Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 11
ganginn. Hann hringdi á lyft-
una, en ekkert hljóð heyrðist.
Allt var hljótt. Hann hringdi
aftur.
Svo hljóp hann niður stigann
og út í forsalinn. Hann var
mannlaus. Enginn var í gesta-
móttökunni og lyftudyrnar
lokaðar. Hann hljóp aftur upp
á aðra hæð og reif upp lyftu-
dyrnar. Það var ljós í lyftunni
og dyravörðurinn lá í hrúgu á
gólfinu, en skjalataskan var
horfin.
Svo var þögnin rofin af
þrumuhljóði í fjarlægð. Jim
vissi hvað það var, það voru
gombiarnir á heimleið frá næt-
urafthöfnum sínum. Lögreglu-
mennirnir tveir, sem Willaker
hafði sent til að gæta þeirra
myndu koma til hótelsins á
heimleiðinni. Það vonaði hann
að minnsta kosti.
Hann athugaði meðvitundar-
lausa manninn í lyftunni, það
var greinilegt að hann hafði
verið sleginn niður á sama hátt
og Lcuise. Blake var ekkert
blávatn í slagsmálum og Jim
datt í hug að koma dyraverðin-
um á öruggan stað, en...
Skerandi vein rauf háttbund-
inn trumbuslátt gombíanna.
Það var kona sem veinaði ...
Það var ekki svo fjarlægt, en
svo varð alger þögn. Jim fann
það á sér að þetta var ekki
Lana. En það kom frá suður-
álmunni. Það hlaut því að vera
frú von Holzen.
Hann hafði á réttu að standa.
Dyrnai á númer 19 voru rifnar
upp og Adele von Holzen
skjögraði út. Hún kom auga á
Jim og fleygði sér í fang hans.
— Addie, hvað í... von Hol-
zen kom hlaupandi fram á
ganginn og greip í öxl konu
sinnav. — Hvað er að? Hún
starði á hann, hreyfði varirnar
en gat ekki komið, upp nokkru
orði. — Segðu mér það, Addie!
Hann hristi hana til.
— Maður! Hún saup hveljur.
— Á svölunum. Með hníf, — ég
sá hann!
— Þig hefur dreymt. Hún
fær oft martröð, herra Smith.
Ekki...
Adele von Holzen horfði
bænaraugum á Jim. — Ég sá
hann. Það var ekki martröð. Ég
lá vakandi og var að hugsa um
að svo gæti farið að Fritz yrði
sakaður um morð, vegna þess
að hann þekkti Peter Blake ...
og svo fór ég framúr og gekk
að giugganum. Þá stóð hann
þar.
— Það var svarta myrkur,
sagði von Holzen. — Þú hefðir
ekki getað séð hvort það var
maður á svölunum ... því síður
að hann hafi verið með hníf.
— Ég var með vasaljós í hend-
inni og geislinn féll beint á
hnífinn!
Jim reif upp hurðina. — Hver
var þetta, frú Holzen?
— Ég veit það ekki. Ég sá
bara hnífinn. Hann var langur
og beittur og...
Jim svipti flugnanetinu frá og
stökk út á svalirnar.
Hann snarstanzaði fyrir utan
svefnherbergið á íbúð númer
21, herbergið sem Peter Blake
hafði verið myrtur í. Hann
hafði ekki farið þangað inn áð-
vir. Hann greip eftir flugnanet-
inu, en það var búið að krækja
því frá.
Auðvitað. Svo stökk hann
niður úr gluggakistunni og kom
við eitthvað hart, þegar hann
snerti gólfið. Það var hnífurinn.
Hann beygði sig niður og tók
hann. Hann fálmaði sig áfram
að rofanum og kveikti. Her-
bergið var mannlaust, en skáp-
hvuð var þar í hálfa gátt. Ör-
smár fótur og eitthvað hvítt og
létt stóð út undan hurðinni.
Lana. Hún var bundin og
kefluð með rauðköflóttum dúk
og handklæði.
Franihald á hls. 45.
28. TBL. VIKAN 11