Vikan - 15.07.1971, Blaðsíða 21
UGLA
SAT
A'
KIIISTI
- Þú veizt, aS ég hef
verið hrifinn af þér
frá því að ég sá
þig fyrst, Anna, sagði
hann. - Þú ...
Framhaldssaga
sjöundi hluti
Indælt, þegar hann hélt um
hana, elskulegt að hvíla í faðmi
hans. Gott að vera kysst aftur,
dásamlegt að hlýða á orð hans.
En svo urðu hendur hans alltof
vissar, alltof krefjandi og Anna
sleit sig lausa.
— Ég ... blómin þín visna,
sagði hún og gerði sér upp hlát-
ur. Hún opnaði stóran pakkann
og tók blómin úr honum. Nell-
ikur, dumbrauðar nellikur —
einu blómin í veröldinni, sem
hún þoldi ekki. En Yngvi vissi
það ekki og hann hafði aðeins
gott í huga. Hún sagði það
reiðilega við sjálfa sig, meðan
hún setti þau í vatn og taldi
honum trú um, að henni þættu
þau dásamleg.
Hann minnti hana á blómin
— hugsaði hún. Ekki glæsileg-
ur, en sjálfumglaður. Alltof
fullkominn. Hún skammaðist
sín fyrir það, hvað henni leidd-
ist þessi skjannahvíta skyrta
hans og velhnýtt bindið — ja,
ef maður er annars vanur
skyrtupeysu og köflóttum jakka
þá ... og svo lagði hann hönd
sína með lófann upp á hné
hennar.
— Hefurðu virkilega saknað
mín? spurði hann og honum var
alvara. Hún heyrði sjálf undr-
unarhreiminn í rödd hans —
það var sama undrunin og hún
hafði fundið til sjálf — það
þykir einhverjum vænt um mig
og einhver vill vera hjá mér —
og hjarta hennar var þrungið
ástúð. Hún tók um hönd hans og
lét hana við vanga sér.
— Já, sagði hún. — Ég hef
saknað þín. Ég er feginn að sjá
þig-
Seinna hló hún með sjálfri
sér og hugsaði um það, að hann
hefði minnt hana á barn á jóla-
skemmtun. Þau fóru út, en hún
þorði varla að líta í búðar-
glugga, því að hann rauk inn
og keypti allt, sem hún hreifst
af. Hann keypti allt mögulegt,
áður en hún gat haldið aftur af
honum. Fallega slæðu, dýrt ilm-
vatn, lítið tröll með rautt hár
og gleraugu — allt vegna þess,
að hana langaði til að líta í
gluggana. Hún hló og mótmælti
en var þó ánægð í fyrsta skipti
í marga mánuði.
Hún var ekki hrædd fyrr en
um kvöldið, þegar þau komu
heim til hennar. Þá var hann
ekki lengur barnslegur. Hann
var alvarlegur.
— Þú veizt, að ég hef verið
hrifinn af þér frá því að ég sá
hig fyrst, Anna, sagði hann. —
Þú...
Hún kom ekki orði upp. Hún
vissi ekki, hvað hún átti að
pera eða hverju hún átti að
svara. Hún vissi aðeins, að þetta
gekk alltof hratt fyrir sig og að
hún vildi ekki... nei, vildi
ekki, gat ekki. Og svo var henni
hugsað til þess á örvæntingar-
andartaki — ef ég vil nú aldrei
aftur, get aldrei aftur? Er ég
orðin köld kynferðislega?
Gerðu Kristín og Kristján mig
þannig? Það er engu líkara, en
ekkert skipti mig máli framar.
Og samt var ég svo hrifin að
siá hann. Ef ég fæ nú tíma til
að...
— H .. .heyrðu, sagði hún og
stamaði svolítið. — Það er eitt-
hvað að mér... ja, ég... ég
bara get það ekki... heyrðu ...
Hún blygðaðist sín og gat
e^ki litið í augu hans. Auðvitað
hlaut hann að skilja, að hún var
að skrökva og brá fyrir sig eld-
gömlu bragði til að sleppa. Það
hefði hver einasti karlmaður
skilið. Og hún óttaðist svar
hans.
En hann roðnaði bara.
— Ég er nú meiri hrottinn,
Framhald á hls. 47.
28. TBL. VIKAN 21