Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 10
HEIL KYNSLÓÐ GRÉT YFIR MOLDUM HANS James Dean varS tákn þrjózkufullrar æsku. Þegar hann ók sig í hel, tuttugu og fjögurra ára gamall, brauzt út æði, sem ekki voru dæmi til, frá því að Rudolf Valentino leið. Ennþá leggja aðdáendur hans blóm á gröfina ... aS var síðdegi í septem- ber árið 1935. Á þjóðveginum milli Hollywood og Salinas kom silíurgrár Porsche á 200 kílómetra hraða. Við stýrið sat James Dean, sem þá var 24 ára. Hann gat sann- arlega verið ánægður með til- veruna. Hálfu öðru ári áður hafði hann komið til Holly- wood með 100 dollara í vasan- um. Þá var hann orðinn stór- stjarna, hafði lokið við að leika í þrem kvikmyndum og fengið 100.000 dollara fyrir leik sinn í hverri þeirra. Svo átti hann nýjan Porsche sportbíl. Hann hafði mfikið dá- læti á hraðskreiðum bílum og þessi var sá hraðskreiðasti, sem hann hafði eignazt fram að þessu, gat farið 250 kílómetra á klukkustund. Hann ætlaði sér líka að vinna í kappakstrinum í Salinas og hann var á leið þangað. Hann jók hraðann, þótt hann væri nýbúinn að fá sekt fyrir of hraðan akstur. Vegalögreglu- þjónninn hafði sagt: — Ef þú heldur þessum hraða, þá kemstu aldrei lifandi til Salinas. En hverjum dettur í hug að hlusta á slíkt? James Dean jók hraðann. En skyndilgea kom í ljós grænn Ford, sem reyndi að komast inn á þjóðveginn. Jam- es Dean kom of seint auga á hann. Það kom ekki til greina að hemla, eina leiðin var að reyna að komast fram úr. James Dean steig á bensín- gjöfina. Á næsta augnabliki rakst hann á Fordinn og sportbíllinn varð að járnarusli. James Dean lézt á stundinni. Það var síður en svo að Jam- es Dean væri orðinn öruggur í sessi í Hollywood, en hann þótti lofa góðu, það var allt og sumt. Það hafði heldur ekki verið skrifað mikið um hann í blöð- in, líklega vegna þess að hann forðaðist blaðamenn og hafði andstyggð á auglýsingastarf- semi. En það sem skeði, eftir and- lát hans, á sér enga hliðstæðu í sögu kvikmyndanna. Brot úr bílflakinu voru seld sem minningargripir. Það brauzt út sannkallað James Dean-æði. Æskufólk streymdi til þess staðar, þar sem hann hafði látið lífið. Með- an James Dean var á lífi fékk hann um það bil 80 bréf á viku frá aðdáendum, en eftir dauða hans streymdu bréfin inn og komust upp í 8.000 á viku. Við frumsýningu á síðustu mynd- inni, sem hann lék í, komu áhorfendur í sorgarklæðum og nokkrar konur frömdu sjálfs- morð, til að fylgja honum í dauðann. Að sjálfsögðu sáu sniðugir fjársýslumenn sér leik á borði. Ótal blöð og bækur voru gefin út, svo ekki sé talað um nokkr- ar, þar sem hann kom fram og talaði gegnum miðla „hinum megin grafar“. Það var líka gefin út hljómplata með „ballöðunni um James Dean“, þar var viðlagið eitthvað á þessa leið: Þegar á dómsdegi klukkan klingir þá klófestu draum þinn um liðna tíð James Dean. Mættu englarnir bjóða þig heilan heim, þegar við kveðjum. James Dean varð eins konar helgi- sögn eftir andlátið. Ungar stúlkur flykktust að gröf hans og ennþá eru lögð blóm á leiðið. Sannarlega áttu þinn sess á himnum, drengur minn. Einn náungi keypti flakið af bílnum hans og leyfði fólki að sitja bak við stýrið fyrir 50 sent á mínútu. Það varð geysi- lega vinsælt og tugþúsundir streyrhdu til. Síðan var flakið hlutað í sundur og brotin voru seld til minningar. Ef dæma má eftir fjölda brotanna, þá hefði James Dean farizt í að minnsta kosti 2.000 bílum af mismun- andi gerðum. Það voru búnar til Dean-veggmyndir, Dean- hálsmen, Dean-hálsklútar. En þó keyrði um þverbak, þegar búin voru til „James Dean ánd- lit“ í fullri stærð úr gúmmi. James Dean var orðinn helgi- sögn. Móðir hans lézt, þegar liann var níu ára. Það er ekki auðveít að gera sér grein fyrir manninum bak við helgisögnina. Drættirnir eru óljósir: nærsýnn, feiminn og að líkindum mjög taugaveiklaður unglingur, sem fór sínar eigin leiðir. Hann var líklega hamingju- samur í æsku. Að vísu var fað- ir hans lítið heima, sótti vinnu svo. langt í burtu, en móðir hans hugsaði því betur um hann. Hún tilbað son sinn og hann endurgalt ást hennar. Þau léku oft óskaleikinn“, sem var í því fólginn að James Dean, eða James Byron, eins og hún kallaði hann, lagði bréfsnepil undir koddann sinn, áður en hann sofnaði á kvöldin. Á seð- ilinn skrifaði hann það sem hann langaði til að eiga í það og það skiptið. Það brást ekki, 10 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.