Vikan


Vikan - 22.07.1971, Page 6

Vikan - 22.07.1971, Page 6
Vikan MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON. fylgist meö fyrstu keppni í hár- greiöslu, sem haldin er hér á landi. Þrír efstu keppendurnir verða sendir á Noröurlandamót í hárgreiöslu, sem fer fram í Finnlandi í október. KEPPNII HÁRGREIÐSLU Það eru fleiri en íþróttamenn, sem reyna hæfni sína og leggja á sig þá taugaspennu, sem fylgir sérhverri keppni. Nú á dögum er keppt í mörg- um fleiri greinum en þeim, sem teljast til beinna íþrótta. Nýlega var til dæmis keppt í hárgreiðslu í fyrsta skipti hér á landi. VIKAN fylgdist með þessari nýstárlegu keppni og segir frá henni í máli og myndum á þessum síðum. Keppnin fór fram í Iðnskólanum og stóð í heilan dag frá morgni til kvölds. Hárgreiðslumeistarafélag íslands efndi til liennar, þar sem félagið hefur ákveðið að taka þátt í norrænni hár- greiðslukeppni, sem fram fer í Finn- landi i októbermánuði næstkomandi. Þrír efstu þátttakendurnir her heima verða síðan sendir til Finnlands í haust. Keppnin í Finnlandi er bundin við 22 ára og yngri og mega nemar einnig laka þátt í henni. Engin nemi tók þátt í keppninni hér um daginn, en alls voru þátttakendur tíu og höfðu allir lokið sveinsprófi. Nöfn þeirra eru þessi: Dagmar Agnarsdóttir, Erna Braga- dóttir, Erna Einarsdóttir, Guðrún P. Pálsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Helga Sigurður Benónýsson varð hæstur í fyrstu hár- greiðslukeppninni, sem haldin er hér á landi. Hann er úr Vestmanna- eyjum og er sonur hins fræga aflakóngs Binna í Gröf. Hér sjáum við tvær samkvæmisgreiðslur úr keppninni. Sú til vinstri er eftir Dagmar Agnarsdóttur, en sú til hægri er eftir Ernu Bragadóttur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.