Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 3
42. tbl. - 19. október 1972 - 34. árgangur Vikan S33S. Heil kynslóð grét yfir moldum hans „Ef þú heldur þessum hraða, þá kemstu aldrei lifandi til Salinas". Þetta sagði lögregluþjónn, sem stöðvaði Jeames Dean í hinni örlagaríku ökuferð hans. En hann sinnti ekki aðvöruninni, heldur jók hraðann. Sjá grein á bls. 10. Dagbók úr Hvíta húsinu Hvernig er að vera húsfreyja í Hvíta húsinu? Lady Bird Johnson hélt dagbók, á meðan hún var þar. Hún kom út í bókar- formi í fyrra og varð metsölubók. Við birtum kafla úr henni á bls. 16. Fimmtán þúsund manns hurfu á einni nóttu Sovézk stjórnvöld beittu Letta grimmd og harð- ýðgi til að brjóta á bak aftur alla andstöðu meðal þeirra. Menn voru í hundraðatali teknir af lífi og tugþúsundir fluttar í þrælabúðir í Síberíu. Sjá viðtal við lettneska rithöfundinn Gunars Irbe á bls. 8. KÆRI LESANDI! „Ég hef hitt óvininn, og hún er vinur minn. Ég er ekki alveg viss um hvers vegna hún er ennþd vinur minn, — hvers vegna hún svarar kveðjum mínum hvert ný- ár og hvert Tet — eða hvers vegna hún skrifar mér ennþá. í síðasta mánuði eru fjögur ár lið- in frá því að við hittumst, og á þeim tíma hef ég brugðizt henni og börnum hennar og löndum, sem og mínum eigin börnum og landi. Þvi að okkur hefur ekki tekizt að binda endi á þetta and- stgggilega stríð, hvernig sem við höfum regnt .. Þannig hefst grein eftir banda- ríslca blaðakonu, sem birtist í þessu blaði. „Óvinurinn“ er frú Nguyen Thi Binh. Hún er eins og kunnugt er formælandi samn- inganefndar Víetkong í hinum langvinnu og hingaðtil tilgangs- lausu friðarviðræðum í París. Jafnframt því er hún utanríkis- ráðherra bráðabirgðabyltingar- stjórnar Suður-Víetnams. „Eg hef virt hana fyrir mér af sérstökum áhuga, þegar hún viku eftir viku, nei, ár eftir ár, birtist á sjónvarpsskerminum á leið ir.n i Majetic-hótelið gamla til þátt- töku i þessum stílfrosnu mótum þöguls fjandskapar, sem kölluð eru samningaviðræður“, skrifar bandaríska blaðakonan. ..Næst Indiru Gandhi og Goldu Meir er frú Nguyen Thi Binh sennilega mikilvægasta kona heims. EFNISYFIRLIT GREINAR BLS. Heil kynslóð grét yfir moldum hans, grein um James Dean 10 Vinur minn, óvinurinn, 14 Dagbók úr Hvíta húsinu, Lady Bird John- son, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, segir frá 16 VIÐTOL „Ég viI, að heimilið sé hans griðastaður". Vikan heimsækir Dóru Guðbjartsdóttur, for- sætisráðherrafrú 26 Fimmtán þúsund manns hurfu á einni nóttu, viðtal við Gunars Irba, rithöfund frá Lett- landi 8 „Ég er rólegri i dag", Ómar Valdimarsson ræðir við Country Joe McDonald í Gauta- borg 18 SÖGUR Ástríða, smásaga eftir Maupassant 12 Rensjöholm, framhaldssaga, 6. hluti 20 Konan í snörunni, framhaldssaga, 8. hluti 32 YMISLEGT Matreiðslubók Vikunnar, fjórar litprentaðar uppskriftir til að safna í möppu 29 Lestrarhesturinn, lítið blað fyrir börn, um- sjón: Herdís Egilsdóttir, kennari FASTIR ÞÆTTIR________________________________ Pósturinn 4 Síðan síðast 6 Mig dreymdi 7 í fullri alvöru 7 Stjörnuspá 45 Krossgáta 49 Myndasögur 43, 48, 50 FORSÍÐAN Forsíðan er af frú Dóru Guðbjartsdóttur, eigin- konu Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra. Sjá viðtal við hana í miðopnunni. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson). VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matt- hildur Edwald og Kristín Halldórsdóttir. Útlits- teikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing. Síðumúla 12. Símar: 35320 - 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. Áskriftar- verðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvem- ber, febrúar, ma( og ágúst. 42. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.