða eins og báða frá munaðarleysingjahælinu, en Anna frænka þvoði þá og sá vel um að allt væri í lagi með þá. Og þótt krakkarnir í skólanum stríddu mér og segðu að ég skipti aldrei um föt, var mér sama, því Anna frænka veitti mér það, sem ég hafði aldrei haft áður: ást. Anna frænka hrósaði mér fyrir allt sem ég gerði og sér- staklega var hún ánægð með hvað ég var hrifin af Abraham Lincoln, sem ég lærði um í sögu. Og smátt og smátt tókst mér með hjálp og stuðningi Önnu frænku, að komast út úr skelinni minni. Jafnvel þótt ég byggi öfugu megin við járn- brautarstöðina (í fátækari hlut- anum) kom að því að krakk- arnir sem bjuggu hinum megin fóru að bjóða mér að vera með í leikjum og ég var jafnvel með í skólaleikriti. Mér fannst ég vera komin heim.“ Þegar Norma Jeane hafði verið í eitt ár hjá frú Lower var hún gjörbreytt stúlka. Hún hafði öðlazt sjálfstraust og var jafnvel orðin viss um að einn góðan veðurdag næði hún tak- marki sínu: Að verða kvik- myndastjarna. Áður hafði hún enga ástæðu til að ætla að svo gæti orðið. Hún hafði hvorki líkama né út- lit til að gleðja myndavélaraug- að. Hún var horuð; svo horuð, að krakkarnir í skólanum köll- Framhald á hls. 36. 28. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.