Vikan


Vikan - 09.03.1972, Side 11

Vikan - 09.03.1972, Side 11
Zstopek naut sín vel í þessum hóp, gleði hans og lífskraftur smitaði út frá sér og vonin um betra líf, var ofarlega í huga allra þessara ungu manna. Fé- lagarnir gátu krækt sér í ofn sem þeir hituðu upp með braki úr hrundum húsum. Það var þó ekki alveg hættulaust, því að refsingin við slíku var dauða- dómur. Zatopek reyndi að út- búa finnska gufubaðstofu eða Sána í húsinu. Þannig leið síð- asti stríðsveturinn í Zlin. Loks voru Þjóðverjar hraktir í burtu. Um þetta leyti gekk Zatopek á fund yfirmanns sins i verk- smiðjunni og bað um að vera fluttur i aðra deild verksmiðj- unnar. Hann kvað starfið óhollt fyrir lungun. — Ég þarfnast góðra lungna, sagði Zatopek. En hann talaði fyrir daufum eyrum. Þeir höfðu þörf fyrir reynslu hans nú, meira en nokkru sinni, var svarið. Zato- pek varð ag gefa sig. Hann huggaði sig við það, að landið myndi síðar þurfa á eiginleik- um hans að haldá sem íþrótta- manns. Skömmu síðar var hann kallaður í herinn og hann kvaddi verksmiðjurnar sárs- aukalaust. Hersveit Zatopeks dvaldi í Suður-Mæri og hann kunni strax vel við sig, ilman náttúr- unnar átti vel við hann. Æf- mgar hersins voru léttar í hans uugum, þetta var eins og að endurlifa æskuárin. í þessu heilbrigða andrúmsiofti hóf hann að æfa þegar tími var til og hann komst i ágæta æfingu fijótlega, enda var undirstaðan góð. Þegar Tékkóslóvakía var frjáls á ný, voru haldin mörg mót, bæði á vegum íþróttasam- takanna og hersins. Hann tók þátt í flestum þeirra og setti ný met, bæði í 3000 og 5000 m hlaupunum, fyrrnefndu vega- lengdina hljóp hann á 8:33,4 mín. og þá síðarnefndu á 14:50,2 mín. Zatopek var vinsæll meðal hermannanna, einnig sýndu yf- irmennirnir skilning, þegar beðið var um leyfi til að taka þátt i mótum, en fyrir kom, að þeim fannst Zatopek full ákaf- ur að taka þátt í þeim. — Hann bað um leyfi til að taka þátt i meistaramótinu, en fékk synj- un, þar sem mótið væri ekki á vegum hersins. En æðri yfir- vö)d í hernum voru meira iþróttasinnuð og hann fékk leyfið þrátt fyrir allt. Þegar hann kom frá mótinu i Prag eftir frábæran árangur, var sérstök móttökuathöfn á veg- um herdeildar hans, sem yfir- maður'nn stjórnaði, svo að ekki Zatopek i hópi ungra iþróttamanna. Hann hafði yndi af aS svara spurningum þeirra og miSla þeim af reynslu sinni. Zatopek tekur þátt í fyrsta stórmóti sínu, Evrópumeistaramótinu í Osló 1946. Skortur á keppnisreynslu háSi honum þá mjög. Hann lagSi of hart aS sér S fyrri bluta hlaupsins. Wooderson sigraSi á glæsilegum enda- spretti. er hægt að segja, að hann hafi í raun og veru haft nokkuð á móti þátttöku hans. Enn hélt Zatopek til Prag og keppti við hinn heimsfræga sænska hlaupara Arne Anders- son. Svíinn sigraði með yfir- burðum, enda einn bezti hlaup- ari heims. En Zatopek kvaðst hafa lært mikið af honum. Zato- pek hóf nám i herskólanum, brátt fyrir aðvaranir margra, sem töldu, að þar með værí íþróttaferli hans lokið. En það fór á annan veg, námið var strangt, og hann æfði eftir rnætti, þegar frístundir voru, og auk þess styrktu æfingarnar við skólann, hann mjög. Vorið 1946 var hann sterkari en nokkru sinni og bætti met sitt í 5000 m hlaupi verulega, hljóp á 14:36,6 min. Nokkrir sænskir hlauparar komu í heimsókn til Prag um sumarið. Zatopek tók bátt í 3000 m hlaupi ásamt Sví- anum Sundin. Svíinn vann naumlega, en Zatopek varð annar á nýju tékknesku meti. Framhald. á bls. 39. 10. TBL. VIKAN 1 I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.