Vikan


Vikan - 09.03.1972, Page 21

Vikan - 09.03.1972, Page 21
Gatið var þar, fjölin hafði ekki verið negld aftur. Jacky þagði. Hún stóð graf- kyrr meðan Jonathan lék sér að því að ýta við henni með byssuhlaupinu. — Það var ekki fallegt af þér, sagði hann. — Og nú ertu auðvitað reið yfir því að ég laug að þér, þegar ég sagði þér að þeir væru allir farnir frá eynni? Hvað hefurðu sagt þeim? — Ekkert, sagði Jacky. — En vina mín! Hann hló lymskulega. — Eitthvað hef- urðu sagt þeim. Hvers vegna? Ég veit ekk- ert sjálf. En þú hefur ábyggilega getið þér til um sitt af hverju. — Það höfum við öll gert. Jonathan horfði á Querol og síðan á mig. — Er það? Það varð stutt þögn. Svo sagði Querol: — Við höfum séð þig hér við vitann og það bend- ir aðeins til eins: Að það á að lokka einhvern til að kollsigla. En hvað getum við gert við því? Jonathan kinkaði ánægju- lega kolli: — Ágætt! Þá skilj- ið þið að ég geri það sem mér sýnist. Ég vil ráðleggja ykkur að reyna ekki til að hindra mig í að koma áformum mínum í framkvæmd. Stundum geta krypplingar verið hættulegri en heilbrigt fólk . . . — Þú viðurkennir þá að þú ert ekki með sjálfum þér, hrökk út úr Querol og það var ekki hyggilegt. Jonathan varð skuggalegur á svip, en hann sagði aðeins: — Já, að vísu viðurkenni ég það. Hvernig á maður að halda sönsum, þegar maður verður fyrir svona hræðilegu slysi eins og ég? Hann mjakaði sér nær dyrunum. — Þið verðið að afsaka að ég má ekki vera að því að þvæla þetta við ykk- ur. Ég verð að hafa auga með Leigh. Ef hann passar ekki ljósmerkin, fer þá í San Se- bastian að gruna eitthvað. Strandgæzlan er á verði dag og nótt, það veizt þú vel, Querol skipstjóri! Hann leit út um dyrnar, með- an hann talaði við þau. Querol laumaðist til að líta á úrið og kinkaði laumulega kolli til Jacky. Drengurinn bylti sér á bekknum og leit út undanáugn- hárunum, til að sjá hvað um væri að vera. Spennan var næstum áþreifanleg. Jacky var náföl...Hefur þú fengið nokk- uð að borða? spurði hún Jona- than. — Já. » — En Leigh? — Hann má ekki vera að því, sagði Jonathan háðslega. — Hann verður að bíða. Ef ég hefði ekki lent í þessum vand- ræðum með ykkur, þá hefði ég getað leyst hann af. — En get ég ekki fært hon- um einhvern bita? sagði Jacky. — Hann getur vel borðað brauðsneið eða kex þarna uppi, það ætti ekki að tefja hann. Þótt undarlegt megi virðast. gaf Jonathan leyfi til þess. —- Já, þú getur gert það. Það er reyndar ágætis hugmynd. Ég vil ekki að hann verði svo hungraður að hann gíeymi sér. Þetta sem hann er að gera er mjög áríðandi!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.