Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 26
ÉG
VIL AÐ
HEIMILIÐ
SÉ HANS
GRIÐA
STAÐUR
vistlegar, húsgögnin nokkuð stór
og þung i gömlum stil, pianó við
einn vegginn og mikið af mynd-
um, bæði ljósmyndum og
málverkum.
í stofunni hangir mynd, sem
sonur þeirra hjóna, Guðbjartur,
málaði skömmu áður en hann lézt
árið 1967þá 19 ára gamall. Fjórar
myndir eftir hann prýða veggi
forstofunnar, og veggir gamia
herbergisins hans eru þaktar
teikningum og vatnslitamyndum,
sem hann gerði. Hjónin hafa látið
herbergið hans standa, eins og
það var, r g þar rikir skemmti-
legur andi skólapilts, sem hafði
mörg áhugamál. Myndirnar eru
með ýmsu móti og heita skemmti-
legum nöfnum, eins og „Eftir
höfðinu dansa limirnir”, „Fluga
framtiðarinnar”, ”Sound of
silence” o.fl. Guðbjartur var
listhneigður, dundaði líka við að
semja lög og ljóð, og ljóðin komu
út eftir andlát hans i litilli bók,
sem nefndist „Það var vor”. Á
einum veggnum i herberginu
hans hangir skjal, viðurkenning
Félags islenzkra teiknara tii
Bókaútgáfunnar Von fyrir
listrænan og faglegan frágang
þessarar bókar.
Tvær dætur eiga þau hjónin.
Kristrún, sem er kennari við
Vesturbæ ja rskólann , býr
skammt frá foreldrum sinum og
er daglegur gestur á Aragötu 13.
Yngri dóttirin, Dóra, býr enn i
foreldrahúsum, starfar á skrif-
stofu Rikisspitalanna. Það er
auðheyrt, að dæturnar eru frú
Dóru mikils virði.
— Þetta er ekki orðið stórt
heimili núna, en ég er aldrei i
vandræðum með að eyða
timanum. Heimilisstörfin eru
alltaf söm við sig, þótt ekki séu
börnin,og ef ég á fristund, þá les
ég.
Ég er eiginlega alæta á lesefni,
les allt frá barnabókum og upp
úr. Við höfum alltaf lesið mikið
hér á heimilinu. Þegar börnin
voru hér heima, sátum við
iðulega á kvöldin og lásum öll.
— Færðu gesti hingað heim i
„Ég er aldrei i vandræðum meðað eyða timanum. Ef ég á fristund, þá ies ég”.
sambandi við starf manns þins?
— Yfirleittekki. Ég hef reynt að
halda heimilinu alveg fyrir utan
opinbert lif mannsins mins.
Ölafur er ákaflega hægur maður
og litið fyrir breytingar, og við
höfum engu breytt hér, siðan við
byggðum þetta hús árið 1952. Hér
heima veit hann alltaf, hvað hann
finnur. Að visu verður hann oft að
vinna heima og þá ekki siður,
meöan hann var prófessor. Hér
sérðu skrifstofuna hans,
borðið þakið pappirum, ég þori
aldrei að hreyfa við neinu hér.
— En varla fær hann frið fyrir
simanum hér?
—- Ekki aldeilis. En ég passa
simann, og ég get alveg fundið út,
hverjir þurfa raunverulega að ná
tali af honum. Hingað hringja
nefnilega ótrúlegustu mann-
eskjur á ótrúlegustu timum.
—- Truman sagði frú Johnson,
forsetafrú Bandarikjanna, að
hennar stærsta hlutverk i Hvita
húsinu væri að vernda manninn
sinn. Þú litur kannski svipuðum
augum á þitt hlutverk i lifinu?
— Það má kannski segja
26 VIKAN 42. TBL. .