Vikan


Vikan - 22.07.1971, Qupperneq 3

Vikan - 22.07.1971, Qupperneq 3
29. tölublað - 22. júlí 1971 - 33. árgangur i Fyrsta keppnin í hárgreiðslu Nú á dögum er keppt í ótrúlegustu greinum. Ný- lega var til dæmis haldin fyrsta keppni í hárgreiðslu hér á landi. Keppnin fór fram yegna þátttöku ís- lands í Norðurlandamóti, sem haldið verður í Helsinki í október. VIKAN fylgdist með þessari ný- stárlegu keppni og segir frá henni í máli og mynd- um á blaðsíðuin 6—9. Fegursta ' drottning Skotlands María Stuart var síðasta og fegursta drottning Skot- laiuls. Ilún var gædd undrafegurð og töfrum, sem heilluðu karlinenn, en urðu henni jafnframt ólieillavaldur. Við rekjum í stuttu máli hina miklu og örlagaríku sögu hennar í grein, sem hefst á blaðsíðu 10. Saga 1 þNggÍ^ persóna „Lifðu lífinu" nefnist ný framhaldssaga, sem hefst í þessu blaði. Ilér er um að ræða sögu þriggja persóna, karl- manns og tveggja kvenna — hinn eilífi þríhyrningur. Sagan er snilldarjega sögð og hefur verið kvik- mynduð. Myndin verður sýnd í Tónabíói einhvern tíma síðar. Sjá blaðsíðu 16. KÆRI LESANDI! Þegar hinum árlega glaðningi ríkisins iil almennings, blessuð- um skattinum, var útdeill nokkru eftir kosningarnar, rifjaðist upp fgrir mörgum, að Vikan birti fyrr á þessu ári línurit eftir Sigurð Þórðarson, verkfræðing, þar sem menn gátu séð, lwað þeir fengju í skatt. Nokkrir hafa haft orð á þvi við okkur, að línuritið hafi reynzt vel og farið mjög nærri því, sem lagt var á þá. Að því slepptu virðist lítil ánægja ríkja hjá fótki almennt vegna skattsins, sem Þorsteinn Thorarensen, rithöfundur, nefndi i prýðilegri grein í Vísi á dögun- um réttilega „hið árlega. hneyksli". Fáir bera lengur á móti því, að skatturinn sé ranglátur. í rauninni skiptist þjóðin núorðið i tvo hluta: Þá sem vinna hjá öðr- um og greiða himinháa skatta, og þá sem vinna sjálfstætt og borga lúsarlágt vinnukonuútsvar. Hver einasti maður getur nefnt ótal dæmi um þetta, sem hann hefur fyrir augunum daglega Eitt af því sem Þorsteinn Thorarensen drap ái, var, hve fráleitt sé að láta tölvur annast niðurjöfnun að öllu leyti. Þegar mannshugur kemur hvergi nærri er ekki við réttlátri skiptingu að ræða. Hún er kann- ski rétl samkvæmt þeim ísköldu tölum, sem vélheilinn vinnur úr, en jafn ranglát fyrir það. EFNISYFIRLIT GREINAR ftls. Keppt í hárgreiðslu. VIKAN fylgist með fyrstu hárgreiðslukepprti, sem haldin er hér á landi 6 Síðasta og fegursta drottning Skotlands, grein um Maríu Stuart 10 Woodoo er hatur og blóðfórnir, grein eftir sænska miðilinn Astrid Gilmark 24 Loksins Hollywood, þriðja og síðasta grein um Marilyn Monroe 28 SÖGUR Vindsængin, smásaga eftir Örn H. Bjarna- son, myndskreyting eftir Baltasar 12 Lifðu lífinu, ný framhaldssaga 16 Ugla sat á kvisti, framhaldssaga 20 ÝMISLEGT Pottaréttir að sumarlagi í Eldhúsi Vikunnar. Umsjón Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakenn ari 26 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 14 Simplicity-snið 22 Myndasögur 35, 38, 42 Krossgáta 31 Stjörnuspá 32 Pennavinir 50 Mig dreymdi 47 Síðan síðast 48 í næstu viku 50 FORSÍÐAN Þær hafa brugðið sér í útilegu, litlu •. stúlkurnar á forsíðunni, með tjald og svefnpoka, staðráðn- ar í að skemmta sér úti í náttúrunni , hvernig sem viðrar. VIKAN Utgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 29. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.