Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 42

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 42
um llf sitt, þar eö hann haföi ekki svigrúm til aö hlaöa byssuna aftur. En vinur hans hleypti af, rétt I þvi bili sem dýriö ætlaöi aö stökkva á hann, og steindrap þaö. En nú ætla ég aö fara I rúmiö aftur, ef ég má. Ég er ekki sem bext upplögö. Hún fór út, en Partington sneri sér aö gesti slnum og augun ljömuöu af áhuga. Þaö var auöséö, aö þessar tilraunir voru orönar honum ástrlöa og árangur þeirra eina áhugamál hans. Hann var maöur, sem haföi bitiö sig fastan I eina hugmynd, sem haföi náö algjörum tökum á honum. — Jæja, dr. Pristeley, hver er svo dómur yðar? spuröi hann, sigri hrósandi. — Ég held þér séuö aö þvl kominn aö gera einhverja mestu uppfinningu nútlmans, svaraöi Priestley. Þér viröist hafa sannaö möguleikann á þessu, sem kannski mætti kalla hugsana- ljósmyndun. Og möguleikarnir, sem það mundi opna, eru svo vlötækir, aö manni hrýs hugur viö. Ég get ekki annað en óskaö yöur hjartanlega til hamingju meö þennan einstaka árangur yöar. Framhald í næsta blaði. FIMMTÁN ÞÚSUND MANNS HURFU ... Framhald af bls. 9 um, þar sem Lívar bjuggu áð- ur, meira að segja ég sjálfur er ekki alveg laus við þetta. Þegar ég kom í skóla og átti að lesa upp kvæði, vildi brenna við að síðasti hljóðstafurinn í orðunum hyrfi. — Er mikill munur á lett- nesku og litháísku? — Mér er nær að halda að hann sé ekki meiri en á norsku og islenzku, ef ég á að halda fram einhverju um það. Við skiljum ekki Litháa fyrirhafn- arlítið þegar við heyrum þá tala, líkt og til dæmis Svíar og Norðmenn hverjir aðra. Það er litið á litháísku sem eldra mál en lettnesku. — Nú er Lettland kristnað tiltölulega seint. Gætir þá ekki enn talsvert heiðinna minna í lettneskri alþýðumenningu? — Jú, Lettland var kristnað á þrettándu öld, og raunar byrjað á því fyrr. En fram að 1500 að minnsta kosti var krist- indómurinn í landinu litlu meira en nafnið tómt. Trúnni var þröngvað upp á Letta af þýzkum sigurvegurum, sem brutu landið undir sig, og þar að auki fór guðsþjónustan í kaþólskum sið fram á latínu, sem almenningur skildi ekki. Það er því ljóst að talsvert eimdi eftir af heiðnum sið langt fram eftir öldum. Frásagnir greina frá helgum lundum, svo og guðum, þeirra á meðal ein- um sem gekk um meðal manna sem hollvinur og ráðunautur og birtist fólki sem skynsamur og góðviljaður maður. Eins konar móðurgyðjur voru mik- ið tilbeðnar. — Njóta Lettar nútimans að einhverju marki menningar- legs sjálfstæðis í eigin landi? — Bókmenntirnar hafa blómstrað siðustu árin, einkum ljóðin og smásögurnar. En þær eru undir ströngu eftirliti að ofan. Þrykkið þaðan jókst aft- ur eftir innrásina í Tékkósló- vakíu. Til dæmis um það má taka þekkta skáldkonú, sem gaf út ljóðabálk um sögulegt efni frá þrettándu öld. Segir þar frá baráttu lettnesku þjóð- flokkanna við þýzku riddarana, sem réðust inn í landið og brutu það undir sig. Hún fylgdi hinum sögulega þræði í einu og öllu, en engu að síður féll á hana grunur ritskoðunarinn- ar um að hafa fjallað um inn- limun Lettlands í Sovétríkin í dularbúningi. Ekkert bendir til að þetta hafi verið tilgangur skáldkonunnar, en kringum- stæðurnar, eins og þær eru í Lettlandi núna, bjóða upp á grunsemdir sem þessar. Hér er því sökin ekki skáldsins, held- ur kringumstæðnanna. Hins vegar sleppa stundum rithöf- undar, sem raunverulega eru að gagnrýna undir rós, og fá kannski lof og prís ráðandi að- ila. Varðandi skáldkonuna, sem hér um ræðir, er það að segja að eftir að þetta kom fyrir er ekki minnzt á hana einu orði opinberlega eða á prenti. Henni er ekki hrósað, og hún fær ekki heldur last, ekki orð. Og þó er hún mjög vel þekkt sem skáld og gagnrýnandi. Um menningarlegt sjálfstæði er það yfirhöfuð að segja, að eðlileg menningarþróun getur ekki átt sér stað nema í um- hverfi þar sem andlegs frelsis nýtur, og það er ekki fyrir hendi í Lettlandi nú. Annað í þessu sambandi er vert að benda á. Hvernig skyldi ís- lendingum líka, ef í Reykjavík byggju um níutíu þúsund ís- lendingar en hundrað og fimm- tíu þúsund Bandaríkjamenn? En þannig eru hlutföllin milli Letta og innflutts fólks frá öðr- um Sovétrikjum í Riga. Lettar eru sem sagt orðnir í minni- hluta i sinni eigin höfuðborg. Hin mikla iðnvæðing, sem átt hefur sér stað eftir stríðið, hef- ur haft í för með sér gífurleg- an innflutning fólks, einkum Rússa, en einnig af mörgum öðrum þjóðernum Sovétríkj- anna. — Er þetta svipað víðar í landinu? — Þetta á fyrst og fremst við um helztu iðnaðarborgirnar. Sveitirnar eru sennilega ennþá að mestu lettneskar að þjóð- erni. — Er trúlegt að sovétyfir- völdin stefni að því af ráðnum hug að útrýma þjóðerni Letta og hinna baltnesku þjóðanna smátt og smátt, breyta þeim í Rússa? — í stefnuskrá kommúnista- flokks Sovétríkjanna er nokk- uð dularfull grein, sem er á þá leið að með tíð og tíma muni öll tungumál Sovétríkjanna renna saman í eina sovézka þjóðtungu, og er þá erfitt að ímynda sér að mikið geti orðið úr Lettum í þeirri blöndu, en þeir eru aðeins um hálf önnur milljón af tvö hundruð og f jöru- tíu milljónum íbúa Sovétríkj- anna. — Eru margir Lettar enn í sovézkum fangabúðum? — Um það er lítið vitað með vissu. Eins og kunnugt er, var fjöldi Letta handtekinn af sov- ézku öryggislögreglunni skömmu eftir að landið hafði verið innlimað í Sovétríkih, líklega um þrjátíu og fjögur þúsund talsins. Á einni nóttu, þegar þessar hreinsanir stóðu sem hæst, voru fimmtán þús- und manns handteknir. Hér var einkum um að ræða fólk, sem talizt hafði framarlega á einhverju sviði þjóðlífsins með- an landið var sjálfstætt, stjórn- málamenn og meðlimi stjórn- málaflokka, kaupsýslumenn, at- vinnurekendur, menntamenn, herforingja og svo framvegis. Síðar, 1949, voru aftur fram- kvæmdir brottflutningar, og urðu einkum .bændur fyrir barðinu á sovézku yfirvöldun- um að því sinni. Það mun hafa staðið í sambandi við skipu- lagningu landbúnaðarins í sam- yrkjubú, sem um það leyti var á döfinni. Eitthvað af þessu fólki mun hafa fengið að snúa aftur til ættlandsins, en fjöldi hefur dáið í útlegðinni eða beð- ið varanlegt heilsutjón af illri meðferð og þrældómi í fanga- búðunum. Það mun ekki of- mælt að svo að segja hver lett- nesk fjölskylda hafi orðið að 42 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.