Vikan


Vikan - 09.03.1972, Qupperneq 39

Vikan - 09.03.1972, Qupperneq 39
fyrir miðann. Nokkrunr tókst að svindla sér inn á einn eða ann- an hátt, 9 rúður voru brotnar af ófyrirleitnum tónlistaráhuga- mönnum, lögreglan setti gat á höfuð stúlku nokkurrar og eins var laminn furðufugl sem kall- aður er Wavy Gravy. Hann var áður einn af stofnendum kommúnunnar Hog Farm, beirrar sem minnst er á i Wood- stock. Hann hafði verið með miða, og var í bæjarleyfi af sjúkrahúsi, en hann er með berkla og fleiri sjúkdóma oftir margra mánaða veru í Hima- layafjöllum. Tekjur af hljómleikunum voru 243.218.50 dollarar, eða 21 milljón, 403 þúsund og 280 krón- ur. Hver fimmeyringur fór i sérstakan sjóð, til styrktar börnum í Bangla Desh. Áætlað er að 15 millj. dollarar (1320 millj. ísl. kr.) komi inn fyrir plöturnar, töluverður slatti fyr- ir kvikmyndina sem gerð var af hljómleikunum, þannig að ekki ér fjarri lagi að ætla, að heild- arupphæðin af þessum tveimur hljómleikum, framtaki Harri- sons og Shankars, verði hátt í 2 milljarðar ísl. kr. Allen Klein, umboðsmaður Bítlanna þriggja, Lennons, Harrisons og Ringos, sagði fyr- irtæki sitt, ABKCO hafa eytt ekki minna en 50.000 dollurum i framkvæmdir vegna hljóm- leikanna. „Við tökum ekki neitt," sagði hann. ,,Ég sá strax, að annaðhvort tæki ég venju- leg umboðslaun fyrir þetta eða ekki neitt og ef ég tæki ekkert myndi ég ekki þurfa að svara neinum spurningum.“ Allir hljóðfæraleikararnir sem komu fram gáfu vinnu sína og sömuleiðis hljómplötufyrir- tækin sem hafa þá á sínum snærum, að undanskildu fyrir- tæki Dylans, CBS, sem hirðir 25 cent af hverri plötu. Vakti þe.ð að vonum mikla óánægju, en þeir hjá CBS hafa verið samansaumaðir um talfærin og vilja sem minnst um málið segja. Fyrir nokkrum dögum var þó haft eftir varaforseta fyrirtækisins, Walter Dean, að megnið af þessum tuttugu og fimm sentum færi til líknar- starfsemi. Dylan var spurður áiits á þessum viðbrögðum fyr- irtækis síns (að vísu á hann ekkert í því) og sagði hann að- eins um leið og hann yppti öxl- um: „Við hverju bjóstu?" Upphaflegg var það ætlun Harrisons að hægt væri að lcoma Dlötunum á markað i síð- asta lagi þremur vikum eftir hljómleikana, en það var kom- inn janúar þegar þær loks komu út í Bandaríkjunum. Ástæðan var sú, að Capiton, dreifingar- fyrirtæki Apple í Bandaríkjun- um, var með eitthvað muður —■ í sambandi við peninga, auð- vitað — og því dróst útkoman svo. Hér á landi kosta plöturnar, sem eru i vönduðum umbúð- um og fylgir þeim bók upp á 64 litmyndasíður (hvaðan með- fylgjandi myndir eru teknar), 1890 krónur. Það er að visu dýr plata, en vel þess virði. Og svo lifa mörg börn i marga ,daga á þeim peningum. ó.vald. EMIL ZATOPEK Framhald aj bls. 11. 8:26,8 mín. Tékknesku metin voru að nálgast Evrópumæli- kvarða. Zatopek varð stöðugt þekktari og hlaupastíll hans var alltaf öðru hvoru til umræðu. Blaðamönnunum fannst hann hlaupa illa, stíll hans væri þunglamalegur og ljótur'. En hann hélt fast við sína fyrri skoðun, stíllinn væri ekki aðal- atriðið, heldur hraðinn, stíllinn kæmi af sjálfu sér. Zatopek sat ekki auðum höndum, strax að loknum mót- unum flýtti hann sér í herskól- ann og las baki brotnu og notaði auk þess hverja frístund til að æfa. Sumarið 1946 keppti hann í fyrsta sinn við Hollendinginn Slijhuis, sem þá var í röð beztu þolhlaupara heimsins. Slijkhuis hljóp sérstaklega fallega, en við höfum áður heyrt um stíl Zato- peks, sem ekki þótti sérlega fagur. Slijkhuis tók fljótlega forystu i þessari keppni og hinn fallegi stíll hans hreif áhorf- endur. En Zatopek stóð sig ágætlega i hlaupinu, hann 10. TBL. VIKAN 3°

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.