Vikan


Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 16
Brot úr ævisögu Marilyn Monroe -2 James Dougherty og hin 16 ára brúSur hans. Norma Jeane virtist loks hafa fundið öryggi heimilis, það sem hún hafði þráð alla sína æfi og smátt og smátt greru sár ein- manaleikans og óhamingjunn- ar. En allt í einu skeði það sem enginn átti von á: Hún byrjaði að stama; sennilega vegna þess hve óvænt öryggið kom og hún var óvön því. Hún gat ekki lok- ið við orð og setningar og lenti í endalausum vandræðum og áhyggjum í skólanum vegna þessa. Enginn hefur fyllilega getað útskýrt þessa skyndilegu mál- helti stúlkunnar, en með ótrú- legri þolinmæði og umhyggju tókst frú Goddar smátt og smátt að laga þennan galla. Tímunum saman sátu þær og frú Goddard hjálpaði Normu Jeane að tala hægar og losna við stamið. En síðar átti Marilyn Monroe það til að stama, ef hún var mjög æst og þreytt, þó að undir lokin hafi það verið algjöriega horfið. En öryggið og hamingjan sem Norma Jeane var farin að telja endanlegt, hvarf í september 1935. Á níunda degi þess mán- aðar pakkaði Norma Jeane nið- ur eigum sínum og gekk með frú Goddard út um djrrnar á 18. aldar húsinu sem Goddard hjcnin bjuggu í í miðri Holly- wood. Norma Jeane gat ekki skilið hvers vegna hún þurfti að fara frá heimilinu sem henni var svo kært og hvers vegna hún þurfti að fara frá konunni sem hún var farin að elska sem sína eig- in móður. En kaldar staðreynd- irncir voru samt fyrir hendi. Kreppan mikla var ekki búin og Goddard-hjónin höfðu ekki efni á að hafa stúlkuna. Vegna fjárhagsörðugleika var frú Goddard að byrja að vinna á nýjan leik og þar með yrði eng- inn heima til að annast um Normu Jeane eins og nauðsyn- legt var. En áður en bær fóru að heiman lofaði Grace grátandi stúlkunni því að hún skyldi ekki gleyma henni. „Ég sæki þíg um leið og ég get — ég lofa því.“ En þessi orð voru litlu stúlk- unni engin huggun. Hún var sár og slegin og sannfærð orð- HJÓNA- BAND EÐA MUNAÐAR- LEYSINGJA HŒLI Hér birtum við annan kaflann í ævisögu Marilyn Monroe, en fyrsti hlutinn birtist í síðasta blaði og þessum greinaflokki lýkur í því næsta. Hér segir frá þeim raunverulegu heimilum sem hún eignaðist og hennar fyrsta hjónabandi - ásamt kaldranalegum aðdraganda þess. 16 VIKAN 28. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.