Vikan


Vikan - 09.03.1972, Síða 45

Vikan - 09.03.1972, Síða 45
kaupa og selja kvenfólk. Brot á þeim lögum varðar tveggja ára fangelsisvist. Einnig úrval af tónakasettum með klassískri tónlist Nú er brúðarverðið kallað „brúðkaupsg-jöf“. Þessum lögum hlýðir þó enginn. Þau voru sett einkum sökum þess, að búið var að sprengja brúðarverðið upp úr öllu valdi, þannig að það voru ekki nema ríkir og gamlir karlar sem höfðu efni á að kaupa fallegustu stúlkurnar. En nú. er farið í kringum lög- in með því að kalla brúðar- verðið einfaldlega „brúðkaups- gjöf“. Enginn veit hve mikið Mon- sieur Iba M'Bengue, fasteigna- sali í höfuðborginni Abidjan, varð að greiða fyrir konu sína, sem Agnés heitir og er for- kunnar fögur. „Hún kostaði skildingin," segir maður henn- ar, „en hún hefur borgað sig.“ Hún hefur þegar fætt honum tólf börn. Bengue-fjölskyldan á sjö her- bergja hús í Abidjan. f dagstof- unni er sjónvarpstæki, -en ekk- ert annað. Þegar fjölskyldan er heima, hefst hún aðallega við á veröndinni, þar sem rými er nóg. Þar er stór sófi, fjórir stólar og borð. „Við heyrum til eins konar efri millistétt,“ segir Agnés Bengue. „Maður- inn minn þakkar mér alger- lega að við höfum komizt svo hátt. Ég vinn úti. Ég er yfir símadömunum í aðalsímstöð- inni í Abidjan. Ég hef mjög gott kaup, eftir því sem gerist um konur.“ Þessi afríska fjölskylda byrj- ar daginn klukkan hálfsex. Þá fara foreldrarnir á ffetur. Morgunverðar er ekki neytt sameiginlega. „Aðeins sá, sem á mjög erfiðan dag fyrir hönd- um borðar eitthvað á morgn- ana,“ segir frú Agnés. Hálfsjö förum við hjónin til vinnunn- ar. Svo hittumst við öll og borð- um miðdegisverð klukkan tvö. Við borðum oftast Foutou, þjóð- arrétt Fílabeina. Eftir matinn leggur maður- inn minn sig og sefur tvær klukkustundir. Við gerum okk- ur ekki mikla rellu út af barna- uppeldinu. Börnin sjá fyrir sér, hvernig við lifum. Við ætlumst til að þau læri þannig af okk- ur.“ Aðspurð hvort hún útskýrði kynferðismál fyrir börnunum svaraði frú Agnés: „í Afríku hefur enginn áhyggjur af slíku. Börnin eru vitni að því er systk- ini þeirra eru getin og þegar þau fæðast.“ Og hvers óskar Agnés Ben- gue sér? „Hvers ætti ég svo sem- að óska mér? Við eigum lítinn bíl og börnin eru heilbrigð. Ég veit ekki hvað ég vildi fá til við- bótar, nema þá kannski fleiri börn.“ Sú sem tekur Pilluna. Afrískir eiginmenn eru sem sagt ennþá húsbændur á sín- um heimilum, jafnvel þótt þeir eigi velmenntaðar og útivinn- andi konur. Franski prófessorinn Hanry, sem kenndi sálfræði í Gíneu 1962 til 1966, skrifar um afr- ísku konuna: „Eiginmaður hennar lítur á hana sem barna- maskínu eða hefðartákn, aftur á móti sjaldan sem lífsföru- naut.“ Aminata Diarra, sem er tutt- ugu og átta ára, er þó ekki mis- notuð barnamaskína. Hún bros- ir á hverju kvöldi framan í sjónvarpseigendur Fílabeins- strandar, en þeir eru um fimm- tán þúsund talsins. Hún er sjón- varpsþula hjá fílabeinska út- varpinu, Radiotélévision Ivoiri- enne. Aminata á aðeins eitt barn og er ógift. Röksemdir hennar fyrir þeim lífsmáta hljóta að hljóma ankannalega í eyrum flestra afrískra kvenna. ,,Ég vil ekki láta neinn karl- mann niðurlægja mig,“ segir hún. ,,Ég er alin upp í Frakk- landi og get ekki lifað án blíðu Og nærgætni. Svoleiðis nokkuð vita afrískir karlmenn ekki hvað er. Ég lifi frekar ein, en að láta bjóða mér lífskjör ann- arra afrískra kvenna. Ég hef gott kaup, eigin íbúð og get gert það sem mér sýnist.“ Hvað hún á við með því, útskýrir hún hikandi: „Ég tek Pilluna. Ég vil ekki eignast fleiri börn. Ég vil vera eins lengi ung og mögulegt er.“ Aminata er tuttugu og átta ára, en á þeim aldri eru flest- ar afrískar konur orðnar gaml- ar, útpískaðar af barneignum. Venjulegast er að þær eigi barn árlega. Justine Eyapobi, tutt- ugu og eins árs, hefur eignazt tuttugu og þrjú systkini alls. Hún vinnur nú á hárgreiðslu- stofu sem rekin er af franskri konu, Madame Fabiani. Sú stofa stendur ekkert að baki þeim á Champs Elysées Just- ine segir svo frá: „Við okkur skipta aðeins frúr ráðherranna, dætur ríkis- manna og hvítu konurnar. Síð- 10. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.