Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 25
„Ég get ekki sagt, að gagnrýnend- ur hafi mjög slæm áhrif á mig . . . Ég les yfirleitt ekki gagnrýni þeirra." Texli: Ómar Yaldimarsson Myndir: Egill Sigurðsson að spreyta mig á hinu. Þarna lékum við svo í tvo vetur, en svo urðum við eldri og þá varð þetta náttúrlega allt of barna- legt fyrir okkur. Amma þessa vinar míns spil- aði í ballettskóla Þjóðleikhúss- ins og var þar af leiðandi mikið inni 1 leikhúsmálum. Hún var alltaf að hvetja mig til að halda áfram; var hrifin af þeim áhuga sem ég hafði — ég skal ekkert segia um getuna — og hún lagði mjög hart að mér að læra eitt- hvað á þessu sviði. Og haustið sem ég varð 16 ára fór ég í leikskóla Ævars Kvar- ans, en fæstir vissu um þessa fyrirætlun mína því ég var ekkert að flagga þessu. Mér fannst líka fólk hugsa svo oft að leikhús væri einskonar leik- araskapur og engin alvara, svo ég taldi að það myndi ekki borga sig fyrir mig að hafa þetta í hámæli, en mig langaði að gera þetta, svo ég fór. Þenn- an vetur var kennt þrjá daga í viku og ég veit það vel — og hefur verið sagt það síðar--að ég var ekki beisinn í þá daga, hriáður af alls kyns málgöllum og linmælgi svo ég tali nú ekki um feimnina. Nú, veturinn eftir fór ég svo aftur til Ævars og ég veit að ég hef lært ákaflega mikið hiá honum og ég bý enn að því. f lok þessa seinni vetrar kom í ljós að langflestir úr hópnum, sem var frekar samstilltur, ætl- uðu í Þióðleikhússkólann haustið eftir. Það ætlaði ég aft- ur á móti ekki. Mér fannst þetta allt of mikið fyrirtæki þar sem skólinn byrjaði snemma á dag- inn og ég hafði ekki nógu góða aðstöðu til að stunda hann. En svo var ég alltaf að hitta þetta fólk sem hafði verið með mér hiá Ævari og var nú kom- ið í skólann, og þau voru alltaf að segja mér hvað það væri nú gaman, hvað þau lærðu, hverjir kenndu þeim og þar fram eftir götunum og á endanum var ég orðinn alveg veikur í að byrja líka. Því fór ég til Guðlaugs Rósinkranz og sagði honum eins og var, að ég hefði ekki ætlað í skólann en nú væri áhuginn hreinlega að fara með mig; hvort það væri nokkur mögu- leiki að ég kæmist inn þótt seint væri, Þegar þetta var, hafði ég ver- ið statisti í nokkrum sýningum í Þjóðleikhúsinu — það vantaði oft statista og þá var stundum fengið fólk úr leikskóla Ævars — og því kannaðist Guðlaugur aðeins við andlitið á mér. Hann tók málaleitan minni vel og kvaðst skyldu athuga málið. Svo leið og beið þar til um mánaðamótin nóvember/ desember, að það var hringt í mig og mér sagt, að ég mætti byrja eftir áramótin þegar skólinn byrjaði aftur. Upphaflega átti ég auðvitað að taka inntökupróf eins og öll hin, en þar sem svo langt var liðið á námsárið tók því ekki fyrir mig að fara að æfa upp einhverja „senu“ fyrir inntöku- próf, svo ég tók það bara um leið og vorprófin! Nú, ég náði þessu inntökuprófi og var þar með setjandi'á, ef svo má segja, og svo útskrifaðist ég vorið 1967.“ „En þú fórst ekki að fást við nein stór hlutverk strax, var það?" Framhald á bls. 43. 28. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.