Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 12
HJÓNABANDIÐ ER HAPPDRÆTTI Smásaga eftir Guy de Maupassant £g hafði verið settur hjá stúlku. Hún var dóttir uppgjafaofursta, ung og Ijóshærð stúlka, fallega vaxin og dálítið hermannleg, frökk af sér og talaði mikið. Hún hertók mig allt kvöldið ... Karlamiðdegisvfizlunni var að ljúka. Þetta voru allt kvænt- ir menn og gamlir vinir, sem komu saman stöku sinnum og höfðu piparsveinahátt á öllu. Það var borðað lengi og mikið drukkið. Allt bar á góma og gamlar endurminningar voru rifjaðar upp; öll smáatvikin. sem hlýjuðu um hjartaræturn- ar og gerðu hláturinn fleygan. — Georg, manstu ferðalagið okkar til Saint-Germanie með stelpurnar tvær frá Mont- martre? ■— Hvort ég man, ja, það veit sá sem allt veit. Og svo minntu þeir hvor ann- an á smáatvikin, á sitt af hverju, sem enn gat vakið kæti. Talið barst að hjónabandinu, og allir sögðu þeir með alvöru- þunga sannfæringarinnar: -H, hver sem gæti gert það upp aftur. Georges Duportin bætti við: - Það er furðulegt, hvernig maður lendir í þessu. Fyrst í stað er maður fastráðinn i að kvænast aldrei, og svo fer mað- ur út í sveit einn fallegan vor- dag; það er heitt og sumar í loftinu, akrarnir aisettir blóm- um, maður hittir unga stúlku hjá kunningjum sinum . . og einn tveir, og svo er það gert. Maður kemur harðkvæntur heim. Alveg rétt. hrópaði Pierre LétoiJe. — Einmitt svona fór fyrir mér. Að visu stóð alveg sérstaklega á . . . Vinur hans greip fram í: Já, en þú þarft sveimér ekki að kvarta. Þú átt yndis- legustu konu í heimi, fallega, alúðlega og fullkomna í öllu, svo að hvað það snertir ertu bezt settur af okkur öllum. Hvað sem öðru liður þarf ég ekki að þakka mér það. svaraði hann. Hvað áttu við? Það er alveg rétt að ég á afbragðs konu á alla lund, en það var nú samt svo, að ég kvæntist henni nauðugur. — Hvað er að heyra þetta. Jú, það er satt. Nú skal ég segja ykkur söguna eins og hún gekk. Ég var þrjátíu og fimm ára þá og fannst allar stúlkur vera bragðlausar og heimskar og ég elskaði pipar- sveinalífið. Svo var mér boðið í brúð- kaup til Símonar dÉrabel i Normandi. Þetta var ekta nor- mannabrúðkaup. Klukkan fimm síðdegis var setzt að borð- um, og þegar klukkan var ell- efu, var enn verið að snæða. Ég hafði verið settur hjá stúlku, sem hét ungfrú Dumpulin, hún var dóttir uppgjafaofursta, ung Ijóshærð stúlka, fallega vaxin og dálítið hermannleg, frökk af sér og talaði mikið. Hún hertók mig allt kvöldið, dró mig með sér um garðinn, fékk mig til að dansa við sig, þótt mér væri það þvert um geð; í stuttu máli sagt: hún kvaldi mig. Ég hugsaði með mér: Ég læt þetta dankast í dag. en á morg- un flý ég. Og þá er allt í iagi. Um klukkan ellefu hvarf kvenfólkið, hver fór inn til sin; en karlmennirnir sátu áfram til að reykja og drekka, eða drekka og reykja, ef þið viljið það heldur. Við gátum horft gegnum opna gluggana á sveitafólkið, sem var að skemmta sér. Bænd- urnir og stúlkurnar þeirra dönsuðu í hring og sungu með gjallandi rödd einhverja barna- lega þjóðvisu rneð slitróttum undirleik tveggja fiðla og eins klarinetts, og sá sem lék á hann hafði verið settur upp á eldhúsborðið. Söngurinn og há- vaðinn í bændunum yfirgnæfði stundum algerlega hljóðfærin. Það var eins og þessi veikburða hljóðfæraleikur gufaði upp i loftið, svo að ekki heyrðist nema brot og stakir tónar við og við. Tvö stór kvartil með blysum í kring höfðu verið sett út með hressingu handa fólkinu. Tveir menn höfðu nóg að gera að skola glösin í stórum bala og halda þeim svo undir rauða bununa eða þá gulu úr cider- kvartilinu. Allir. þeir ungu sem voru að dansa, og þeir gömlu sem sátu rólegir hjá og horfðu á, og ungar kófsveittar stúlk- urnar réttu fram hendurnar með áfergju til að ná sér i glas og hölluðu svo höfðinu aftur á bak og helltu góðgætinu ofan i hálsinn. Á borði hafði verið sett fram brauð, smjör, ostur og snarl. Og allir gleyptu í sig bita milli dansanna. Það var ljómandi fallegt og skemmti- legt að sjá þetta samkvæmi, sterka og geðríka bændur og hina heilbrigðu lifsgleði þeirra i algleymingi undir alstirndum næturhimninum. Eg fékk ómót- 12 VIKAN 10. TBt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.