Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 33
COPPERTONE er langvinsælasti sólaráburSurinn í Bandartkjunum. Vísindalegar rannsóknir framkvæmdar af hlutlausum aðila, sýna að Copper- tone sólaráburður gerir húðina á eðlilegan hátt brúnni og fallegri á skemmri ttma, en nokkur annar sólaráburður sem völ er á. Heildverzlunin Ýmir Haraldur Árnason Sími 14191. heildverzlun, slmi 15583. „Kannski hefur þetta verið áhrifamesta tímabil lífs míns. Sumir af yngri sjúklingunum stálust stundum til þess að fara dálítið frá hælinu til þess að renna sér á bobsleðum, þótt þeim væri bannað það. Og ég fór með þeim. Þeim var svo mikil uppörvun í því, að hafa einhvern heilbrigðan með sér, sem fói með þeim til þess að skemmta sér en ekki bara til þess aft líta eftir þeim, einhvern sem forðaðist ekki samneyti við þá. Og það er einmitt þetta, sem veitir mér mesta ánægju: að hjálpa einhverjum." „Datt, yður nokkru sinni í hug að starfa sem félagsráð- gjafi? „Nei, nei. Ég á ekki við að hjálpa sem þátttakandi í skipu- lögðu hjálparstarfi, heldur sem einstaklingur. Ég veit, hvað þér hugsið. Sem eiginkona for- setans er ég þátttakandi í skipu- lögðu starfi. Og þegar ég segi nokkur huggunarorð við ein- hvern, sem líður illa, eða tek barn í fangið og tala við það, þá geri ég mér grein fyrir því, að í þeirra augum er ég for- setafrúin. En innra með sjálfri mér er ég bara ég sjálf, sem tala eða sýni einhver viðbrögð." Pat lagði fyrir talsvert af launum sínum á hælinu og ákvað að hefja háskólanám, þegar hún sneri aftur til New York. „Mig langaði fyrst og fremst til þess að læra,“ sagði hún við mig. „Annars hefði ég ekki getað þolað það álag, sem ég varð að bera, er ég vann stöðugum höndum með há- skólanáminu.“ Hún útskrifaðist frá Háskóla Suður-Kaliforníu árið 1937 með ágætiseinkunn. Svo hóf hún kennslu í gagnfræða- og menntaskóla í Whittier, sem er aðeins nokkrar mílur frá litla bænum Artesia, þar sem hún ólst upp. Richard Nixon hafði þá lokið laganámi sínu við Dukeháskólann og hafði líka snúið heim aftur til Whittier. Og kennslukonan og ungi lög- fræðingurinn hittust, urðu ást- fangin og giftust árið 1940. „Hugsaði Richard sér nokk- uð til hreyfings á stjórnmála- sviðinu þá þegar?“ „í f jmstu komst ekkert annað að hjá okkur en að hafa til hnífs og skeiðar," svaraði hún. „Stjórnmálin komu síðar til sögunnar." Svo gekk Dick í flotann. Pat fluttist til San Francisco og út- vegaði sér þar starf til þess að vera nær flotastöð hans. Hún veit því ofur vel af eigin reynslu, hvernig það er að vera eiginkona manns, sem gegnir herþjónustu. Hún veit, hvað það er að vinna, að hlusta á stríðsfréttir og að bíða eftir bréfum. Þegar stríðinu lauk, var Dick Nixon talinn á að bjóða sig fram til þings. Pat sá um öll skrifstofustörfin fyrir hann í kosningabaráttunni. Hún hafði ekkert aðstoðarfólk. Og þátt- taka Nixonhjónanna í stjórn- málum hefur svo farið sívax- andi frá þeirri stundu. FRAM 1 SVIÐSLJÓSIÐ „Er mikill tími aflögu til eig- inlegs fjölskyldulífs?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði Pat. „En því er eins farið með það og allt annað, sem lítið er til af og erf- itt að öðlast. Við kunnum því betur að meta þann tíma, sem við höfum aflögu til fjölskyldu- lífs. Einhver sagði, að það væri nóg starf að vera gift Milhous- Nixon án þess að þurfa líka að vera eiginkona forsetans. Jæja, sá hinn sami eða sú hin sama hafði á röngu að standa. Það er mjög auðvelt að lynda við Dick og búa með honum. Ég gæti ekki hugsað mér neitt auðveld- ara. Hann kann að virðast ó- skaplega alvarlega þenkjandi í augum umheimsins, enda hefur hann líka mörg vandamál við að glíma. Sumum kann jafnvel að virðast hann vera þungbúinn og fráhrindandi. En þegar hann kemur heim til mín og stúlkn- anna, kemur hann blístrandi og með gamanyrði á vörum. Hann er oft mjög fyndinn. Hann dáir telpurnar og þær hann. Hann getur komið þeim til að hlæja, og þær geta líka komið honum til að hlæja. Það er fremur ég, sem hef agað þær, en hann. í raunirni var ég hrædd um það áður fyrr, að hann spillti þeim með eftirlæti. En hafi hann gert það, þá ber ekki á því, eða er það’ Er ég kannski dálítið hlutdvæg, þegar ég segi slíkt?“ Pat Nixon er mjög sjálfstæð í sér. Og þeim Julie og Triciu var kennt það á unga aldri að treysta á sjálfar sig og bjarga sér sjálfar. „Stúlkunum hefur alltaf verið veitt tækifæri til 28. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.