Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST
EKKI ER RÁÐ NEMA
í TlMA SE TEKIÐ
Louise Payne er aðeins þriggja ára og
var nýlega kjörin „barna-drottning“,
en henni þótti lítið til þess koma. Þeg-
ar að krýningunni kom, rak hún út úr
sér tunguna framan í dómarann og
heimtaði ís og súkkulaði. Þegar Louise
„drottning" átti að sitja fyrir ljósmynd-
aranum, var hennar hátign sofnuð í
skrautlegum stól.
SÚPUKJÖT FRIÐAÐ
Eins og kunnugt er, þá er skjaldböku-
kjöt eftirsótt ljúfmeti, sérstaklega er
skjaldbökusúpa hátt skrifuð á matseðl-
um frægra veitingahúsa. En nú er svo
gengið á skjaldbökustofninn, eins og
víðar, þar sem ofveiði er stunduð, svo
það hefur verið horfið til þess ráðs að
friða skjaldbökur. Skjaldbökurnar
verpa aðallega eggjum sínum í sand-
inn á eyðieyjum, meðal þeirra er eyja,
sem liggur á milli austurstrandar Suð-
ur-Afríku og Madagaskar. Þar hefur
friðunin borið mikinn árangur og svo
standa líka vonir til að svo verði á
öðrum stöðum, þar sem dýrin eru mjög
frjósöm. Matmenn um heim allan geta
því átt von á því að ekki Hði á löngu,
þar til súpan fína sést aftur á mat-
seðlum.
EARTHA KITT,
þeldökka söngstjarnan, er mjög um-
hyggjusöm móðir. Kitt, dóttir hennar,
er nú orðin tíu ára og þær mæðgur
búa í London. Nýlega komu þær báðar
fram í sjónvarpi. „Hún hefur dásam-
lega rödd,“ segir Eartha, „en hún ætl-
ar ekki að verða söngkona.“ Kitt fór í
þriggja vikna ferðalag með móður
sinni, meðan á sumarfríi hennar stóð,
til Suður-Afríku og Japan. Móðir henn-
ar vill að hún kynnist heiminum, en
hún leggur mikið upp úr að telpan
stundi vel skóla.
VAXMYNDASAFN í
DANMÖRKU
Það er auðvitað staðsett í Kaupmanna-
höfn og þar má sjá margar standsper-
sónur, með dönsku konungsfjölskyld-
una í broddi fylkingar. Það hafa verið
mjög skiptar skoðanir um myndirnar,
þær þykja nokkuð misgóðar — eða
vondar. Ævintýraskáldið H. C. Ander-
sen er mjög líkur aðdáanda sínum,
Danny Kaye, eða öfugt. Golda Meir
þykir líka nokkuð góð, en flestum
finnst danski forsætisráðherrann vera
nokkuð þungur á brún. Það getur haft
sínar ástæður, því að ekki mun hann
vera áhyggjulaus. Ofan á áhyggjur af
Efnahagsbandalaginu hefur hann líka
orðið fyrir persónulegum hrellingum.
Fyrri konan hans, Birgit Tengroth,
hefur gefið út æviminningar sínar, sem
snúast að mestu leyti um hann og síð-
ari konan, Helle Virkner, leikur vafa-
samt hlutverk í revíu.